Höfuðstóll verðbætist frá stofndegi Hjalti Þórisson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Tilefni þessarar greinar er erindi Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) til Umboðsmanns Alþingis og röksemdafærslu þeirra um útreikninga verðtryggðra lána. Enginn vafi er á því að verðbindingar fjárskuldbindinga eru heimilar – en verða að lúta leyfðum viðmiðunum – um það hefur gengið dómur (myntkörfulánadómurinn). Hvernig þær eru útfærðar er framkvæmdaatriði og þó tæplega nema einn kostur í stöðunni – sá sem skilar tilætluðum ávinningi með þeim og ennfremur er lógískt réttur og réttmætur – sá sem ástundaður hefur verið og einmitt má lesa úr lögunum. Verðtrygging er í eðli sínu verðbinding nafnverðs höfuðstóls – heildarupphæðar fjárskuldbindingar – frá stofndegi út allan lánstímann. Þegar talað er um verðtryggð lán er ekki átt við lán þar sem allar áfallnar verðbætur hvers gjalddaga (á milli gjalddaga) á heildarlánið (höfuðstólinn = afborgun + eftirstöðvar) eru krafðar, heldur þvert á móti einungis af gjaldfallinni „greiðslu“ – afborgun og vöxtum. Lán sem taka alla „verðbætingu“ lánsins á hverjum gjalddaga hafa verið praktíseruð hér undir nafngiftum eins og „hávaxtalán“ (verðbæting tekin inn í vexti – verðbótaþáttur vaxta) eða bara „óverðtryggð lán“ – sem er auðvitað rangnefni en gætu kallast vaxtaaukalán eins og slík lán kölluðust í upphafi þegar þau voru fyrst kynnt til sögunnar – illu heilli – um 1975. Gjalddagagreiðsla af óverðtryggðu láni er óumdeilt samsett af afborgun og áföllnum vöxtum. Þegar löggjafinn tekur svo til orða, að verðbætur skuli reiknast á hverja greiðslu á verðbættu láni, meinar hann þetta – afborgun og vexti. Löggjafinn er hér að skilgreina hvað megi krefja til endurgjalds á hverjum greiðsludegi – gjalddaga. Hann tekur ekki fram (ATH) að jafnframt skuli þá gjaldfella og setja í innheimtu verðbætur á eftirstöðvar nafnverðs höfuðstóls. Hann ætlast sem sagt ekki til þess að verðbætur á eftirstöðvar séu greiddar jafnharðan (það sem talsmönnum HH hefur þóknast að kalla staðgreiðslu – orðalag sem hefur allt aðra merkingu). Í þessu felst, sem ætti raunar ekki að þurfa að fjölyrða svona um, að ekki eru innheimtar verðbætur á ógjaldfallnar eftirstöðvar (það sem HH kalla höfuðstól – og undanskilja þá afborgunina) frekar en eftirstöðvarnar sjálfar, sem verðbæturnar eru bundnar við. Löggjafinn er með þessu að skilgreina hvaða lögkröfu megi gera á hverjum gjalddaga og þar með að verja rétt og hagsmuni skuldarans – að hann verði ekki krafinn um hraðari endurgreiðslu. Það eru endurkröfurnar – sá löggerningur – sem skipta máli að löggjafinn kveði á um en ekki bókhaldsleg atriði eins og uppfærsla höfuðstólsins eru í bókhaldi, það er gert í reglugerð sem í þessu tilviki eru reglur Seðlabankans sem hafa reglugerðargildi. Ekkert í lögunum bannar það. Þannig ber að skilja lagatextann. Ekki ætti svo að þurfa að taka fram að á lánstímanum gjaldfalla hins vegar verðbæturnar á eftirstöðvarnar (ókrafinn höfuðstól) smám saman á hverjum gjalddaga og það myndu þær einnig gera, en þá allar í einu, ef lánið af einhverjum ástæðum lenti í vanefndum – og væri þá allur afgangs höfuðstóll (eftirstöðvarnar) – ásamt áföllnum vöxtum – orðinn að „greiðslu“ sem þyrfti að gera upp. Hið eina sem séð verður að leitt gæti af lögfræðiáliti HH, ef hald væri í því, er, að bannað yrði að bókfæra áfallnar en ógjaldfallnar verðbætur, þ.e.a.s. verðbætur á eftirstöðvar höfuðstóls; sem sagt halda úti falskri mynd af raunverulegri skuldastöðu (ath. hvort sem um út- eða innlán er að ræða). Það væri bókhaldsblekking og sjálfsblekking. Ef sá skilningur yrði hins vegar ofan á, að krefja eigi áfallnar verðbætur milli gjalddaga af allri skuldinni, sem HH virðist sækjast eftir, yrði fjárhagslegur ávinningur skuldara minni en enginn – en skaðsemin gífurleg og verðtryggingakerfið lagt í rúst með þeim þekktu afleiðingum sem eldri kynslóð ætti að þekkja og hafa lært af. Lítið gagn er af reynslu kynslóðanna ef skellt er skollaeyrum við henni jafnharðan. HH virðast ekki gera sér grein fyrir afleiðingunum og eru þarna að vinna gegn hagsmunum heimilanna. Þessa uppfærslu eftirstöðvanna – verðlagsleiðréttingu þeirra við gjalddaga eða vísitöluútreikning –, sem NB stundum er til lækkunar, segja talsmenn HH kalla fram „margfeldisáhrif“, sem valdi því að lánardrottnar fái í sinn hlut „margfaldar verðbætur“. Þessi skilningur þeirra fellur undir það sem Vilhjálmur Bjarnason kallaði meinloku í Kastljósviðtali 17. ágúst. Hér vinnst ekki pláss til að fjalla um þessa „meinloku“ en hugsanlega er hún í því fólgin að talsmenn HH ímyndi sér að verðbætur séu reiknaðar ofan á verðbætur – tvíreiknaðar – sem ekki er, eða þá, sem einnig hefur sést, að eitthvað mætti skoða nánar hvað átt er við með orðunum „árleg verðbólga“ og hvernig slíkt reiknast ár frá ári, – í ljósi þess að formaður HH hefur ítrekað borið sig undan „vaxtavöxtum“ í þessu sambandi. Jafnvel lítur út fyrir að talsmennirnir geri ekki greinarmun á því hvort verðbætur eru reiknaðar frá upphafi láns eða einungis á milli síðustu gjalddaga því þeir virðast álíta að við þessar tilfæringar gufi verðbæturnar upp að stærstum hluta!! Um útreikninga og reiknilíkön bæði HH og annarra, sem gefa aðrar niðurstöður en reiknilíkön bankanna, verður að nægja hér að segja, að allt slíkt verður að byggjast á sömu forsendum ef bera á niðurstöður útreikninganna saman. Sérstaklega á þetta við lánstíma (líftíma láns) og þá er að minna á að bæði vextir og verðbætur eru fall af tíma. Þannig er beint samband milli lengri lánstíma og hærri upphæða. Sú röksemd þeirra, sem hafna reikningum HH, að núvirðisreikningar verði að gefa sömu niðurstöðu, nægir hins vegar ekki, því að núvirðisreikningarnir myndu byggjast á áðurgerðum framvirðisreikningum sem ekki byggja á sömu forsendum. Deilan snýst um forsendur, þar á meðal einfaldlega hvernig menn umgangast hlutfalls- og prósentureikning og almenna bankareglu. Að lokum: Um þá kröfu HH, að skuldarar verði framvegis ekki einir alfarið ábyrgir um verðbætingu á lánsfé því sem þeir hafa fengið í hendur, og að því sem kallað er „áhætta“, sem þeirri ábyrgð er samfara, verði að stórum hluta af þeim létt og komið yfir á þá sem lögðu fram fjármunina og veittu þeim lánið; – sem sagt, að þeir aðilar skuli sætta sig við að fá ekki raunvirði til baka –, þarf sérstaka umfjöllun sem ekki rúmast hér – en þar takast á sanngirnissjónarmið sem æskilegt er að ná sátt um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar er erindi Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) til Umboðsmanns Alþingis og röksemdafærslu þeirra um útreikninga verðtryggðra lána. Enginn vafi er á því að verðbindingar fjárskuldbindinga eru heimilar – en verða að lúta leyfðum viðmiðunum – um það hefur gengið dómur (myntkörfulánadómurinn). Hvernig þær eru útfærðar er framkvæmdaatriði og þó tæplega nema einn kostur í stöðunni – sá sem skilar tilætluðum ávinningi með þeim og ennfremur er lógískt réttur og réttmætur – sá sem ástundaður hefur verið og einmitt má lesa úr lögunum. Verðtrygging er í eðli sínu verðbinding nafnverðs höfuðstóls – heildarupphæðar fjárskuldbindingar – frá stofndegi út allan lánstímann. Þegar talað er um verðtryggð lán er ekki átt við lán þar sem allar áfallnar verðbætur hvers gjalddaga (á milli gjalddaga) á heildarlánið (höfuðstólinn = afborgun + eftirstöðvar) eru krafðar, heldur þvert á móti einungis af gjaldfallinni „greiðslu“ – afborgun og vöxtum. Lán sem taka alla „verðbætingu“ lánsins á hverjum gjalddaga hafa verið praktíseruð hér undir nafngiftum eins og „hávaxtalán“ (verðbæting tekin inn í vexti – verðbótaþáttur vaxta) eða bara „óverðtryggð lán“ – sem er auðvitað rangnefni en gætu kallast vaxtaaukalán eins og slík lán kölluðust í upphafi þegar þau voru fyrst kynnt til sögunnar – illu heilli – um 1975. Gjalddagagreiðsla af óverðtryggðu láni er óumdeilt samsett af afborgun og áföllnum vöxtum. Þegar löggjafinn tekur svo til orða, að verðbætur skuli reiknast á hverja greiðslu á verðbættu láni, meinar hann þetta – afborgun og vexti. Löggjafinn er hér að skilgreina hvað megi krefja til endurgjalds á hverjum greiðsludegi – gjalddaga. Hann tekur ekki fram (ATH) að jafnframt skuli þá gjaldfella og setja í innheimtu verðbætur á eftirstöðvar nafnverðs höfuðstóls. Hann ætlast sem sagt ekki til þess að verðbætur á eftirstöðvar séu greiddar jafnharðan (það sem talsmönnum HH hefur þóknast að kalla staðgreiðslu – orðalag sem hefur allt aðra merkingu). Í þessu felst, sem ætti raunar ekki að þurfa að fjölyrða svona um, að ekki eru innheimtar verðbætur á ógjaldfallnar eftirstöðvar (það sem HH kalla höfuðstól – og undanskilja þá afborgunina) frekar en eftirstöðvarnar sjálfar, sem verðbæturnar eru bundnar við. Löggjafinn er með þessu að skilgreina hvaða lögkröfu megi gera á hverjum gjalddaga og þar með að verja rétt og hagsmuni skuldarans – að hann verði ekki krafinn um hraðari endurgreiðslu. Það eru endurkröfurnar – sá löggerningur – sem skipta máli að löggjafinn kveði á um en ekki bókhaldsleg atriði eins og uppfærsla höfuðstólsins eru í bókhaldi, það er gert í reglugerð sem í þessu tilviki eru reglur Seðlabankans sem hafa reglugerðargildi. Ekkert í lögunum bannar það. Þannig ber að skilja lagatextann. Ekki ætti svo að þurfa að taka fram að á lánstímanum gjaldfalla hins vegar verðbæturnar á eftirstöðvarnar (ókrafinn höfuðstól) smám saman á hverjum gjalddaga og það myndu þær einnig gera, en þá allar í einu, ef lánið af einhverjum ástæðum lenti í vanefndum – og væri þá allur afgangs höfuðstóll (eftirstöðvarnar) – ásamt áföllnum vöxtum – orðinn að „greiðslu“ sem þyrfti að gera upp. Hið eina sem séð verður að leitt gæti af lögfræðiáliti HH, ef hald væri í því, er, að bannað yrði að bókfæra áfallnar en ógjaldfallnar verðbætur, þ.e.a.s. verðbætur á eftirstöðvar höfuðstóls; sem sagt halda úti falskri mynd af raunverulegri skuldastöðu (ath. hvort sem um út- eða innlán er að ræða). Það væri bókhaldsblekking og sjálfsblekking. Ef sá skilningur yrði hins vegar ofan á, að krefja eigi áfallnar verðbætur milli gjalddaga af allri skuldinni, sem HH virðist sækjast eftir, yrði fjárhagslegur ávinningur skuldara minni en enginn – en skaðsemin gífurleg og verðtryggingakerfið lagt í rúst með þeim þekktu afleiðingum sem eldri kynslóð ætti að þekkja og hafa lært af. Lítið gagn er af reynslu kynslóðanna ef skellt er skollaeyrum við henni jafnharðan. HH virðast ekki gera sér grein fyrir afleiðingunum og eru þarna að vinna gegn hagsmunum heimilanna. Þessa uppfærslu eftirstöðvanna – verðlagsleiðréttingu þeirra við gjalddaga eða vísitöluútreikning –, sem NB stundum er til lækkunar, segja talsmenn HH kalla fram „margfeldisáhrif“, sem valdi því að lánardrottnar fái í sinn hlut „margfaldar verðbætur“. Þessi skilningur þeirra fellur undir það sem Vilhjálmur Bjarnason kallaði meinloku í Kastljósviðtali 17. ágúst. Hér vinnst ekki pláss til að fjalla um þessa „meinloku“ en hugsanlega er hún í því fólgin að talsmenn HH ímyndi sér að verðbætur séu reiknaðar ofan á verðbætur – tvíreiknaðar – sem ekki er, eða þá, sem einnig hefur sést, að eitthvað mætti skoða nánar hvað átt er við með orðunum „árleg verðbólga“ og hvernig slíkt reiknast ár frá ári, – í ljósi þess að formaður HH hefur ítrekað borið sig undan „vaxtavöxtum“ í þessu sambandi. Jafnvel lítur út fyrir að talsmennirnir geri ekki greinarmun á því hvort verðbætur eru reiknaðar frá upphafi láns eða einungis á milli síðustu gjalddaga því þeir virðast álíta að við þessar tilfæringar gufi verðbæturnar upp að stærstum hluta!! Um útreikninga og reiknilíkön bæði HH og annarra, sem gefa aðrar niðurstöður en reiknilíkön bankanna, verður að nægja hér að segja, að allt slíkt verður að byggjast á sömu forsendum ef bera á niðurstöður útreikninganna saman. Sérstaklega á þetta við lánstíma (líftíma láns) og þá er að minna á að bæði vextir og verðbætur eru fall af tíma. Þannig er beint samband milli lengri lánstíma og hærri upphæða. Sú röksemd þeirra, sem hafna reikningum HH, að núvirðisreikningar verði að gefa sömu niðurstöðu, nægir hins vegar ekki, því að núvirðisreikningarnir myndu byggjast á áðurgerðum framvirðisreikningum sem ekki byggja á sömu forsendum. Deilan snýst um forsendur, þar á meðal einfaldlega hvernig menn umgangast hlutfalls- og prósentureikning og almenna bankareglu. Að lokum: Um þá kröfu HH, að skuldarar verði framvegis ekki einir alfarið ábyrgir um verðbætingu á lánsfé því sem þeir hafa fengið í hendur, og að því sem kallað er „áhætta“, sem þeirri ábyrgð er samfara, verði að stórum hluta af þeim létt og komið yfir á þá sem lögðu fram fjármunina og veittu þeim lánið; – sem sagt, að þeir aðilar skuli sætta sig við að fá ekki raunvirði til baka –, þarf sérstaka umfjöllun sem ekki rúmast hér – en þar takast á sanngirnissjónarmið sem æskilegt er að ná sátt um.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar