Er uppgjöf í störfum Jafnréttisráðs? 30. september 2011 06:00 Eitt af megin verkefnum Jafnréttisráðs er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. Allt frá 1992 hefur ráðið staðið að því að veita árlega sérstaka viðurkenningu fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum eða einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. En nú hefur Jafnréttisráð brugðið á það ráð að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár. Ráðið samþykkti að þetta nýja fyrirkomulag á fundi sínum 7. sept. sl. En hver er ástæðan? Getur það verið mat núverandi ráðherra jafnréttismála að staða jafnréttis sé með þeim hætti að það teljist þarflaust að afhenda viðurkenninguna árlega? Er ekki lengur þörf á hvatningu og góðum fyrirmyndum? Því þá ekki að afnema með öllu þessa viðurkenningu? Ef ráðsmenn upplifa lítinn áhuga er það lítill metnaður að detta ekkert annað í hug en að leggja niður þessa góðu hefð sem hefur fest sig í sessi. Það hefði frekar átt að gefa í og leggja meira upp úr því að kynna störf ráðsins og hugmyndafræðina að baki viðurkenningunni. Í fyrra var ég við afhendingu viðurkenningarinnar en þá sagði formaður Jafnréttisráðs, Þórhildur Þorleifsdóttir, eitthvað í þá veruna að afhendingin væri þungamiðjan í starfi ráðsins og eitt af mikilvægustu störfum þess. Ég tek heilshugar undir það mat hennar að jafnréttisviðurkenning er jákvæð áminning út í samfélagið en hefði mátt fá meiri umfjöllun í fjölmiðlum. En að ákveða nú að breyta áratuga langri hefð finnst mér verulega rangt. Ætlar Jafnréttisráð í framhaldi af nýjum verklagsreglum að draga saman seglin í starfi sínu ef þungamiðjan er ekki lengur til staðar nema annað hvert ár? Ég hefði viljað sjá ráðherra, formann ráðsins og aðra í ráðinu nýta stöðu sína til þess að kynna mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, vekja almenning til vitundar um stöðu jafnréttismál og þá ábyrgð sem hvert og eitt okkar hefur þegar kemur að því að standa vörð um lögboðið jafnrétti kynjanna. Nú þegar þjóðfélagið er að vinna sig út úr efnahagshruni sem snertir öll svið samfélagsins þarf enn betur að vera á varðbergi og vekja athygli á því sem vel er gert. Jafnréttisviðurkenningin á að gefa gott tækifæri til umræðu um jafnréttismál en á síðustu misserum hefur að mínu mati lítið farið fyrir jafnréttisumræðu, ef undan er skilin sú athygli sem herferð VR hefur fengið. Finnst núverandi stjórnvöldum, sem telja sig sérstaka talsmenn jafnréttis, að hér sé allt í himnalagi í jafnréttismálum? Nægir þeim að sjá alþjóðlega samanburðarmælingu sem sýnir að Ísland standi vel þegar horft er til stakra mælanlegra þátta sem snúa aðallega að stjórnkerfinu? Mér finnst því miður störf Jafnréttisráðs hulin almenningi enda litlar sem engar upplýsingar um störf þess á heimasíðunni jafnretti.is. Það er því raunar í anda daufrar jafnréttisumræðu dagsins í dag að taka nú upp þann sið að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár – en það er uppgjöf að mínu mati. Ég hefði frekar viljað sjá ráðið bretta upp ermar, ná eyrum landsmanna og alls ekki gefa eftir og hopa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af megin verkefnum Jafnréttisráðs er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. Allt frá 1992 hefur ráðið staðið að því að veita árlega sérstaka viðurkenningu fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum eða einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. En nú hefur Jafnréttisráð brugðið á það ráð að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár. Ráðið samþykkti að þetta nýja fyrirkomulag á fundi sínum 7. sept. sl. En hver er ástæðan? Getur það verið mat núverandi ráðherra jafnréttismála að staða jafnréttis sé með þeim hætti að það teljist þarflaust að afhenda viðurkenninguna árlega? Er ekki lengur þörf á hvatningu og góðum fyrirmyndum? Því þá ekki að afnema með öllu þessa viðurkenningu? Ef ráðsmenn upplifa lítinn áhuga er það lítill metnaður að detta ekkert annað í hug en að leggja niður þessa góðu hefð sem hefur fest sig í sessi. Það hefði frekar átt að gefa í og leggja meira upp úr því að kynna störf ráðsins og hugmyndafræðina að baki viðurkenningunni. Í fyrra var ég við afhendingu viðurkenningarinnar en þá sagði formaður Jafnréttisráðs, Þórhildur Þorleifsdóttir, eitthvað í þá veruna að afhendingin væri þungamiðjan í starfi ráðsins og eitt af mikilvægustu störfum þess. Ég tek heilshugar undir það mat hennar að jafnréttisviðurkenning er jákvæð áminning út í samfélagið en hefði mátt fá meiri umfjöllun í fjölmiðlum. En að ákveða nú að breyta áratuga langri hefð finnst mér verulega rangt. Ætlar Jafnréttisráð í framhaldi af nýjum verklagsreglum að draga saman seglin í starfi sínu ef þungamiðjan er ekki lengur til staðar nema annað hvert ár? Ég hefði viljað sjá ráðherra, formann ráðsins og aðra í ráðinu nýta stöðu sína til þess að kynna mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, vekja almenning til vitundar um stöðu jafnréttismál og þá ábyrgð sem hvert og eitt okkar hefur þegar kemur að því að standa vörð um lögboðið jafnrétti kynjanna. Nú þegar þjóðfélagið er að vinna sig út úr efnahagshruni sem snertir öll svið samfélagsins þarf enn betur að vera á varðbergi og vekja athygli á því sem vel er gert. Jafnréttisviðurkenningin á að gefa gott tækifæri til umræðu um jafnréttismál en á síðustu misserum hefur að mínu mati lítið farið fyrir jafnréttisumræðu, ef undan er skilin sú athygli sem herferð VR hefur fengið. Finnst núverandi stjórnvöldum, sem telja sig sérstaka talsmenn jafnréttis, að hér sé allt í himnalagi í jafnréttismálum? Nægir þeim að sjá alþjóðlega samanburðarmælingu sem sýnir að Ísland standi vel þegar horft er til stakra mælanlegra þátta sem snúa aðallega að stjórnkerfinu? Mér finnst því miður störf Jafnréttisráðs hulin almenningi enda litlar sem engar upplýsingar um störf þess á heimasíðunni jafnretti.is. Það er því raunar í anda daufrar jafnréttisumræðu dagsins í dag að taka nú upp þann sið að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár – en það er uppgjöf að mínu mati. Ég hefði frekar viljað sjá ráðið bretta upp ermar, ná eyrum landsmanna og alls ekki gefa eftir og hopa.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun