Ríkið misskilur sig 16. september 2011 06:00 Nýlega varð konu það á að segja í yfirheyrslum að hún hefði misskilið sjálfa sig. Þetta orðalag vakti kátínu í netheimum og meðal áhugaheimspekinga. Á heimspekikaffihúsi var varpað fram spurningunni „er hægt að misskilja sjálfan sig?“. Eins og svo oft áður var niðurstaðan sú að svarið væri ansi háð því hvað átt væri við. Kannski má misskilja eða skorta fulla vitneskju um hvað maður átti við í fortíðinni. Þá væri hugsanlegt að misskilningur komi upp á milli mismunandi hluta sjálfsins, eða skilning skorti á eigin eiginleikum. Ef ómeðvitað er lokað fyrir upplýsingar eða þær síaðar gæti það leitt til misskilnings. Er hægt að bera persónu saman við ríkið? Við viljum helst að ríkisvaldið, Alþingi, embættismannakerfið og ráðuneytin séu samkvæm sjálfum sér og hvert öðru í orði og gerðum. Helst eiga þau ekki að vinna gegn yfirlýstum markmiðum sínum. En ríkið misskilur sjálft sig. Ríkið misskilur hjólreiðar Á sviði grænna og heilbrigðra samgangna er töluvert um að yfirvöld misskilji sig sjálf. Bæði ríki og sveitarfélög koma með flottar yfirlýsingar um auknar hjólreiðar og almenningssamgöngur, en nefna reyndar furðu sjaldan göngu sem samgöngumáta þó nærri 100% landsmanna gangi daglega styttri eða lengri leiðir. En hér skal sjónum samt beint að hjólreiðum. Á sviði hjólreiða misskilur ríkið sig og sama gildir um sveitarfélögin. Rétt eins og með einstaklinga má leiða líkum að því að skortur á vitneskju um eigin eiginleika, og ágæti eigin aðgerða, sé hluti af skýringunni. Þegar misskilningurinn á eðli hjólreiða er á nokkrum sviðum, eykst ósamræmið. Hjólreiðar eru samgöngumáti sem er í miklum vexti víða um heim. New York, Sevilla, London, Dublin og stórborgir í Kína gera til dæmis mikið fyrir hjólreiðar þessa dagana. Íslensk yfirvöld virðast ekki hafa fylgst með þessari þróun. Fjálglega er talað um grænar samgöngur, að draga úr innflutningi á orkugjöfum, að bæta lýðheilsu, bæta borgarbraginn, vinna gegn umferðarteppum, mengun, umferðarslysum, draga úr sóun, hagræða í útgjöldum hins opinbera, fyrirtækja og heimila. Auknar hjólreiðar eru hluti af lausninni en yfirvöld virðast nánast ekki fatta tenginguna. Yfirvöld draga lappirnar eða eru lygilega svifasein varðandi alvöru átak í að auka hjólreiðar. Yfirvöld virðast ekki trúa rökum og ábendingum um lausnir eða loka eyrunum fyrir þeim og sía út það sem snýr að mögulegum breytingum á ferðamáta. Sveitarfélög, ráðuneyti og embættismenn eru jafnvel að setja og leggja til reglur sem draga úr aðgengi til hjólreiða. Þau misskilja sjálf sig og eigin stefnu og auka misrétti milli hjólreiða og annars samgöngumáta í stað þess að auka jafnræði. Í stað þess að fagna auknum hjólreiðum og styðja við þær með betri aðbúnaði eru Vegagerðin og sveitarfélögin enn að sniglast áfram með að nota fyrstu ríkisfjárveitingarnar til uppbyggingar fyrir hjólreiðar sem löggjafinn veitti loks fyrir um fjórum árum. Innlendar og erlendar opinberar skýrslur sýna að fjárfestingar í hjólreiðum skili sér margfalt til baka og skili hagnaði nokkuð hratt, ólíkt orkuskiptum í samgöngum þar sem mörg óvissuatriði eru til staðar. Samt er eins og trúin á hjólreiðar sé ekki næg til að réttlæta einu sinni jafnræði til handa notendum reiðhjóla. Menn stefna að því að niðurgreiða „grænni“ bíla, veita áfram skattfrjálsa ökutækjastyrki og niðurgreiða bílastæði, en vilja á sama tíma ekki undanskilja reiðhjól, reiðhjólaviðgerðir eða samgöngustyrki, sem hvetja fólk til að nota annan fararmáta en einkabílinn, frá neinum sköttum. Ekki er heldur hvatt til aukinna hjólreiða í gegnum skattakerfið eins og tíðkast t.d. í Bretlandi. Opnar hjólaráðstefna samskiptin upp á gátt? Að sjálfsögðu eru líka mörg jákvæð teikn í loftinu, og nokkur skref stigin í rétta átt, líka hjá hinu opinbera. Í ár markast upphaf Samgönguviku 16. september af heilsdags ráðstefnu um samgönguhjólreiðar. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“. Innanríkisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa boðað komu sína í pontu ásamt fleira góðu fólki. Ráðstefnan er frekar hógvær í sniðum en samt meðal þeirra metnaðarfyllstu um hjólreiðar á Íslandi hingað til. Þrír erlendir fyrirlesarar mæta, þar af tveir sem eru tengdir hjólasendiráðum Hollands og Danmerkur. Föstudaginn 16. september gefst tækifæri til að hefja vegferð til hugarfars þar sem hjólreiðar eru metnar að verðleikum sem mjög svo raunhæfur og hagkvæmur hluti af lausninni við mörgum af helstu vandamálunum sem samfélagið glímir við í dag. Lausn sem um leið veitir gleði og skapar nánd og manneskjulegra samfélag. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er á vef Landssamtaka hjólreiðamanna; LHM.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega varð konu það á að segja í yfirheyrslum að hún hefði misskilið sjálfa sig. Þetta orðalag vakti kátínu í netheimum og meðal áhugaheimspekinga. Á heimspekikaffihúsi var varpað fram spurningunni „er hægt að misskilja sjálfan sig?“. Eins og svo oft áður var niðurstaðan sú að svarið væri ansi háð því hvað átt væri við. Kannski má misskilja eða skorta fulla vitneskju um hvað maður átti við í fortíðinni. Þá væri hugsanlegt að misskilningur komi upp á milli mismunandi hluta sjálfsins, eða skilning skorti á eigin eiginleikum. Ef ómeðvitað er lokað fyrir upplýsingar eða þær síaðar gæti það leitt til misskilnings. Er hægt að bera persónu saman við ríkið? Við viljum helst að ríkisvaldið, Alþingi, embættismannakerfið og ráðuneytin séu samkvæm sjálfum sér og hvert öðru í orði og gerðum. Helst eiga þau ekki að vinna gegn yfirlýstum markmiðum sínum. En ríkið misskilur sjálft sig. Ríkið misskilur hjólreiðar Á sviði grænna og heilbrigðra samgangna er töluvert um að yfirvöld misskilji sig sjálf. Bæði ríki og sveitarfélög koma með flottar yfirlýsingar um auknar hjólreiðar og almenningssamgöngur, en nefna reyndar furðu sjaldan göngu sem samgöngumáta þó nærri 100% landsmanna gangi daglega styttri eða lengri leiðir. En hér skal sjónum samt beint að hjólreiðum. Á sviði hjólreiða misskilur ríkið sig og sama gildir um sveitarfélögin. Rétt eins og með einstaklinga má leiða líkum að því að skortur á vitneskju um eigin eiginleika, og ágæti eigin aðgerða, sé hluti af skýringunni. Þegar misskilningurinn á eðli hjólreiða er á nokkrum sviðum, eykst ósamræmið. Hjólreiðar eru samgöngumáti sem er í miklum vexti víða um heim. New York, Sevilla, London, Dublin og stórborgir í Kína gera til dæmis mikið fyrir hjólreiðar þessa dagana. Íslensk yfirvöld virðast ekki hafa fylgst með þessari þróun. Fjálglega er talað um grænar samgöngur, að draga úr innflutningi á orkugjöfum, að bæta lýðheilsu, bæta borgarbraginn, vinna gegn umferðarteppum, mengun, umferðarslysum, draga úr sóun, hagræða í útgjöldum hins opinbera, fyrirtækja og heimila. Auknar hjólreiðar eru hluti af lausninni en yfirvöld virðast nánast ekki fatta tenginguna. Yfirvöld draga lappirnar eða eru lygilega svifasein varðandi alvöru átak í að auka hjólreiðar. Yfirvöld virðast ekki trúa rökum og ábendingum um lausnir eða loka eyrunum fyrir þeim og sía út það sem snýr að mögulegum breytingum á ferðamáta. Sveitarfélög, ráðuneyti og embættismenn eru jafnvel að setja og leggja til reglur sem draga úr aðgengi til hjólreiða. Þau misskilja sjálf sig og eigin stefnu og auka misrétti milli hjólreiða og annars samgöngumáta í stað þess að auka jafnræði. Í stað þess að fagna auknum hjólreiðum og styðja við þær með betri aðbúnaði eru Vegagerðin og sveitarfélögin enn að sniglast áfram með að nota fyrstu ríkisfjárveitingarnar til uppbyggingar fyrir hjólreiðar sem löggjafinn veitti loks fyrir um fjórum árum. Innlendar og erlendar opinberar skýrslur sýna að fjárfestingar í hjólreiðum skili sér margfalt til baka og skili hagnaði nokkuð hratt, ólíkt orkuskiptum í samgöngum þar sem mörg óvissuatriði eru til staðar. Samt er eins og trúin á hjólreiðar sé ekki næg til að réttlæta einu sinni jafnræði til handa notendum reiðhjóla. Menn stefna að því að niðurgreiða „grænni“ bíla, veita áfram skattfrjálsa ökutækjastyrki og niðurgreiða bílastæði, en vilja á sama tíma ekki undanskilja reiðhjól, reiðhjólaviðgerðir eða samgöngustyrki, sem hvetja fólk til að nota annan fararmáta en einkabílinn, frá neinum sköttum. Ekki er heldur hvatt til aukinna hjólreiða í gegnum skattakerfið eins og tíðkast t.d. í Bretlandi. Opnar hjólaráðstefna samskiptin upp á gátt? Að sjálfsögðu eru líka mörg jákvæð teikn í loftinu, og nokkur skref stigin í rétta átt, líka hjá hinu opinbera. Í ár markast upphaf Samgönguviku 16. september af heilsdags ráðstefnu um samgönguhjólreiðar. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“. Innanríkisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa boðað komu sína í pontu ásamt fleira góðu fólki. Ráðstefnan er frekar hógvær í sniðum en samt meðal þeirra metnaðarfyllstu um hjólreiðar á Íslandi hingað til. Þrír erlendir fyrirlesarar mæta, þar af tveir sem eru tengdir hjólasendiráðum Hollands og Danmerkur. Föstudaginn 16. september gefst tækifæri til að hefja vegferð til hugarfars þar sem hjólreiðar eru metnar að verðleikum sem mjög svo raunhæfur og hagkvæmur hluti af lausninni við mörgum af helstu vandamálunum sem samfélagið glímir við í dag. Lausn sem um leið veitir gleði og skapar nánd og manneskjulegra samfélag. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er á vef Landssamtaka hjólreiðamanna; LHM.is
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun