Misskilningur skjalaþýðandans Magnús Magnússon skrifar 17. september 2011 06:00 Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar töluvert hvassyrta grein í minn garð á bls. 24 í Fréttablaðinu 15. september sl. Þar leggur hún út frá leiðara sem ég skrifaði í Vesturlandsblaðið Skessuhorn 7. september undir yfirskriftinni „Dulin búseta“. Í fyrstu velti ég fyrir mér af hverju hún skrifaði ekki svargrein sína til birtingar í sama blaði, þar hefði birting verið auðsótt. Svarið veit ég svo sem ekki en velti fyrir mér hvort skýringin sé sú að lesendur Fréttablaðsins geta fæstir dæmt um hvað stóð í Skessuhorni og hún hafi af einhverjum ástæðum kosið að þeir vissu ekki of mikið svo hún gæti túlkað orð mín út og suður. Í leiðara mínum fjallaði ég, eins og glöggir lesendur Skessuhorns geta vitnað, um þá hópa fólks sem annars vegar dvelja langdvölum í háskólanámi úti á landi og hins vegar hópa fólks sem dvelja meginhluta ársins í sumarhúsum, eða heilsárshúsum sínum, án þess að færa þangað lögheimili sín. Þarna fjallaði ég EKKI um hinn almenna sumarhúsaeiganda, fólkið sem dvelur í húsum sínum af og til en stundar vinnu annars staðar þar sem það á jafnframt lögheimili. Að ég hafi kallað allt það góða fólk afætur er alrangt hjá löggilta skjalaþýðandanum. Þeir hópar fólks sem dvelja lungann úr árinu í Borgarfirði, jafnvel svo árum skiptir, án þess að færa þangað lögheimili sín, greiða ekki skatta og skyldur til Borgarbyggðar eða til Skorradalshrepps, gætu hins vegar með réttu kallast afætur. Töluvert er um að fólk búi allt árið í heilsárshúsum, stundi þaðan vinnu eða sé einfaldlega hætt vinnu og njóti ævikvöldsins í húsunum sínum úti á landi. Flestir gætu tekið undir að það er einungis sanngirniskrafa að það fólk flytji einnig lögheimili sín á þessa staði. Þannig vill til að í Borgarbyggð eru tveir fjölmennir háskólar og á annað þúsund sumarhús. Í hluta þessara sumarhúsa eru dæmi um að fólk hafi búsetu allt árið án þess að lögheimili þess sé þar skráð. Slíkt kalla ég dulda búsetu. Um þennan hóp fólks var ég að skrifa í leiðara mínum, ekki hinn almenna sumarhúsaeiganda. Í leiðaranum fjalla ég um það ójafnvægi sem orðið er í greiðslum hins opinbera til ríkisstofnana á landsbyggðinni, svo sem til löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Þegar íbúatala margfaldast, án þess að tekjur komi á móti, býr lögregla og heilsugæsla á þessum stöðum við aukið álag. Greiðslur frá hinu opinbera miðast nefnilega við skráða íbúa á svæðinu með lögheimili sín þar. Dæmin hafa sýnt að álag á þessar stofnanir hefur verið svo mikið að það bitnar á almennum íbúum og þeim sem treysta verða á þjónustuna. Erfitt er að fá samband við lækna eða lögreglu sem endalaust glíma við fjárskort og niðurskurð frá ríkinu. Ekki ætla ég að fara í smáatriðum út í efnistök Ellenar í grein hennar þar sem hún virðist hafa kosið að snúa orðum mínum svo illilega á haus. Eitt sagði hún þó sem mér fannst verulega umhugsunarvert: „Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta,“ sagði hún. Þetta er ekki góð latína hjá Ellen, að skrifa harðorða skammargrein vegna skrifa einhvers í allt öðrum fjölmiðli, snúa svo orðum viðkomandi á haus, og frábiðja sér loks að sá hinn sami geti svarað fyrir sig! Ellen Ingvadóttir er örugglega góður og gegn eigandi sumarhúss í Borgarbyggð og býð ég hana sem og alla aðra eigendur sumarhúsa í mínu heimahéraði velkomna hér eftir sem hingað til. Hins vegar þegar og ef að því kemur að Ellen Ingvadóttir hættir skjalaþýðingum og löggiltri dómtúlkun og flytur í fallega heilsárshúsið sitt á bökkum Langár, þá þarf hún bara að muna að færa lögheimilið sitt þangað. Um það snerust skrif mín og ekkert annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Sjá meira
Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar töluvert hvassyrta grein í minn garð á bls. 24 í Fréttablaðinu 15. september sl. Þar leggur hún út frá leiðara sem ég skrifaði í Vesturlandsblaðið Skessuhorn 7. september undir yfirskriftinni „Dulin búseta“. Í fyrstu velti ég fyrir mér af hverju hún skrifaði ekki svargrein sína til birtingar í sama blaði, þar hefði birting verið auðsótt. Svarið veit ég svo sem ekki en velti fyrir mér hvort skýringin sé sú að lesendur Fréttablaðsins geta fæstir dæmt um hvað stóð í Skessuhorni og hún hafi af einhverjum ástæðum kosið að þeir vissu ekki of mikið svo hún gæti túlkað orð mín út og suður. Í leiðara mínum fjallaði ég, eins og glöggir lesendur Skessuhorns geta vitnað, um þá hópa fólks sem annars vegar dvelja langdvölum í háskólanámi úti á landi og hins vegar hópa fólks sem dvelja meginhluta ársins í sumarhúsum, eða heilsárshúsum sínum, án þess að færa þangað lögheimili sín. Þarna fjallaði ég EKKI um hinn almenna sumarhúsaeiganda, fólkið sem dvelur í húsum sínum af og til en stundar vinnu annars staðar þar sem það á jafnframt lögheimili. Að ég hafi kallað allt það góða fólk afætur er alrangt hjá löggilta skjalaþýðandanum. Þeir hópar fólks sem dvelja lungann úr árinu í Borgarfirði, jafnvel svo árum skiptir, án þess að færa þangað lögheimili sín, greiða ekki skatta og skyldur til Borgarbyggðar eða til Skorradalshrepps, gætu hins vegar með réttu kallast afætur. Töluvert er um að fólk búi allt árið í heilsárshúsum, stundi þaðan vinnu eða sé einfaldlega hætt vinnu og njóti ævikvöldsins í húsunum sínum úti á landi. Flestir gætu tekið undir að það er einungis sanngirniskrafa að það fólk flytji einnig lögheimili sín á þessa staði. Þannig vill til að í Borgarbyggð eru tveir fjölmennir háskólar og á annað þúsund sumarhús. Í hluta þessara sumarhúsa eru dæmi um að fólk hafi búsetu allt árið án þess að lögheimili þess sé þar skráð. Slíkt kalla ég dulda búsetu. Um þennan hóp fólks var ég að skrifa í leiðara mínum, ekki hinn almenna sumarhúsaeiganda. Í leiðaranum fjalla ég um það ójafnvægi sem orðið er í greiðslum hins opinbera til ríkisstofnana á landsbyggðinni, svo sem til löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Þegar íbúatala margfaldast, án þess að tekjur komi á móti, býr lögregla og heilsugæsla á þessum stöðum við aukið álag. Greiðslur frá hinu opinbera miðast nefnilega við skráða íbúa á svæðinu með lögheimili sín þar. Dæmin hafa sýnt að álag á þessar stofnanir hefur verið svo mikið að það bitnar á almennum íbúum og þeim sem treysta verða á þjónustuna. Erfitt er að fá samband við lækna eða lögreglu sem endalaust glíma við fjárskort og niðurskurð frá ríkinu. Ekki ætla ég að fara í smáatriðum út í efnistök Ellenar í grein hennar þar sem hún virðist hafa kosið að snúa orðum mínum svo illilega á haus. Eitt sagði hún þó sem mér fannst verulega umhugsunarvert: „Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta,“ sagði hún. Þetta er ekki góð latína hjá Ellen, að skrifa harðorða skammargrein vegna skrifa einhvers í allt öðrum fjölmiðli, snúa svo orðum viðkomandi á haus, og frábiðja sér loks að sá hinn sami geti svarað fyrir sig! Ellen Ingvadóttir er örugglega góður og gegn eigandi sumarhúss í Borgarbyggð og býð ég hana sem og alla aðra eigendur sumarhúsa í mínu heimahéraði velkomna hér eftir sem hingað til. Hins vegar þegar og ef að því kemur að Ellen Ingvadóttir hættir skjalaþýðingum og löggiltri dómtúlkun og flytur í fallega heilsárshúsið sitt á bökkum Langár, þá þarf hún bara að muna að færa lögheimilið sitt þangað. Um það snerust skrif mín og ekkert annað.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar