Til hamingju Páll Stefánsson skrifar 24. ágúst 2011 06:00 Það var ánægjulegt að sjá 75.000 þúsund manns hlusta á sex tíma tónleika á hól í miðborg Tallinn á laugardagskvöldið. Og ekki vín á nokkrum manni. Tónleika sem enduðu á lagi Sinéad O"Connor, Nothing Compares 2 U, sem varð eins konar einkennislag sjálfsstæðisbaráttu Eista sem lauk með fullu sjálfstæði þeirra fyrir tuttugu árum. Á miðnætti, eftir tóna írsku söngkonunnar, steig forseti Íslands á svið, og setti sérstakan Íslendingadag, til heiðurs þeirri þjóð sem gekk fyrst fram og viðurkenndi sjálfstæði Eistlands. Það voru stórkostlegar móttökur, sem íslensku listamennirnir fengu síðan daginn eftir. Tónlist, hönnun, ljósmyndir, matur, alls staðar var fullt út úr dyrum, í dagskrá sem var öllum sem komu að skipulagningunni til mikils sóma. Og maður fann vel fyrir gríðarlegum velvilja til okkar Íslendinga frá Eistum, Þjóð sem hefur verið frjáls í aðeins tuttugu ár, en það er met, því nú hefur sjálfstæðið enst ári lengur en fyrra frelsið, sem varði einungis í nítján ár, frá 1920 til 1939. Og fullveldið, sjálfstæðið er þeim ALLT. Þess vegna skildu þeir ekki spurningu mína um hvort vera þeirra í Evrópusambandinu skerði ekki þeirra nýfundna frelsi. „Nei, veran í Evrópusambandinu er trygging fyrir því að við erum þjóð meðal þjóða. Það er hlustað á okkur, og við erum hluti af ákvarðanatöku og regluverki þjóða Evrópu.“ Það eru bara rúmir sjö mánuðir síðan þeir tóku upp evru. Sem hefur strax skilað sér í 18% aukningu á erlendum fjárfestingum í landinu. „Nú erum við loksins með alvöru gjaldmiðil, sem býr til festu fyrir heimilin, ríkið og fyrirtækin í landinu.“ Til hamingju með sjálfstæðið kæru Eistar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að sjá 75.000 þúsund manns hlusta á sex tíma tónleika á hól í miðborg Tallinn á laugardagskvöldið. Og ekki vín á nokkrum manni. Tónleika sem enduðu á lagi Sinéad O"Connor, Nothing Compares 2 U, sem varð eins konar einkennislag sjálfsstæðisbaráttu Eista sem lauk með fullu sjálfstæði þeirra fyrir tuttugu árum. Á miðnætti, eftir tóna írsku söngkonunnar, steig forseti Íslands á svið, og setti sérstakan Íslendingadag, til heiðurs þeirri þjóð sem gekk fyrst fram og viðurkenndi sjálfstæði Eistlands. Það voru stórkostlegar móttökur, sem íslensku listamennirnir fengu síðan daginn eftir. Tónlist, hönnun, ljósmyndir, matur, alls staðar var fullt út úr dyrum, í dagskrá sem var öllum sem komu að skipulagningunni til mikils sóma. Og maður fann vel fyrir gríðarlegum velvilja til okkar Íslendinga frá Eistum, Þjóð sem hefur verið frjáls í aðeins tuttugu ár, en það er met, því nú hefur sjálfstæðið enst ári lengur en fyrra frelsið, sem varði einungis í nítján ár, frá 1920 til 1939. Og fullveldið, sjálfstæðið er þeim ALLT. Þess vegna skildu þeir ekki spurningu mína um hvort vera þeirra í Evrópusambandinu skerði ekki þeirra nýfundna frelsi. „Nei, veran í Evrópusambandinu er trygging fyrir því að við erum þjóð meðal þjóða. Það er hlustað á okkur, og við erum hluti af ákvarðanatöku og regluverki þjóða Evrópu.“ Það eru bara rúmir sjö mánuðir síðan þeir tóku upp evru. Sem hefur strax skilað sér í 18% aukningu á erlendum fjárfestingum í landinu. „Nú erum við loksins með alvöru gjaldmiðil, sem býr til festu fyrir heimilin, ríkið og fyrirtækin í landinu.“ Til hamingju með sjálfstæðið kæru Eistar!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun