Kvikmyndagerð á krossgötum? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 2. september 2011 06:00 Kvikmyndagerð á Íslandi er að mínu mati afar merkilegt fyrirbæri. Það mat byggi ég á því að hafa fylgst með iðnaðinum úr fjarska en ekki af innihaldsríkri þekkingu á greininni þó svo að ég hafi leikið í „Annir og appelsínur“ 1988. Flóra íslenskra kvikmynda er afar mikil og þjónustu við erlenda framleiðendur er hælt. Það er margt samofið kvikmyndagerð. Nægir þar að nefna gerð auglýsinga, fræðslu og menningarefnis og fleira auk þess sem leiklistin er náskyldur ættingi. Við sjáum gjarnan sama fólkið á sviði og í kvikmyndum en svo stíga fram leikarar og framleiðendur sem sýna okkur hvað hægt er að gera með einni myndavél og leikara. Fyrir nokkru ákvað núverandi ríkisstjórn að skera niður framlög til kvikmyndagerðar þótt sannað væri að kvikmyndagerð býr til mun meiri tekjur en hún fær í styrki. Skrítinn sparnaður þar. Kvikmyndaskólinn er í umræðunni vegna fjárhagsvanda. Fyrir mér er kvikmyndaskólinn álíka mikilvægur og bændaskólar landbúnaðinum og viðskiptaskólar fjármagnsgeiranum. Ef við menntum ekki bændur þá leggst landbúnaðurinn af og gjaldeyrir fyrir tugi milljarða fer úr landi til að flytja inn mat. Ef við menntum ekki kvikmyndagerðarmenn þá er hætta á að greinin dragist saman og við verðum af mikilvægum gjaldeyri. Kvikmyndagerð er iðnaður, list, inn- og útflutningsgrein. Við getum ekki verið svo blönk og skammsýn að láta kvikmyndagerðina svelta og drabbast niður. Það má vel vera að rekstur kvikmyndaskólans hafi verið erfiður og þar þurfi að laga til. Það réttlætir hins vegar ekki að námið sé látið reka á reiðanum. Auðvitað á ríkisstjórnin að grípa inn í og sjá til þess að skólastarfið haldi áfram meðan framtíðarlausn er fundin. Það var haustið 2006 sem þáverandi ráðherrar menntamála og fjármála og fulltrúar kvikmyndagerðarmanna undirrituðu samkomulag um stuðning við innlenda kvikmyndagerð. Átti samkomulagið að ná til fjögurra ára, 2007–2010. Samkomulagið markaði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar þar sem búið var að tryggja fjármagn fram í tímann. Samkvæmt samkomulaginu var gert ráð fyrir að fjárframlag ríkisins yrði 700 millj. kr. árið 2010 en í fjárlögum ársins var framlagið skorið niður í 450 millj. kr., eða um 35%. Á fjárlögum ársins 2011 er fjárframlag ríkisins einnig 450 millj. kr. Fljótlega munu fjárlög ársins 2012 líta dagsins ljós og þá verður forvitnilegt að sjá hvort ríkisstjórnin hefur breytt um stefnu gagnvart kvikmyndagerðinni. Ég vona að kvikmyndagerðarmenn verði kallaðir til fundar og samkomulagið frá 2006 endurnýjað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Kvikmyndagerð á Íslandi er að mínu mati afar merkilegt fyrirbæri. Það mat byggi ég á því að hafa fylgst með iðnaðinum úr fjarska en ekki af innihaldsríkri þekkingu á greininni þó svo að ég hafi leikið í „Annir og appelsínur“ 1988. Flóra íslenskra kvikmynda er afar mikil og þjónustu við erlenda framleiðendur er hælt. Það er margt samofið kvikmyndagerð. Nægir þar að nefna gerð auglýsinga, fræðslu og menningarefnis og fleira auk þess sem leiklistin er náskyldur ættingi. Við sjáum gjarnan sama fólkið á sviði og í kvikmyndum en svo stíga fram leikarar og framleiðendur sem sýna okkur hvað hægt er að gera með einni myndavél og leikara. Fyrir nokkru ákvað núverandi ríkisstjórn að skera niður framlög til kvikmyndagerðar þótt sannað væri að kvikmyndagerð býr til mun meiri tekjur en hún fær í styrki. Skrítinn sparnaður þar. Kvikmyndaskólinn er í umræðunni vegna fjárhagsvanda. Fyrir mér er kvikmyndaskólinn álíka mikilvægur og bændaskólar landbúnaðinum og viðskiptaskólar fjármagnsgeiranum. Ef við menntum ekki bændur þá leggst landbúnaðurinn af og gjaldeyrir fyrir tugi milljarða fer úr landi til að flytja inn mat. Ef við menntum ekki kvikmyndagerðarmenn þá er hætta á að greinin dragist saman og við verðum af mikilvægum gjaldeyri. Kvikmyndagerð er iðnaður, list, inn- og útflutningsgrein. Við getum ekki verið svo blönk og skammsýn að láta kvikmyndagerðina svelta og drabbast niður. Það má vel vera að rekstur kvikmyndaskólans hafi verið erfiður og þar þurfi að laga til. Það réttlætir hins vegar ekki að námið sé látið reka á reiðanum. Auðvitað á ríkisstjórnin að grípa inn í og sjá til þess að skólastarfið haldi áfram meðan framtíðarlausn er fundin. Það var haustið 2006 sem þáverandi ráðherrar menntamála og fjármála og fulltrúar kvikmyndagerðarmanna undirrituðu samkomulag um stuðning við innlenda kvikmyndagerð. Átti samkomulagið að ná til fjögurra ára, 2007–2010. Samkomulagið markaði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar þar sem búið var að tryggja fjármagn fram í tímann. Samkvæmt samkomulaginu var gert ráð fyrir að fjárframlag ríkisins yrði 700 millj. kr. árið 2010 en í fjárlögum ársins var framlagið skorið niður í 450 millj. kr., eða um 35%. Á fjárlögum ársins 2011 er fjárframlag ríkisins einnig 450 millj. kr. Fljótlega munu fjárlög ársins 2012 líta dagsins ljós og þá verður forvitnilegt að sjá hvort ríkisstjórnin hefur breytt um stefnu gagnvart kvikmyndagerðinni. Ég vona að kvikmyndagerðarmenn verði kallaðir til fundar og samkomulagið frá 2006 endurnýjað.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar