Ruglingsleg umræða Kristján Jóhannsson skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Það verður erfitt að koma Evrópuumræðunni á Íslandi á vitrænt plan. Krónan er hrunin með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Það er búið að sýna sig á áratuga notkun á krónunni. Hún hefur fallið um mörg þúsund prósent gagnvart þeirri dönsku á þeim árum sem hún hefur verið í notkun. Fyrir 80 árum var ein dönsk króna jafnvirði einnar íslenskrar krónu en nú er ein dönsk króna jafnvirði 2.500 íslenskra króna (þ.e. þeirrar gömlu). Krónan á líklega eftir að hrynja enn þá meira í framtíðinni og þá þurfum við að fara að fækka núllunum aftur eins og við gerðum árið 1980. Við erum með verðtryggingu og hún virkar vel fyrir fjármagnseigendur en er skelfileg fyrir lántakendur í landi þar sem ráðamönnum gengur illa að hafa stjórn á efnahagsmálum. Í óðaverðbólgu og hruni er stórhættulegt, ef ekki glæpsamlegt, að hafa verðtryggingu sem þekkist varla í evruríkjunum. Líklega myndi Mannréttindadómstóll Evrópu banna svona gjörning. Við erum með of hátt matarverð og alltof háa vexti og launin eru lægri en í flestum þeim Evrópulöndum sem við berum okkur saman við. Við erum í átthagafjötrum og ferðakostnaður til útlanda hefur tvöfaldast frá því fyrir hrun. Það er ekki nema lítill hluti þjóðarinnar sem hefur efni á að ferðast til útlanda. Og við næsta hrun krónunnar hafa enn færri Íslendingar efni á að ferðast. Benda má á að íbúð í Kaupmannahöfn sem var metin á 40 milljónir íslenskar fyrir hrun kostar eftir hrun 80 milljónir íslenskra króna. Er það þetta sem við viljum? Þeir menn sem vilja slíta viðræðunum við ESB og ekki leyfa þjóðinni að kjósa um aðild ættu þá að vera sjálfum sér samkvæmir og leggja það til að við segðum okkur líka úr NATO. Þá getum við lokað landinu endanlega og sagt með rembingi „Ísland er aðeins fyrir Íslendinga“. Við viljum ekkert með útlendinga og útlönd hafa. Hvorki evran, dollarinn né kínverski juaninn eru á förum. Leyfið okkur að kjósa um ESB! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það verður erfitt að koma Evrópuumræðunni á Íslandi á vitrænt plan. Krónan er hrunin með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Það er búið að sýna sig á áratuga notkun á krónunni. Hún hefur fallið um mörg þúsund prósent gagnvart þeirri dönsku á þeim árum sem hún hefur verið í notkun. Fyrir 80 árum var ein dönsk króna jafnvirði einnar íslenskrar krónu en nú er ein dönsk króna jafnvirði 2.500 íslenskra króna (þ.e. þeirrar gömlu). Krónan á líklega eftir að hrynja enn þá meira í framtíðinni og þá þurfum við að fara að fækka núllunum aftur eins og við gerðum árið 1980. Við erum með verðtryggingu og hún virkar vel fyrir fjármagnseigendur en er skelfileg fyrir lántakendur í landi þar sem ráðamönnum gengur illa að hafa stjórn á efnahagsmálum. Í óðaverðbólgu og hruni er stórhættulegt, ef ekki glæpsamlegt, að hafa verðtryggingu sem þekkist varla í evruríkjunum. Líklega myndi Mannréttindadómstóll Evrópu banna svona gjörning. Við erum með of hátt matarverð og alltof háa vexti og launin eru lægri en í flestum þeim Evrópulöndum sem við berum okkur saman við. Við erum í átthagafjötrum og ferðakostnaður til útlanda hefur tvöfaldast frá því fyrir hrun. Það er ekki nema lítill hluti þjóðarinnar sem hefur efni á að ferðast til útlanda. Og við næsta hrun krónunnar hafa enn færri Íslendingar efni á að ferðast. Benda má á að íbúð í Kaupmannahöfn sem var metin á 40 milljónir íslenskar fyrir hrun kostar eftir hrun 80 milljónir íslenskra króna. Er það þetta sem við viljum? Þeir menn sem vilja slíta viðræðunum við ESB og ekki leyfa þjóðinni að kjósa um aðild ættu þá að vera sjálfum sér samkvæmir og leggja það til að við segðum okkur líka úr NATO. Þá getum við lokað landinu endanlega og sagt með rembingi „Ísland er aðeins fyrir Íslendinga“. Við viljum ekkert með útlendinga og útlönd hafa. Hvorki evran, dollarinn né kínverski juaninn eru á förum. Leyfið okkur að kjósa um ESB!
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun