Nú er nóg komið! Kristín Elfa Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2011 06:00 Andlægum og linnulausum árásum á grunnskólann verður að linna – strax. Í skólabyrjun ár hvert draga fjölmiðlar upp úr pússi sínu fólk sem fannst leiðinlegt í grunnskóla eða telur sig hafa óskorað kennivald til umsagna um starfið sem þar fer fram án þess að hafa nokkurn tíma kennt á þessu skólastigi. Hvað er að okkur? Ég er bálreið. Ég þekki vel til fjölda grunnskólakennara og þeirra starfa. Þetta er með fáum undantekningum fólk sem lætur sér annt um nemendur sína og vinnur vinnuna sína eins vel og það getur. Það vinnur langan vinnudag á vinnustað sem er flókinn og margslunginn og býður í sífellu upp á ný, óvænt og krefjandi verkefni sem þarf oft heilmikla mannúð, umhugsun og nærgætni til að leysa. Þetta er jafnframt vinnustaður þar sem fólk útvegar oft og tíðum sín eigin vinnutæki af því að engir peningar eru til fyrir pennum, glósubókum, námsbókum og tölvum. Og viti menn – meirihluta nemenda finnst bara alveg ágætlega gaman í grunnskóla og líður frekar vel. Þetta sýna bæði kannanir og þetta vita líka kennarar sem taka púlsinn á sínu fólki daglega. Það gerir hvorki börnunum okkar, kennurum né grunnskólanum nokkurn skapaðan hlut gott að vega að honum við hvert tækifæri. Þetta er þjóðlegur ósiður og grafalvarlegur atvinnurógur með slæmum afleiðingum fyrir börnin okkar. Auðvitað má – og á – að gagnrýna grunnskólann eins og aðrar stofnanir. En það er þá væntanlega í þeim tilgangi að bæta hann, ekki satt? Er besta leiðin til þess að gera börn fráhverf námi? Að svelta skólann fjárhagslega? Að halda starfsfólki hans í stöðugri gíslingu og nagandi óvissu um störf sín og vinnustað? Hvernig fyndist þér lesandi góður að slíta þér út í starfi sem þú fengir ekkert nema skít og skömm fyrir úti í samfélaginu? Og þá er ég ekki að meina almennt afskipta- og áhugaleysi um þín störf heldur beint og kinnroðalaust niðurrif. Nei, nú er mál að linni. Það er allt of ódýrt að vega að kennurum og gera grunnskólann að blóraböggli þegar við erum sjálf úrræðalaus. Vinnum saman og berum virðingu hvert fyrir öðru. Gefum kennurum vinnufrið og fögnum því þegar þeir skipta sér af börnunum okkar því guð veit að þau þurfa á öllum þeim jákvæða aga og umhyggju að halda sem þeim býðst. Það er ekkert að því að vera á annarri skoðun og takast á um málefni, kurteislega og málefnalega. En þetta eilífðarjarm gegn grunnskólanum er vægast sagt orðið þreytandi og vel það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Sjá meira
Andlægum og linnulausum árásum á grunnskólann verður að linna – strax. Í skólabyrjun ár hvert draga fjölmiðlar upp úr pússi sínu fólk sem fannst leiðinlegt í grunnskóla eða telur sig hafa óskorað kennivald til umsagna um starfið sem þar fer fram án þess að hafa nokkurn tíma kennt á þessu skólastigi. Hvað er að okkur? Ég er bálreið. Ég þekki vel til fjölda grunnskólakennara og þeirra starfa. Þetta er með fáum undantekningum fólk sem lætur sér annt um nemendur sína og vinnur vinnuna sína eins vel og það getur. Það vinnur langan vinnudag á vinnustað sem er flókinn og margslunginn og býður í sífellu upp á ný, óvænt og krefjandi verkefni sem þarf oft heilmikla mannúð, umhugsun og nærgætni til að leysa. Þetta er jafnframt vinnustaður þar sem fólk útvegar oft og tíðum sín eigin vinnutæki af því að engir peningar eru til fyrir pennum, glósubókum, námsbókum og tölvum. Og viti menn – meirihluta nemenda finnst bara alveg ágætlega gaman í grunnskóla og líður frekar vel. Þetta sýna bæði kannanir og þetta vita líka kennarar sem taka púlsinn á sínu fólki daglega. Það gerir hvorki börnunum okkar, kennurum né grunnskólanum nokkurn skapaðan hlut gott að vega að honum við hvert tækifæri. Þetta er þjóðlegur ósiður og grafalvarlegur atvinnurógur með slæmum afleiðingum fyrir börnin okkar. Auðvitað má – og á – að gagnrýna grunnskólann eins og aðrar stofnanir. En það er þá væntanlega í þeim tilgangi að bæta hann, ekki satt? Er besta leiðin til þess að gera börn fráhverf námi? Að svelta skólann fjárhagslega? Að halda starfsfólki hans í stöðugri gíslingu og nagandi óvissu um störf sín og vinnustað? Hvernig fyndist þér lesandi góður að slíta þér út í starfi sem þú fengir ekkert nema skít og skömm fyrir úti í samfélaginu? Og þá er ég ekki að meina almennt afskipta- og áhugaleysi um þín störf heldur beint og kinnroðalaust niðurrif. Nei, nú er mál að linni. Það er allt of ódýrt að vega að kennurum og gera grunnskólann að blóraböggli þegar við erum sjálf úrræðalaus. Vinnum saman og berum virðingu hvert fyrir öðru. Gefum kennurum vinnufrið og fögnum því þegar þeir skipta sér af börnunum okkar því guð veit að þau þurfa á öllum þeim jákvæða aga og umhyggju að halda sem þeim býðst. Það er ekkert að því að vera á annarri skoðun og takast á um málefni, kurteislega og málefnalega. En þetta eilífðarjarm gegn grunnskólanum er vægast sagt orðið þreytandi og vel það.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun