Ísland, ESB og LÍÚ Inga Sigrún Atladóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Nú standa yfir viðræður Íslands við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum er afar mikilvægt hagstæðir samningar náist um sjávarútvegsmál. Ísland hefur mikla sérstöðu meðal ESB ríkja í sjávarútvegsmálum og það væri ósanngjarnt og óeðlilegt að öðrum aðildarríkjum yrði veitt hlutdeild í veiðum innan okkar fiskveiðilögsögu. Miðin við Ísland eiga að vera skilyrðislaus þjóðareign og rétturinn til nýtingar á að vera íslensku þjóðarinnar. Saga okkar er mótuð af baráttu fyrir réttindum til umráða yfir hafinu í kringum landið. Þorskastríðin voru átakamál fyrir fólkið í landinu, þar börðust sjómenn og útgerðarmenn hatrammri baráttu og þorskastríðin voru hitamál í íslenskri pólitík. Það er siðferðileg og efnahagsleg skylda okkar að gefa þann rétt ekki til annarra þjóða. Það er mikilvægt að Evrópumálin séu rædd án upphrópana og ásakana – það á ekki síst við um sjávarútvegsmálin. Sjávarútvegurinn er mikið hagsmunamál Íslendinga og á honum mun afkoma okkar byggjast á komandi árum. Mikilvægt er að um þau mál náist sem breiðust samstaða. Það er ekki fordæmalaust innan ESB að aðildarríki haldi varanlega yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni. Árið 2004 hélt Malta sínum yfirráðum í aðildarsamningi. Þó slíkir samningar séu varanlegir er rétt sem bent hefur verið á að allt getur tekið breytingum í tímans rás. Stefna ESB er alltaf að breytast og samninganefndin verður að tryggja að ekki verði hægt að þvinga okkur til breytinga sem yrðu íslenskum sjávarútvegi óhagstæðar. Mín skoðun er sú að Íslendingar geti ekki undir neinum kringumstæðum gefið eftir yfirráðarétt í íslenskri landhelgi. Ég tel að farsælt sé að reyna að ná þverpólitískri samstöðu um að þvingað afsal þessara réttinda kallaði á úrsögn Íslands úr bandalaginu. Í því samhengi má geta þess að árið 2009 var staðfest í Lissabonsáttmálanum leið til útgöngu úr ESB. Það tel ég vera mikilvægt fyrir sjálfræði aðildarríkjanna. Aðild að ESB er hagsmunamál fyrir Íslendinga, fullur aðgangur að Evrópumarkaði og nýr gjaldmiðill eru nauðsynlegir til að styrkja rekstrar- og skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Útgerðarmenn reka fyrirtæki og því er ESB líka hagsmunamál fyrir þá. Hitt er þó ljóst að ef einungis er horft til áhrifa útvegsmanna á stjórnun fiskveiða mun hagur þeirra ekki batna við aðild. Fiskveiðistjórnun mun fjarlægjast hagsmunaaðila og hún mun verða reglubundnari. Það er mín skoðun að þar felist ekki hagsmunir íslensku þjóðarinnar, þar felast hagsmunir LÍÚ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir viðræður Íslands við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum er afar mikilvægt hagstæðir samningar náist um sjávarútvegsmál. Ísland hefur mikla sérstöðu meðal ESB ríkja í sjávarútvegsmálum og það væri ósanngjarnt og óeðlilegt að öðrum aðildarríkjum yrði veitt hlutdeild í veiðum innan okkar fiskveiðilögsögu. Miðin við Ísland eiga að vera skilyrðislaus þjóðareign og rétturinn til nýtingar á að vera íslensku þjóðarinnar. Saga okkar er mótuð af baráttu fyrir réttindum til umráða yfir hafinu í kringum landið. Þorskastríðin voru átakamál fyrir fólkið í landinu, þar börðust sjómenn og útgerðarmenn hatrammri baráttu og þorskastríðin voru hitamál í íslenskri pólitík. Það er siðferðileg og efnahagsleg skylda okkar að gefa þann rétt ekki til annarra þjóða. Það er mikilvægt að Evrópumálin séu rædd án upphrópana og ásakana – það á ekki síst við um sjávarútvegsmálin. Sjávarútvegurinn er mikið hagsmunamál Íslendinga og á honum mun afkoma okkar byggjast á komandi árum. Mikilvægt er að um þau mál náist sem breiðust samstaða. Það er ekki fordæmalaust innan ESB að aðildarríki haldi varanlega yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni. Árið 2004 hélt Malta sínum yfirráðum í aðildarsamningi. Þó slíkir samningar séu varanlegir er rétt sem bent hefur verið á að allt getur tekið breytingum í tímans rás. Stefna ESB er alltaf að breytast og samninganefndin verður að tryggja að ekki verði hægt að þvinga okkur til breytinga sem yrðu íslenskum sjávarútvegi óhagstæðar. Mín skoðun er sú að Íslendingar geti ekki undir neinum kringumstæðum gefið eftir yfirráðarétt í íslenskri landhelgi. Ég tel að farsælt sé að reyna að ná þverpólitískri samstöðu um að þvingað afsal þessara réttinda kallaði á úrsögn Íslands úr bandalaginu. Í því samhengi má geta þess að árið 2009 var staðfest í Lissabonsáttmálanum leið til útgöngu úr ESB. Það tel ég vera mikilvægt fyrir sjálfræði aðildarríkjanna. Aðild að ESB er hagsmunamál fyrir Íslendinga, fullur aðgangur að Evrópumarkaði og nýr gjaldmiðill eru nauðsynlegir til að styrkja rekstrar- og skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Útgerðarmenn reka fyrirtæki og því er ESB líka hagsmunamál fyrir þá. Hitt er þó ljóst að ef einungis er horft til áhrifa útvegsmanna á stjórnun fiskveiða mun hagur þeirra ekki batna við aðild. Fiskveiðistjórnun mun fjarlægjast hagsmunaaðila og hún mun verða reglubundnari. Það er mín skoðun að þar felist ekki hagsmunir íslensku þjóðarinnar, þar felast hagsmunir LÍÚ.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun