Aðgerðir til bjargar gjaldþrota fjármálafyrirtækjum Hákon Hrafn Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Eftirfarandi símtal fór líklega fram skömmu eftir að hin glæsilega norræna bankavelferðarstjórn tók við völdum. SFF: Sæll, er ekki öruggt að við fáum íbúðalánin til okkar og lán til lítilla fyrirtækja? Við lánuðum eigendum okkar, tengdum aðilum og stórfyrirtækjum gríðarlegar upphæðir og yfirleitt án veða og þetta verðum við auðvitað að afskrifa og afhenda sömu aðilum aftur, skuldlaust. Ef við fáum ekki íbúðalánin þá höfum við engin lán til að innheimta. X: Jú, en þarf ekki að afskrifa eitthvað af þeim líka? SFF: Nei, nei, vinur minn. Þið segið bara að það kosti skattborgarana svo mikið, þá þegja allir. Ef það verða einhver meiriháttar mótmæli þá getum við sett upp eitthvert leikrit til bjargar heimilunum en fáum lífeyrissjóðina aftur með okkur í dæmið. Við plötuðum þá alveg ægilega í gjaldmiðlaskiptasamningunum. Þeir mega ekki afskrifa neitt og við segjumst bara vilja afskrifa fullt ef lífeyrissjóðirnir gera það líka og helst Íbúðalánasjóður og Lánasjóður námsmanna líka. X: Ha, Íbúðalánasjóður og LÍN líka? En það kostar okkur peninga. SFF: Hættu þessu væli, skilur þú ekki hvað ég er að segja. Enginn okkar þarf að afskrifa neitt nema það sem verður fullreynt að innheimta og viðkomandi er orðinn gjaldþrota. Allt hitt verður auðvitað innheimt í botn og rúmlega það. Þið sjáið síðan um að halda stýrivöxtum háum þannig að við fáum nóg af rjóma með. Það fattar enginn að stýrivextir eru miklu lægri allt í kringum okkur. X: Þannig að við þurfum ekkert að borga? SFF: Akkúrat, þetta kostar ykkur ekkert. Það eina sem þið þurfið að gera er að skera duglega niður heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntastofnanir. Ef þú getur látið reka nokkra lækna og kennara þá erum við tilbúnir að láta reka fáeina láglauna þjónustufulltrúa til að sýna lit. Við gætum þá jafnvel hækkað launin okkar í leiðinni til að viðhalda ofurlaununum. X: En hvað eiga allir þessir starfsmenn í bönkunum að starfa við? SFF: Við látum þá bara leika sér með nokkur gjaldþrota fyrirtæki og stunda harða samkeppni við þau fyrirtæki sem ekki fóru á hausinn í hruninu, athugum hvað þau þrauka lengi áður en þau lenda hjá okkur líka. Aðalatriðið er að partíið geti haldið áfram hjá okkur. X: Öh, en erlendu ólöglegu lánin sem þið veittuð fólki og tókuð svo stöðu gegn krónunni? SFF: Ef svo ólíklega vill til að dómarar landsins geti dæmt rétt þá ætla Ingvi Örn og Árni Páll að sjá um það fyrir okkur með því að breyta vaxtalögunum afturvirkt. Við látum Gylfa bara í frontinn fyrst en hendum honum svo aftur í kennsluna. Álfheiður tekur svo frumvarpið og keyrir það út úr efnahags- og skattanefnd, hún vill ekki að kallinn sinn missi vinnuna hjá Lýsingu. Við tökum bara dæmi um lán sem er ekki til og látum það lækka mikið. Það samþykkja það allir og svo hækkum við bara vextina og búmm, málið er dautt. X: Já en… SFF: Flott, ég vissi alltaf að þú værir okkar maður þó að þú öskraðir þig stundum rauðan í þinginu gegn okkur hérna í denn. Það var flott hjá þér og nú fattar enginn neitt. Haltu svo Lilju fyrir utan þetta. Bæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi símtal fór líklega fram skömmu eftir að hin glæsilega norræna bankavelferðarstjórn tók við völdum. SFF: Sæll, er ekki öruggt að við fáum íbúðalánin til okkar og lán til lítilla fyrirtækja? Við lánuðum eigendum okkar, tengdum aðilum og stórfyrirtækjum gríðarlegar upphæðir og yfirleitt án veða og þetta verðum við auðvitað að afskrifa og afhenda sömu aðilum aftur, skuldlaust. Ef við fáum ekki íbúðalánin þá höfum við engin lán til að innheimta. X: Jú, en þarf ekki að afskrifa eitthvað af þeim líka? SFF: Nei, nei, vinur minn. Þið segið bara að það kosti skattborgarana svo mikið, þá þegja allir. Ef það verða einhver meiriháttar mótmæli þá getum við sett upp eitthvert leikrit til bjargar heimilunum en fáum lífeyrissjóðina aftur með okkur í dæmið. Við plötuðum þá alveg ægilega í gjaldmiðlaskiptasamningunum. Þeir mega ekki afskrifa neitt og við segjumst bara vilja afskrifa fullt ef lífeyrissjóðirnir gera það líka og helst Íbúðalánasjóður og Lánasjóður námsmanna líka. X: Ha, Íbúðalánasjóður og LÍN líka? En það kostar okkur peninga. SFF: Hættu þessu væli, skilur þú ekki hvað ég er að segja. Enginn okkar þarf að afskrifa neitt nema það sem verður fullreynt að innheimta og viðkomandi er orðinn gjaldþrota. Allt hitt verður auðvitað innheimt í botn og rúmlega það. Þið sjáið síðan um að halda stýrivöxtum háum þannig að við fáum nóg af rjóma með. Það fattar enginn að stýrivextir eru miklu lægri allt í kringum okkur. X: Þannig að við þurfum ekkert að borga? SFF: Akkúrat, þetta kostar ykkur ekkert. Það eina sem þið þurfið að gera er að skera duglega niður heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntastofnanir. Ef þú getur látið reka nokkra lækna og kennara þá erum við tilbúnir að láta reka fáeina láglauna þjónustufulltrúa til að sýna lit. Við gætum þá jafnvel hækkað launin okkar í leiðinni til að viðhalda ofurlaununum. X: En hvað eiga allir þessir starfsmenn í bönkunum að starfa við? SFF: Við látum þá bara leika sér með nokkur gjaldþrota fyrirtæki og stunda harða samkeppni við þau fyrirtæki sem ekki fóru á hausinn í hruninu, athugum hvað þau þrauka lengi áður en þau lenda hjá okkur líka. Aðalatriðið er að partíið geti haldið áfram hjá okkur. X: Öh, en erlendu ólöglegu lánin sem þið veittuð fólki og tókuð svo stöðu gegn krónunni? SFF: Ef svo ólíklega vill til að dómarar landsins geti dæmt rétt þá ætla Ingvi Örn og Árni Páll að sjá um það fyrir okkur með því að breyta vaxtalögunum afturvirkt. Við látum Gylfa bara í frontinn fyrst en hendum honum svo aftur í kennsluna. Álfheiður tekur svo frumvarpið og keyrir það út úr efnahags- og skattanefnd, hún vill ekki að kallinn sinn missi vinnuna hjá Lýsingu. Við tökum bara dæmi um lán sem er ekki til og látum það lækka mikið. Það samþykkja það allir og svo hækkum við bara vextina og búmm, málið er dautt. X: Já en… SFF: Flott, ég vissi alltaf að þú værir okkar maður þó að þú öskraðir þig stundum rauðan í þinginu gegn okkur hérna í denn. Það var flott hjá þér og nú fattar enginn neitt. Haltu svo Lilju fyrir utan þetta. Bæ.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar