Mikill áhugi á að fræðast um eldgosið Brjánn Jónasson skrifar 31. ágúst 2011 03:15 Ferðamenn geta horft á heimildarmynd um gosið í Eyjafjallajökli í gestastofunni, og sumir verða fyrir miklum áhrifum af henni segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Mynd/Ólafur Eggertsson Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. Áhuginn á gosstofunni kemur Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, ekki á óvart. „Við vorum farin að skynja mikinn áhuga á því að fræðast um gosið og afleiðingar þess, sérstaklega hér þar sem gosið hafði mikil áhrif,“ segir Ólafur. „En þetta hefur gengið framar vonum og við erum mjög þakklát fyrir það.“ Hann segir ferðamennina ánægða með að heimamenn sem upplifðu áhrif gossins á eigin skinni segi frá þeirra upplifun. Guðný A. Valberg, eiginkona Ólafs, hefur ásamt dætrum þeirra borið hitann og þungann af rekstri gestastofunnar, en Ólafur hefur einnig lýst upplifun sinni af gosinu fyrir ferðamönnum þegar vel stendur á.Jörðin á bænum Þorvaldseyri var þakin ösku eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Ferðamenn sem skoða gestastofu við bæinn geta tekið með sér ösku til minningar um heimsóknina.Vísir/PjeturÍ gestastofunni má finna myndir og aðrar minjar úr gosinu, auk þess sem 20 mínútna heimildarmynd Sveins M. Sveinssonar um gosið er sýnd í bíósal með 60 sætum. „Myndin er mjög vinsæl, margir kaupa hana og taka með sér heim,“ segir Ólafur. „Við skynjum það oft að fólk verður fyrir miklum áhrifum við að sjá hana, sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við komumst í gegnum þetta.“ Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja gestastofuna heim, en Íslendingar sýna henni einnig talsverðan áhuga, segir Ólafur. Stofan verður opin út september, og jafnvel eitthvað í október ef aðsókn verður nægilega mikil. Þá verður hægt að opna sérstaklega fyrir hópa. Gestastofan verður svo opnuð aftur næsta sumar. Ólafur segir gestastofuna ágæta aukabúgrein. „Þetta er töluverð búbót, en við leggjum líka mikið á okkur til að halda þessu gangandi. En þetta var augljóslega gott tækifæri og engin ástæða til að láta það fram hjá sér fara. Auðvitað kostaði talsvert mikið að koma þessu í gang, en það hefur verið þess virði.“Ólafur Eggertsson Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. Áhuginn á gosstofunni kemur Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, ekki á óvart. „Við vorum farin að skynja mikinn áhuga á því að fræðast um gosið og afleiðingar þess, sérstaklega hér þar sem gosið hafði mikil áhrif,“ segir Ólafur. „En þetta hefur gengið framar vonum og við erum mjög þakklát fyrir það.“ Hann segir ferðamennina ánægða með að heimamenn sem upplifðu áhrif gossins á eigin skinni segi frá þeirra upplifun. Guðný A. Valberg, eiginkona Ólafs, hefur ásamt dætrum þeirra borið hitann og þungann af rekstri gestastofunnar, en Ólafur hefur einnig lýst upplifun sinni af gosinu fyrir ferðamönnum þegar vel stendur á.Jörðin á bænum Þorvaldseyri var þakin ösku eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Ferðamenn sem skoða gestastofu við bæinn geta tekið með sér ösku til minningar um heimsóknina.Vísir/PjeturÍ gestastofunni má finna myndir og aðrar minjar úr gosinu, auk þess sem 20 mínútna heimildarmynd Sveins M. Sveinssonar um gosið er sýnd í bíósal með 60 sætum. „Myndin er mjög vinsæl, margir kaupa hana og taka með sér heim,“ segir Ólafur. „Við skynjum það oft að fólk verður fyrir miklum áhrifum við að sjá hana, sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við komumst í gegnum þetta.“ Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja gestastofuna heim, en Íslendingar sýna henni einnig talsverðan áhuga, segir Ólafur. Stofan verður opin út september, og jafnvel eitthvað í október ef aðsókn verður nægilega mikil. Þá verður hægt að opna sérstaklega fyrir hópa. Gestastofan verður svo opnuð aftur næsta sumar. Ólafur segir gestastofuna ágæta aukabúgrein. „Þetta er töluverð búbót, en við leggjum líka mikið á okkur til að halda þessu gangandi. En þetta var augljóslega gott tækifæri og engin ástæða til að láta það fram hjá sér fara. Auðvitað kostaði talsvert mikið að koma þessu í gang, en það hefur verið þess virði.“Ólafur Eggertsson
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira