Eistneski kúrinn Össur Skarphéðinsson skrifar 3. september 2011 06:00 Eistar telja að aðildin að ESB árið 2004 hafi skipt sköpum um hve vel gengur í landinu. Þrátt fyrir óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum héldu þeir ótrauðir sínu striki og tóku upp evruna um síðustu áramót. Hagvöxtur í kjölfar aðildar, og síðan evrunnar, er með því besta sem þekkist í Evrópu. „Breytingarnar í Eistlandi á síðustu 20 árum eru nánast kraftaverk“ sagði Carl Bildt, hinn annars orðvari utanríkisráðherra Svíþjóðar, í pallborðsumræðum sem við tókum þátt í fyrir skemmstu í Tallinn. Niðurstaða Eistanna sjálfra var að Evrópusambandið hefði ráðið úrslitum um efnahagslega endurreisn landsins. Eftir upptöku evrunnar nam hagvöxtur 8% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Útflutningur jókst í maí um 53% milli ára (maí til maí) og atvinnuleysi er á niðurleið eftir dýfuna 2008. Erlendar fjárfestingar hafa streymt inn í landið og nema nú 80% af landsframleiðslu. Skuldir Eistlands eru þær lægstu í Evrópu og eru aðeins 6% af VLF. Ungt fólk sem áður sá framtíð sína utan Eistlands festir nú rætur heima fyrir. Skapandi greinar og listir eru á fleygiferð samhliða iðnaði og öðrum hefðbundnum atvinnugreinum. Alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Skype hafa flutt höfuðstöðvar sínar til Tallinn – og þau eru ekki á förum. Eistlandi hefur tekist að byggja upp þróttmikið, fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf. Eistar eru stoltir af sínu þjóðerni og þeir eru stoltir af því að tilheyra Evrópu. Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, Eistland er lítil þjóð eins og við Íslendingar. Þeir, eins og svo margir aðrir, lentu vissulega í efnahagshremmingum árið 2008. En eistneska leiðin – aðild að ESB og upptaka evrunnar ásamt sterkri áherslu þeirra í samvinnu við Evrópusambandið á nýsköpun, fjárfestingar og fjölbreytt atvinnulíf sýnir að það er hægt að ná miklum árangri með réttri stefnu. Þetta er eistneski kúrinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eistar telja að aðildin að ESB árið 2004 hafi skipt sköpum um hve vel gengur í landinu. Þrátt fyrir óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum héldu þeir ótrauðir sínu striki og tóku upp evruna um síðustu áramót. Hagvöxtur í kjölfar aðildar, og síðan evrunnar, er með því besta sem þekkist í Evrópu. „Breytingarnar í Eistlandi á síðustu 20 árum eru nánast kraftaverk“ sagði Carl Bildt, hinn annars orðvari utanríkisráðherra Svíþjóðar, í pallborðsumræðum sem við tókum þátt í fyrir skemmstu í Tallinn. Niðurstaða Eistanna sjálfra var að Evrópusambandið hefði ráðið úrslitum um efnahagslega endurreisn landsins. Eftir upptöku evrunnar nam hagvöxtur 8% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Útflutningur jókst í maí um 53% milli ára (maí til maí) og atvinnuleysi er á niðurleið eftir dýfuna 2008. Erlendar fjárfestingar hafa streymt inn í landið og nema nú 80% af landsframleiðslu. Skuldir Eistlands eru þær lægstu í Evrópu og eru aðeins 6% af VLF. Ungt fólk sem áður sá framtíð sína utan Eistlands festir nú rætur heima fyrir. Skapandi greinar og listir eru á fleygiferð samhliða iðnaði og öðrum hefðbundnum atvinnugreinum. Alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Skype hafa flutt höfuðstöðvar sínar til Tallinn – og þau eru ekki á förum. Eistlandi hefur tekist að byggja upp þróttmikið, fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf. Eistar eru stoltir af sínu þjóðerni og þeir eru stoltir af því að tilheyra Evrópu. Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, Eistland er lítil þjóð eins og við Íslendingar. Þeir, eins og svo margir aðrir, lentu vissulega í efnahagshremmingum árið 2008. En eistneska leiðin – aðild að ESB og upptaka evrunnar ásamt sterkri áherslu þeirra í samvinnu við Evrópusambandið á nýsköpun, fjárfestingar og fjölbreytt atvinnulíf sýnir að það er hægt að ná miklum árangri með réttri stefnu. Þetta er eistneski kúrinn.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun