Ég hef ekki efni á því að vinna með gleði í hjarta! Helga C Reynisdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Að vera leikskólakennari er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við enda starfaði ég sem leikskólaliði í níu ár áður en ég hóf nám í Kennaraháskólanum árið 2003. Ég hef þar af leiðandi mikla reynslu af öllu því metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólanum. Þetta starf er svo fjölbreytt og gefandi að mér finnst heiður að hafa fengið að starfa með öllu þessu flotta samstarfsfólki og nemendum sem hafa farið í gegnum leikskólann minn í öll þessi ár. Hlutverk mitt sem leikskólakennari felst m.a. í þeirri gefandi vinnu að taka á móti og aðlaga í leikskólann það mikilvægasta sem foreldrar eiga, sem eru börnin þeirra: Ég er sáluhjálpari á erfiðum tímum í lífi barnanna, er fyrsta hjálp þegar þau skrapa á sér hnén eftir eltingaleik, traustur vinur þegar einhvað bjátar á og þeirra helsti stuðningsaðili þegar yfirstíga þarf hindranir. Í staðinn fæ ég faðmlög, ómælda gleði í hjartað og fullkomið traust nemenda minna. Þetta er einungis brot af vinnu leikskólakennara, því okkar hlutverk er að standa vörð um nám og velferð okkar nemenda. Með námi á ég við fjölþætta aðalnámskrá leikskóla sem við vinnum eftir og kemur inn á fjölmörg svið s.s. náttúru og umhverfismennt, heilbrigði og velferð, málrækt, lýðræði og svona mætti lengi telja. Þetta vinnum við með í gegnum leik og starf allt árið um kring, þrátt fyrir niðurskurð og góðærið sem aldrei kom inn í leikskólann. Í góðærinu átti leikskólinn erfitt uppdráttar því launin voru svo lág að fólk sótti ekki um þau störf sem voru laus. Í kreppunni er þetta ekkert betra, við vinnum undir miklu álagi þar sem flest sveitarfélög hafa skorið niður afleysingar og velta álaginu yfir á starfsfólk og kennara sem standa þó alltaf sína plikt sama hvað sem á bjátar. Sem 35 ára leikskólakennari með deildarstjórn ber ég ábyrgð á 23 tveggja ára nemendum og fjórum starfsmönnum. Fyrir það fæ ég 209.409 kr. í vasann eftir skatta og launatengd gjöld. Ég hef ekki lengur efni á að vinna með gleði í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Að vera leikskólakennari er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við enda starfaði ég sem leikskólaliði í níu ár áður en ég hóf nám í Kennaraháskólanum árið 2003. Ég hef þar af leiðandi mikla reynslu af öllu því metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólanum. Þetta starf er svo fjölbreytt og gefandi að mér finnst heiður að hafa fengið að starfa með öllu þessu flotta samstarfsfólki og nemendum sem hafa farið í gegnum leikskólann minn í öll þessi ár. Hlutverk mitt sem leikskólakennari felst m.a. í þeirri gefandi vinnu að taka á móti og aðlaga í leikskólann það mikilvægasta sem foreldrar eiga, sem eru börnin þeirra: Ég er sáluhjálpari á erfiðum tímum í lífi barnanna, er fyrsta hjálp þegar þau skrapa á sér hnén eftir eltingaleik, traustur vinur þegar einhvað bjátar á og þeirra helsti stuðningsaðili þegar yfirstíga þarf hindranir. Í staðinn fæ ég faðmlög, ómælda gleði í hjartað og fullkomið traust nemenda minna. Þetta er einungis brot af vinnu leikskólakennara, því okkar hlutverk er að standa vörð um nám og velferð okkar nemenda. Með námi á ég við fjölþætta aðalnámskrá leikskóla sem við vinnum eftir og kemur inn á fjölmörg svið s.s. náttúru og umhverfismennt, heilbrigði og velferð, málrækt, lýðræði og svona mætti lengi telja. Þetta vinnum við með í gegnum leik og starf allt árið um kring, þrátt fyrir niðurskurð og góðærið sem aldrei kom inn í leikskólann. Í góðærinu átti leikskólinn erfitt uppdráttar því launin voru svo lág að fólk sótti ekki um þau störf sem voru laus. Í kreppunni er þetta ekkert betra, við vinnum undir miklu álagi þar sem flest sveitarfélög hafa skorið niður afleysingar og velta álaginu yfir á starfsfólk og kennara sem standa þó alltaf sína plikt sama hvað sem á bjátar. Sem 35 ára leikskólakennari með deildarstjórn ber ég ábyrgð á 23 tveggja ára nemendum og fjórum starfsmönnum. Fyrir það fæ ég 209.409 kr. í vasann eftir skatta og launatengd gjöld. Ég hef ekki lengur efni á að vinna með gleði í hjarta.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun