Sátt fær ekki að standa Þorsteinn Pálsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Fram undan eru miklar umræður um rammaáætlun um verndun og nýtingu orkulindanna sem unnið hefur verið að í meir en áratug. Þetta er merk tilraun. Tilgangurinn er að tryggja jafnvægi milli ólíkra sjónarmiða á þessu sviði. Mun það takast? Réttmæt athugasemd Jóns Gunnarssonar alþingismanns um Norðlingaölduveitu nú í vikunni beinir athyglinni að tvíþættu pólitísku álitaefni sem menn standa andspænis. Annað er spurningin um virðingu fyrir pólitískum sáttaniðurstöðum. Hitt er hvort líklegt megi telja að jafnvægi náist þegar undirtökin í landsstjórninni eru í höndum þeirra sem hafa þrengsta sýn á nýtingu. Fyrir nokkrum árum kvað Jón Kristjánsson, þá settur umhverfisráðherra, upp úrskurð um Norðlingaölduveitu sem hélt Þjórsárverum með öllu utan við veituna. Skiljanlegt var að menn áttu þá erfitt með að una þessari ákvörðun út frá nýtingarhagsmunum því að meiri málamiðlunarkostir voru vissulega færir. En róttæk verndun var niðurstaðan. Hún lýsir í reynd afar merkri pólitískri ákvörðun. Nú er þessum mjög svo takmarkaða en um leið hagkvæma nýtingarkosti á Norðlingaöldu ýtt út af borðinu. Sátt fær ekki að standa. Í áætluninni eru nýtingarhagsmunir virkjana í neðri hluta Þjórsá taldir ríkari en verndunarsjónarmiðin. Eigi að síður bendir flest til að VG muni eftir öðrum leiðum bregða fæti fyrir virkjanir á því svæði. Hættan er sú að þeir sem þrengsta sýn hafa á orkunýtingu líti á rammaáætlunina sem áfanga en ekki niðurstöðu. Það getur leitt til sömu afstöðu frá hinni hliðinni. En sé það svo að öfgasjónarmiðin uni aldrei niðurstöðum sem fela í sér málamiðlanir er til lítils unnið. Hvers vegna ráða öfgarnar? Hin hliðin á þessum pólitíska vanda er svarið við spurningunni: Hvers vegna ráða öfgarnar svo miklu sem raun ber vitni að undanförnu? Endurspeglar Alþingi ekki þær meðalhófshugmyndir sem virðast ráðandi úti í samfélaginu? Með hæfilegri einföldun má segja að vandinn felist í þeirri lykilstöðu sem VG er komið í með því að ríkisstjórn verður ekki mynduð án þess. Í byrjun kjörtímabilsins ákvað Samfylkingin að fórna þeim frjálslyndu sjónarmiðum sem hún var stofnuð um til þess að geta hafið samstarf við VG. Það byggðist á málamiðlun um ESB-aðildarumsókn sem ekki var líklegt að þeir tveir flokkar gætu lokið. Nú hafa báðir stjórnarandstöðuflokkarnir sett fram þá úrslitakosti fyrir stjórnarsamvinnu, hvort heldur er fyrir eða eftir kosningar, að aðildarviðræðunum verði tafarlaust slitið. Þetta þýðir að þeir geta bara unnið með VG. Allir flokkarnir þrír sem með einhverjum hætti eiga lönd að miðju stjórnmálanna hafa þannig talið rétt að fórna möguleikum á breiðu samstarfi á þeim málefnavettvangi. Þar liggja þó tækifærin til þess að ná sátt um hófsamleg sjónarmið varðandi nýtingu orkulindanna og hraðari hagvöxt en ella er kostur á. Þetta er í hnotskurn sú málefnakreppa sem stjórnmálin eru föst í. Þegar málamiðlun hefur verið útilokuð á einu sviði leiðir það oft til þess að hún er ekki fær á öðrum sviðum. Veruleg hætta er því á að meirihlutasjónarmið um hófsama nýtingarstefnu verði fyrir borð borin. Á miðju stjórnmálanna og til hægri sýnist vera ríkur stuðningur við hófsama orkunýtingu. Þau sjónarmið gætu þó sem hægast frosið úti vegna pólitísku málefnakreppunnar. Hagvöxtur og velferð Andstaða VG gegn orkunýtingu gengur mun lengra en unnt er að rökstyðja með tilvísun í náttúruvernd. Meginrök flokksins byggjast á staðhæfingum um að engin þörf sé á þeim hagvexti sem aðrir sækjast eftir með hóflegri nýtingu. Í raun snúast deilurnar um þá staðhæfingu. Íhaldssemi varðandi röskun á náttúru landsins er góð og gild. Íhaldssemi er einnig réttmæt þegar kemur að hagvexti. Kjarni málsins er hins vegar sá að hvergi er gengið nærri þessum sjónarmiðum varðandi þau úrlausnarefni sem við blasa til að reisa þjóðarbúskapinn við eftir hrun. Það skýrist best með því að jafnvel forystumenn VG nefna ekki lengur að útflutningstekjur vegna þeirrar verðmætasköpunar sem leitt hefur af Kárahnjúkavirkjun séu til óþurftar. Hefði VG tekist að stöðva þá framkvæmd væru alvarlegir þverbrestir þegar komnir í velferðarkerfið. Vandinn er hins vegar sá að brestirnir eru að byrja að myndast vegna þess að hófsöm nýtingarstefna er þrátt fyrir þessa reynslu nú forboðin. Fyrir þá sök er hagvöxtur ekki nægur til að standa undir velferðarkerfinu til frambúðar. Nú liggur valdið hjá VG; líka ábyrgðin á velferðinni. Án hagvaxtar brestur hún. Þetta er pólitískt baksvið þeirrar umræðu sem nú hefst um rammaáætlunina. Hún verður ekki slitin frá þeim veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Fram undan eru miklar umræður um rammaáætlun um verndun og nýtingu orkulindanna sem unnið hefur verið að í meir en áratug. Þetta er merk tilraun. Tilgangurinn er að tryggja jafnvægi milli ólíkra sjónarmiða á þessu sviði. Mun það takast? Réttmæt athugasemd Jóns Gunnarssonar alþingismanns um Norðlingaölduveitu nú í vikunni beinir athyglinni að tvíþættu pólitísku álitaefni sem menn standa andspænis. Annað er spurningin um virðingu fyrir pólitískum sáttaniðurstöðum. Hitt er hvort líklegt megi telja að jafnvægi náist þegar undirtökin í landsstjórninni eru í höndum þeirra sem hafa þrengsta sýn á nýtingu. Fyrir nokkrum árum kvað Jón Kristjánsson, þá settur umhverfisráðherra, upp úrskurð um Norðlingaölduveitu sem hélt Þjórsárverum með öllu utan við veituna. Skiljanlegt var að menn áttu þá erfitt með að una þessari ákvörðun út frá nýtingarhagsmunum því að meiri málamiðlunarkostir voru vissulega færir. En róttæk verndun var niðurstaðan. Hún lýsir í reynd afar merkri pólitískri ákvörðun. Nú er þessum mjög svo takmarkaða en um leið hagkvæma nýtingarkosti á Norðlingaöldu ýtt út af borðinu. Sátt fær ekki að standa. Í áætluninni eru nýtingarhagsmunir virkjana í neðri hluta Þjórsá taldir ríkari en verndunarsjónarmiðin. Eigi að síður bendir flest til að VG muni eftir öðrum leiðum bregða fæti fyrir virkjanir á því svæði. Hættan er sú að þeir sem þrengsta sýn hafa á orkunýtingu líti á rammaáætlunina sem áfanga en ekki niðurstöðu. Það getur leitt til sömu afstöðu frá hinni hliðinni. En sé það svo að öfgasjónarmiðin uni aldrei niðurstöðum sem fela í sér málamiðlanir er til lítils unnið. Hvers vegna ráða öfgarnar? Hin hliðin á þessum pólitíska vanda er svarið við spurningunni: Hvers vegna ráða öfgarnar svo miklu sem raun ber vitni að undanförnu? Endurspeglar Alþingi ekki þær meðalhófshugmyndir sem virðast ráðandi úti í samfélaginu? Með hæfilegri einföldun má segja að vandinn felist í þeirri lykilstöðu sem VG er komið í með því að ríkisstjórn verður ekki mynduð án þess. Í byrjun kjörtímabilsins ákvað Samfylkingin að fórna þeim frjálslyndu sjónarmiðum sem hún var stofnuð um til þess að geta hafið samstarf við VG. Það byggðist á málamiðlun um ESB-aðildarumsókn sem ekki var líklegt að þeir tveir flokkar gætu lokið. Nú hafa báðir stjórnarandstöðuflokkarnir sett fram þá úrslitakosti fyrir stjórnarsamvinnu, hvort heldur er fyrir eða eftir kosningar, að aðildarviðræðunum verði tafarlaust slitið. Þetta þýðir að þeir geta bara unnið með VG. Allir flokkarnir þrír sem með einhverjum hætti eiga lönd að miðju stjórnmálanna hafa þannig talið rétt að fórna möguleikum á breiðu samstarfi á þeim málefnavettvangi. Þar liggja þó tækifærin til þess að ná sátt um hófsamleg sjónarmið varðandi nýtingu orkulindanna og hraðari hagvöxt en ella er kostur á. Þetta er í hnotskurn sú málefnakreppa sem stjórnmálin eru föst í. Þegar málamiðlun hefur verið útilokuð á einu sviði leiðir það oft til þess að hún er ekki fær á öðrum sviðum. Veruleg hætta er því á að meirihlutasjónarmið um hófsama nýtingarstefnu verði fyrir borð borin. Á miðju stjórnmálanna og til hægri sýnist vera ríkur stuðningur við hófsama orkunýtingu. Þau sjónarmið gætu þó sem hægast frosið úti vegna pólitísku málefnakreppunnar. Hagvöxtur og velferð Andstaða VG gegn orkunýtingu gengur mun lengra en unnt er að rökstyðja með tilvísun í náttúruvernd. Meginrök flokksins byggjast á staðhæfingum um að engin þörf sé á þeim hagvexti sem aðrir sækjast eftir með hóflegri nýtingu. Í raun snúast deilurnar um þá staðhæfingu. Íhaldssemi varðandi röskun á náttúru landsins er góð og gild. Íhaldssemi er einnig réttmæt þegar kemur að hagvexti. Kjarni málsins er hins vegar sá að hvergi er gengið nærri þessum sjónarmiðum varðandi þau úrlausnarefni sem við blasa til að reisa þjóðarbúskapinn við eftir hrun. Það skýrist best með því að jafnvel forystumenn VG nefna ekki lengur að útflutningstekjur vegna þeirrar verðmætasköpunar sem leitt hefur af Kárahnjúkavirkjun séu til óþurftar. Hefði VG tekist að stöðva þá framkvæmd væru alvarlegir þverbrestir þegar komnir í velferðarkerfið. Vandinn er hins vegar sá að brestirnir eru að byrja að myndast vegna þess að hófsöm nýtingarstefna er þrátt fyrir þessa reynslu nú forboðin. Fyrir þá sök er hagvöxtur ekki nægur til að standa undir velferðarkerfinu til frambúðar. Nú liggur valdið hjá VG; líka ábyrgðin á velferðinni. Án hagvaxtar brestur hún. Þetta er pólitískt baksvið þeirrar umræðu sem nú hefst um rammaáætlunina. Hún verður ekki slitin frá þeim veruleika.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun