Rökræðulýðræði mikilvægara en beint lýðræði Björn Einarsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Beint lýðræði og rökræðulýðræði er tvennt ólíkt. Beint lýðræði felur í sér að borgararnir taka pólitískar ákvarðanir án samráðs við stjórnmálamennina og á það við um setningu stjórnarskrár, afsal fullveldis, þjóðaratkvæðagreiðslur og að koma valdhöfum frá þegar þeir hafa misst traust fólksins. Rökræðulýðræði er lýðræðisleg aðferð til að auka þátttöku borgaranna við lagasetningar innan ramma fulltrúalýðræðisins. Í því felst að hin ólíku sjónarmið almennings eru lögð til grundvallar þegar pólitískar ákvarðanir eru teknar og stjórnvöld eru skyldug að réttlæta allar ákvarðanir sínar með því að færa rök fyrir þeim sem almenningur skilur. Lýðræðið í dagNútíma frjálslynt lýðræði byggist á fulltrúalýðræði, þar sem stjórnmálamenn eru fulltrúar borgaranna, þar sem þeim er ætlað að setja sig inn í flóknari pólitísk málefni, leita sér sérfræðiálita, safna sjónarmiðum hagsmunaaðila og taka síðan pólitískar ákvarðanir með hagsmuni almennings að leiðarljósi. En lýðræðið er takmarkað. Flokksræðið er sterkt og leiðir til kappræðu frekar en málaefnalegrar umræðu. Ólýðræðislegt vald sérfræðinga, hagsmunaaðila, fjármálaveldisins og skoðanamyndandi fjölmiðlaveldis eru aðalógnir lýðræðisins. Vægi hins lýðræðislega kjörna Alþingis hefur minnkað, stjórnarhættir eru ofan frá og niður, ógegnsæi er í pólitískum málefnum ríkisins og oftar er tekið meira mið af hagsmunaaðilum en almenningi. Gjá er milli stjórnmálamanna og fólksins. Þetta má glögglega sjá ef skoðaðar eru þær aðferðir sem notaðar eru til þess að taka pólitískar ákvarðanir. Meirihlutaræði, þar sem einfaldur meirihluti ræður, þarf ekki að semja til að koma málum í gegn, né að taka tillit til skoðana minni hlutans og oft er valtað yfir hann. Flokksforysturæðið er sterkt, venjulegir stjórnmálamenn hafa lítið hlutverk, sérfræðingaveldi ræður öllu í raun og borgararnir búa við kjörklefalýðræði þar sem þeir hafa í raun ekkert að segja nema í kjörklefanum á 4 ára fresti. „Samningar um hagsmuni" er dæmigert fyrir tveggja flokka samsteypustjórnir hérlendis, sem fela í sér helmingaskipti á völdum. Pólitísk vandamál eru séð sem hagsmunadeilur sem hægt er að semja um. Stjórnmálin þykja frekar opin og almennir stjórnmálamenn gegna stóru hlutverki í baktjaldamakki og hrossakaupum. Sérfræðingarnir veita lögfræðilega og hagsmunatengda ráðgjöf. Þátttaka almennings truflar samningsmöguleika og andstæðum sjónarmiðum er því breytt í hagsmunatengsl og hafnað. „Samkomulag um gildi" breytir pólitískum vandamálum í deilur um gildi þegar ekki er hægt að semja um hagsmuni. Deilt er um frelsi eða jafnrétti, sjálfstæði eða samvinnu þjóða, virkjanir eða umhverfisvernd o.s.frv. Flokksforingjarnir komast að málamiðlunum frekar en að komast að endanlegum niðurstöðum, að vera sammála um að vera ósammála með óljósa von um hægt verði að semja um þau í framtíðinni. Stjórnmálin eru frekar yfirborðskennd og hlutverk almennra stjórnmálamanna er að taka þátt í pólitísku þrasi, en sérfræðingarnir eru háspekilegir um gildin. Þátttaka borgaranna er ekki vel séð, þar sem hún raskar viðkvæmum málamiðlunum. Þeim sem vilja taka þátt er breytt í valdalitla stjórnmálamenn eða einhverskonar sérfræðinga um gildi til að koma þeim úr raunverulegum vandamálalausnum. RökræðulýðræðiRökræðulýðræðinu er ætlað að auka þátttöku borgaranna og almennra stjórnmálamanna og styrkja þannig Alþingi og fulltrúalýðræðið. Grundvöllur lagasetninga á ekki að vera eingöngu álit sérfræðinga og hagsmunaaðila. Formlegir borgarafundir á vegum Alþingis eiga að vera hluti af löggjafarvaldinu þar sem stjórnmálamenn kynna álitamálin og eiga í samræðum við borgarana. Þá láta borgararnir reyna á skoðanir sínar og síðan þarf skipulega að safna sjónarmiðum þeirra til að leggja til í þann grunn sem pólitískar ákvarðanir Alþingis byggjast á. Gegnsæi í pólitískri stjórnsýslu er megin skilyrðið fyrir því að almenningur geti myndað sér skoðun á þeim á sömu forsendum og stjórnmálamenn. Rökræðan þarf að vera af heilindum og á jafnréttisgrundvelli. Mikilvægi ólíkra skoðana felst í því að þær eru hvati að frekari umræðum sem leiða til betri skilnings og geta leitt til nýrra lausna. Réttlæting pólitískra ákvarðana felur í sér að stjórnvöld verða að skýra með rökum hvers vegna þau tóku einhverja ákvörðun frekar en einhverja aðra og svara gagnrýni borgaranna. Með þessu móti fæst sátt um pólitískar ákvarðanir og lagasetningar og þegjandi samkomulag um að virða þær. Ekki vegna þess að maður sé sammála þeim, heldur vegna þess að þær hafa fengið réttláta málsmeðferð og öll sjónarmið hafa fengið að komast að. Pólitískar ákvarðanir njóta þá friðhelgi, en auðvitað er hægt að endurskoða þær síðar ef forsendurnar hafa breyst. Rökræðulýðræðið er tímafrekara og dýrara, en réttlátara, skynsamlegra og virkara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Beint lýðræði og rökræðulýðræði er tvennt ólíkt. Beint lýðræði felur í sér að borgararnir taka pólitískar ákvarðanir án samráðs við stjórnmálamennina og á það við um setningu stjórnarskrár, afsal fullveldis, þjóðaratkvæðagreiðslur og að koma valdhöfum frá þegar þeir hafa misst traust fólksins. Rökræðulýðræði er lýðræðisleg aðferð til að auka þátttöku borgaranna við lagasetningar innan ramma fulltrúalýðræðisins. Í því felst að hin ólíku sjónarmið almennings eru lögð til grundvallar þegar pólitískar ákvarðanir eru teknar og stjórnvöld eru skyldug að réttlæta allar ákvarðanir sínar með því að færa rök fyrir þeim sem almenningur skilur. Lýðræðið í dagNútíma frjálslynt lýðræði byggist á fulltrúalýðræði, þar sem stjórnmálamenn eru fulltrúar borgaranna, þar sem þeim er ætlað að setja sig inn í flóknari pólitísk málefni, leita sér sérfræðiálita, safna sjónarmiðum hagsmunaaðila og taka síðan pólitískar ákvarðanir með hagsmuni almennings að leiðarljósi. En lýðræðið er takmarkað. Flokksræðið er sterkt og leiðir til kappræðu frekar en málaefnalegrar umræðu. Ólýðræðislegt vald sérfræðinga, hagsmunaaðila, fjármálaveldisins og skoðanamyndandi fjölmiðlaveldis eru aðalógnir lýðræðisins. Vægi hins lýðræðislega kjörna Alþingis hefur minnkað, stjórnarhættir eru ofan frá og niður, ógegnsæi er í pólitískum málefnum ríkisins og oftar er tekið meira mið af hagsmunaaðilum en almenningi. Gjá er milli stjórnmálamanna og fólksins. Þetta má glögglega sjá ef skoðaðar eru þær aðferðir sem notaðar eru til þess að taka pólitískar ákvarðanir. Meirihlutaræði, þar sem einfaldur meirihluti ræður, þarf ekki að semja til að koma málum í gegn, né að taka tillit til skoðana minni hlutans og oft er valtað yfir hann. Flokksforysturæðið er sterkt, venjulegir stjórnmálamenn hafa lítið hlutverk, sérfræðingaveldi ræður öllu í raun og borgararnir búa við kjörklefalýðræði þar sem þeir hafa í raun ekkert að segja nema í kjörklefanum á 4 ára fresti. „Samningar um hagsmuni" er dæmigert fyrir tveggja flokka samsteypustjórnir hérlendis, sem fela í sér helmingaskipti á völdum. Pólitísk vandamál eru séð sem hagsmunadeilur sem hægt er að semja um. Stjórnmálin þykja frekar opin og almennir stjórnmálamenn gegna stóru hlutverki í baktjaldamakki og hrossakaupum. Sérfræðingarnir veita lögfræðilega og hagsmunatengda ráðgjöf. Þátttaka almennings truflar samningsmöguleika og andstæðum sjónarmiðum er því breytt í hagsmunatengsl og hafnað. „Samkomulag um gildi" breytir pólitískum vandamálum í deilur um gildi þegar ekki er hægt að semja um hagsmuni. Deilt er um frelsi eða jafnrétti, sjálfstæði eða samvinnu þjóða, virkjanir eða umhverfisvernd o.s.frv. Flokksforingjarnir komast að málamiðlunum frekar en að komast að endanlegum niðurstöðum, að vera sammála um að vera ósammála með óljósa von um hægt verði að semja um þau í framtíðinni. Stjórnmálin eru frekar yfirborðskennd og hlutverk almennra stjórnmálamanna er að taka þátt í pólitísku þrasi, en sérfræðingarnir eru háspekilegir um gildin. Þátttaka borgaranna er ekki vel séð, þar sem hún raskar viðkvæmum málamiðlunum. Þeim sem vilja taka þátt er breytt í valdalitla stjórnmálamenn eða einhverskonar sérfræðinga um gildi til að koma þeim úr raunverulegum vandamálalausnum. RökræðulýðræðiRökræðulýðræðinu er ætlað að auka þátttöku borgaranna og almennra stjórnmálamanna og styrkja þannig Alþingi og fulltrúalýðræðið. Grundvöllur lagasetninga á ekki að vera eingöngu álit sérfræðinga og hagsmunaaðila. Formlegir borgarafundir á vegum Alþingis eiga að vera hluti af löggjafarvaldinu þar sem stjórnmálamenn kynna álitamálin og eiga í samræðum við borgarana. Þá láta borgararnir reyna á skoðanir sínar og síðan þarf skipulega að safna sjónarmiðum þeirra til að leggja til í þann grunn sem pólitískar ákvarðanir Alþingis byggjast á. Gegnsæi í pólitískri stjórnsýslu er megin skilyrðið fyrir því að almenningur geti myndað sér skoðun á þeim á sömu forsendum og stjórnmálamenn. Rökræðan þarf að vera af heilindum og á jafnréttisgrundvelli. Mikilvægi ólíkra skoðana felst í því að þær eru hvati að frekari umræðum sem leiða til betri skilnings og geta leitt til nýrra lausna. Réttlæting pólitískra ákvarðana felur í sér að stjórnvöld verða að skýra með rökum hvers vegna þau tóku einhverja ákvörðun frekar en einhverja aðra og svara gagnrýni borgaranna. Með þessu móti fæst sátt um pólitískar ákvarðanir og lagasetningar og þegjandi samkomulag um að virða þær. Ekki vegna þess að maður sé sammála þeim, heldur vegna þess að þær hafa fengið réttláta málsmeðferð og öll sjónarmið hafa fengið að komast að. Pólitískar ákvarðanir njóta þá friðhelgi, en auðvitað er hægt að endurskoða þær síðar ef forsendurnar hafa breyst. Rökræðulýðræðið er tímafrekara og dýrara, en réttlátara, skynsamlegra og virkara.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun