Vissir þú? 17. september 2011 06:00 Vissir þú að yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert? Vissir þú að ólögleg sala með fólk er þriðja umfangsmesta glæpastarfssemi í heimi? Vissir þú að ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert? Vissir þú að í mörgum löndum kemst nauðgari hjá refsingu með því að giftast fórnarlambi sínu? Já, það er víða pottur brotinn í réttindamálum kvenna. Sá heimur sem mörgum stúlkubörnum er gert að alast upp í tekur þeim ekki fagnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa einsett sér að breyta þessu. Nýverið var sett á laggirnar stofnun sem hefur þetta verkefni með höndum. Hún nefnist UN Women. Hún byggir að sönnu á hinu góða starfi sem UNIFEM og aðrar þær stofnanir sem runnu saman í UN Women hafa unnið um árabil. Það starf felst í því að vinna með stjórnvöldum og frjálsum félagasamtökum að því að efla og bæta réttindi kvenna. Á Íslandi er rekin landsnefnd UN Women. Það eru ekki margir sem vita það, en landsnefndin á Íslandi er ein öflugasta landsnefnd UN Women í heimi, en UN Women er að vísu ein alminnsta stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur til vegna þess að Íslendingar hafa verið örlátir í því að leggja þessu málefni lið og megum við ekki láta deigan sína í þeim efnum. UN Women á Íslandi stendur fyrir svokallaðri Fiðrildaviku 12.–18. september með það að markmiði að hvetja Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum víða um heim. Þema fjáröflunarvikunnar er fiðrildið; fiðrildið táknar umbreytingu til hins betra, frelsi og von og ætlunin er að hafa svokölluð fiðrildaáhrif héðan frá Íslandi, en stundum er sú myndlíking notuð að vængjasláttur fiðrilda geti komið af stað fellibyl í fjarlægu landi. Framlög þau sem innt eru af hendi til landsnefndar UN Women á Íslandi eru nýtt í verkefni víða um heim þar sem unnið er að því að bæta hag kvenna í fátækustu löndum heims. Taktu þátt í gera heiminn betri fyrir allar dætur jarðarinnar – gakktu í lið með UN Women! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert? Vissir þú að ólögleg sala með fólk er þriðja umfangsmesta glæpastarfssemi í heimi? Vissir þú að ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert? Vissir þú að í mörgum löndum kemst nauðgari hjá refsingu með því að giftast fórnarlambi sínu? Já, það er víða pottur brotinn í réttindamálum kvenna. Sá heimur sem mörgum stúlkubörnum er gert að alast upp í tekur þeim ekki fagnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa einsett sér að breyta þessu. Nýverið var sett á laggirnar stofnun sem hefur þetta verkefni með höndum. Hún nefnist UN Women. Hún byggir að sönnu á hinu góða starfi sem UNIFEM og aðrar þær stofnanir sem runnu saman í UN Women hafa unnið um árabil. Það starf felst í því að vinna með stjórnvöldum og frjálsum félagasamtökum að því að efla og bæta réttindi kvenna. Á Íslandi er rekin landsnefnd UN Women. Það eru ekki margir sem vita það, en landsnefndin á Íslandi er ein öflugasta landsnefnd UN Women í heimi, en UN Women er að vísu ein alminnsta stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur til vegna þess að Íslendingar hafa verið örlátir í því að leggja þessu málefni lið og megum við ekki láta deigan sína í þeim efnum. UN Women á Íslandi stendur fyrir svokallaðri Fiðrildaviku 12.–18. september með það að markmiði að hvetja Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum víða um heim. Þema fjáröflunarvikunnar er fiðrildið; fiðrildið táknar umbreytingu til hins betra, frelsi og von og ætlunin er að hafa svokölluð fiðrildaáhrif héðan frá Íslandi, en stundum er sú myndlíking notuð að vængjasláttur fiðrilda geti komið af stað fellibyl í fjarlægu landi. Framlög þau sem innt eru af hendi til landsnefndar UN Women á Íslandi eru nýtt í verkefni víða um heim þar sem unnið er að því að bæta hag kvenna í fátækustu löndum heims. Taktu þátt í gera heiminn betri fyrir allar dætur jarðarinnar – gakktu í lið með UN Women!
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar