Ísland, ESB og LÍÚ Inga Sigrún Atladóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Nú standa yfir viðræður Íslands við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum er afar mikilvægt hagstæðir samningar náist um sjávarútvegsmál. Ísland hefur mikla sérstöðu meðal ESB ríkja í sjávarútvegsmálum og það væri ósanngjarnt og óeðlilegt að öðrum aðildarríkjum yrði veitt hlutdeild í veiðum innan okkar fiskveiðilögsögu. Miðin við Ísland eiga að vera skilyrðislaus þjóðareign og rétturinn til nýtingar á að vera íslensku þjóðarinnar. Saga okkar er mótuð af baráttu fyrir réttindum til umráða yfir hafinu í kringum landið. Þorskastríðin voru átakamál fyrir fólkið í landinu, þar börðust sjómenn og útgerðarmenn hatrammri baráttu og þorskastríðin voru hitamál í íslenskri pólitík. Það er siðferðileg og efnahagsleg skylda okkar að gefa þann rétt ekki til annarra þjóða. Það er mikilvægt að Evrópumálin séu rædd án upphrópana og ásakana – það á ekki síst við um sjávarútvegsmálin. Sjávarútvegurinn er mikið hagsmunamál Íslendinga og á honum mun afkoma okkar byggjast á komandi árum. Mikilvægt er að um þau mál náist sem breiðust samstaða. Það er ekki fordæmalaust innan ESB að aðildarríki haldi varanlega yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni. Árið 2004 hélt Malta sínum yfirráðum í aðildarsamningi. Þó slíkir samningar séu varanlegir er rétt sem bent hefur verið á að allt getur tekið breytingum í tímans rás. Stefna ESB er alltaf að breytast og samninganefndin verður að tryggja að ekki verði hægt að þvinga okkur til breytinga sem yrðu íslenskum sjávarútvegi óhagstæðar. Mín skoðun er sú að Íslendingar geti ekki undir neinum kringumstæðum gefið eftir yfirráðarétt í íslenskri landhelgi. Ég tel að farsælt sé að reyna að ná þverpólitískri samstöðu um að þvingað afsal þessara réttinda kallaði á úrsögn Íslands úr bandalaginu. Í því samhengi má geta þess að árið 2009 var staðfest í Lissabonsáttmálanum leið til útgöngu úr ESB. Það tel ég vera mikilvægt fyrir sjálfræði aðildarríkjanna. Aðild að ESB er hagsmunamál fyrir Íslendinga, fullur aðgangur að Evrópumarkaði og nýr gjaldmiðill eru nauðsynlegir til að styrkja rekstrar- og skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Útgerðarmenn reka fyrirtæki og því er ESB líka hagsmunamál fyrir þá. Hitt er þó ljóst að ef einungis er horft til áhrifa útvegsmanna á stjórnun fiskveiða mun hagur þeirra ekki batna við aðild. Fiskveiðistjórnun mun fjarlægjast hagsmunaaðila og hún mun verða reglubundnari. Það er mín skoðun að þar felist ekki hagsmunir íslensku þjóðarinnar, þar felast hagsmunir LÍÚ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir viðræður Íslands við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum er afar mikilvægt hagstæðir samningar náist um sjávarútvegsmál. Ísland hefur mikla sérstöðu meðal ESB ríkja í sjávarútvegsmálum og það væri ósanngjarnt og óeðlilegt að öðrum aðildarríkjum yrði veitt hlutdeild í veiðum innan okkar fiskveiðilögsögu. Miðin við Ísland eiga að vera skilyrðislaus þjóðareign og rétturinn til nýtingar á að vera íslensku þjóðarinnar. Saga okkar er mótuð af baráttu fyrir réttindum til umráða yfir hafinu í kringum landið. Þorskastríðin voru átakamál fyrir fólkið í landinu, þar börðust sjómenn og útgerðarmenn hatrammri baráttu og þorskastríðin voru hitamál í íslenskri pólitík. Það er siðferðileg og efnahagsleg skylda okkar að gefa þann rétt ekki til annarra þjóða. Það er mikilvægt að Evrópumálin séu rædd án upphrópana og ásakana – það á ekki síst við um sjávarútvegsmálin. Sjávarútvegurinn er mikið hagsmunamál Íslendinga og á honum mun afkoma okkar byggjast á komandi árum. Mikilvægt er að um þau mál náist sem breiðust samstaða. Það er ekki fordæmalaust innan ESB að aðildarríki haldi varanlega yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni. Árið 2004 hélt Malta sínum yfirráðum í aðildarsamningi. Þó slíkir samningar séu varanlegir er rétt sem bent hefur verið á að allt getur tekið breytingum í tímans rás. Stefna ESB er alltaf að breytast og samninganefndin verður að tryggja að ekki verði hægt að þvinga okkur til breytinga sem yrðu íslenskum sjávarútvegi óhagstæðar. Mín skoðun er sú að Íslendingar geti ekki undir neinum kringumstæðum gefið eftir yfirráðarétt í íslenskri landhelgi. Ég tel að farsælt sé að reyna að ná þverpólitískri samstöðu um að þvingað afsal þessara réttinda kallaði á úrsögn Íslands úr bandalaginu. Í því samhengi má geta þess að árið 2009 var staðfest í Lissabonsáttmálanum leið til útgöngu úr ESB. Það tel ég vera mikilvægt fyrir sjálfræði aðildarríkjanna. Aðild að ESB er hagsmunamál fyrir Íslendinga, fullur aðgangur að Evrópumarkaði og nýr gjaldmiðill eru nauðsynlegir til að styrkja rekstrar- og skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Útgerðarmenn reka fyrirtæki og því er ESB líka hagsmunamál fyrir þá. Hitt er þó ljóst að ef einungis er horft til áhrifa útvegsmanna á stjórnun fiskveiða mun hagur þeirra ekki batna við aðild. Fiskveiðistjórnun mun fjarlægjast hagsmunaaðila og hún mun verða reglubundnari. Það er mín skoðun að þar felist ekki hagsmunir íslensku þjóðarinnar, þar felast hagsmunir LÍÚ.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun