Skriplað á skötu Guðmundur Páll Ólafsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Alveg er deginum ljósara að iðnaðarráðherra hefur klúðrað framgangi vandaðrar lagasetningar um vatn sem þó er til í frumvarpsformi (Vatnalaganefndar) falin í skúffu ráðherra. Mikið er í húfi því eðli málsins samkvæmt varða vatnalög hvert einasta mannsbarn á Íslandi um ókomin ár og fátt getur fremur ógnað fullveldi þjóðar en vond vatnalög. Mörður er fimur karpari og í Eyjupistli sínum skautar hann ákaft til að dreifa athygli frá klúðri Katrínar. Ég met málefnalega orðræðu og einlægan vilja Marðar í umhverfismálum ólíkt meira. Hann er einn af fáum náttúruverndurum á Alþingi Íslendinga og jafnvel innan þingmanna eigin flokks. Klúður Katrínar er það að hafa hætt við ákaflega efnilegt frumvarp sem Vatnalaganefnd vann að í nokkur ár og hefur að geyma flest ef ekki öll verndarákvæði um vatn sem nauðsynlegt er að hafa í lögum. Þar var líka hugað að almannarétti og almannahag. Gallinn við frumvarpssmíð Vatnalaganefndarinnar var möguleikinn á að framselja vatnsrétt, sem er álíka og að framselja fiskveiðikvóta nema margfalt hættulegra. Frumvarp nefndarinnar var samið af fólki úr mörgum áttum samfélagsins, fagfólki á ýmsum sviðum – og lofaði góðu. En augljóst má vera að orkugeirinn, og þá sérstaklega Orkustofnun sem nú valsar um orkulindir og náttúruperlur og gefur úr rannsóknaleyfi á færibandi með fullum stuðningi iðnaðarráðherra, hefur óttast ákvæði um náttúruvernd og almannarétt. Þessi óábyrga framganga forstjóra Orkustofnunar og iðnaðarráðherra er ríkisstjórn sem heitið hefur að efla náttúruvernd til vansa. Mér leiðist karp en Mörður fer með rangt mál þegar hann segir að ég finni vatnsfrumvarpi iðnaðarráðherra fyrst og fremst til foráttu að þar sé fátt um vatnsvernd. Ojæja – lesendur geta kannski dæmt sjálfir að fleira er áhyggjuefni. En hafi einhver skriplað á skötunni þá er það formaður umhverfisnefndar Alþingis þegar hann vill leiðrétta misskilning minn með því að segja að í vor hafi Alþingi samþykkt sérstök vatnsverndarlög og því séu áhyggjur mínar af frumvarpinu ástæðulausar. En formanninum til upplýsingar þá eru Lög um stjórn vatnsmála (36/2011) EKKI vatnsverndarlög. Í þeim eru engar efnisreglur um vatnsvernd. Þau eru einskonar leikreglur um söfnun upplýsinga og áætlanir um vernd vatns. Afar mikilvægt er að formaður umhverfisnefndar Alþingis átti sig á því að vatnastjórn (aðferðafræðin) er ekki sú sama og vatnsvernd (aðhaldið) – a.m.k. áður en hann skrifar aðra grein. Merði láðist einnig að upplýsa almenning um að vatnastjórnunaráætlunin (aðferðafræðin) mun ekki verða tilbúin fyrr en eftir nokkur ár en í síðasta lagi 1. janúar 2018 eins og stendur aftast í lögunum. Umhverfisstofnun hefur að vísu áform um að ljúka verkinu árið 2015 þannig að áfram verða rúmar heimildir fyrir óábyrga meðferð vatnsmála – einmitt það sem Orkustofnun vill hafa. Mörður fullyrðir að vatnalagafrumvarp lögfræðinganna sé hið ágætasta þrátt fyrir að þar vanti öll ákvæði um verndun vatns og gefur í skyn að þeir sem hafi gefið umsagnir hafi verið jákvæðir og lagt ýmislegt gott til. Fyrir framan mig er heill bunki umsagna um frumvarpið sem allar eru á einn veg og óhætt að gefa því falleinkunn samkvæmt þeim. Eflaust hefur frumvarpið skánað í meðferð iðnaðarnefndar Alþingis, skárra væri það nú, en ef vanda hefði átt til verka hefði Mörður átt að seilast ofan í djúpu skúffu iðnaðarráðherra og bursta nýfallið ryk af vandaðri vinnu Vatnalaganefndar. Í markmiðslýsingunni stendur: „Markmið laga þessara er að kveða á um verndun og nýtingu vatns, rétt almennings til vatns og vatnsréttindi landeigenda. Lögunum er ætlað að stuðla að verndun vatnsgæða, lífríkis vatns og votlendis, tryggja greiðan aðgang landsmanna að nægu og hreinu vatni og stuðla að skynsamlegri nýtingu vatnsauðlindarinnar á grundvelli sjálfbærrar þróunar.“ Augljóst er að ekki hefur tekist pólitísk sátt um vatnalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Sorglega staðreyndin er samt sú að iðnaðarráðherra kaus að styðja yfirgang Orkustofnunar og iðnaðar á kostnað náttúru Íslands og almannaheilla og því siglum við áfram sofandi að ósi og smíðum lög sem vernda ekki viðkvæmustu og mestu auðæfi landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alveg er deginum ljósara að iðnaðarráðherra hefur klúðrað framgangi vandaðrar lagasetningar um vatn sem þó er til í frumvarpsformi (Vatnalaganefndar) falin í skúffu ráðherra. Mikið er í húfi því eðli málsins samkvæmt varða vatnalög hvert einasta mannsbarn á Íslandi um ókomin ár og fátt getur fremur ógnað fullveldi þjóðar en vond vatnalög. Mörður er fimur karpari og í Eyjupistli sínum skautar hann ákaft til að dreifa athygli frá klúðri Katrínar. Ég met málefnalega orðræðu og einlægan vilja Marðar í umhverfismálum ólíkt meira. Hann er einn af fáum náttúruverndurum á Alþingi Íslendinga og jafnvel innan þingmanna eigin flokks. Klúður Katrínar er það að hafa hætt við ákaflega efnilegt frumvarp sem Vatnalaganefnd vann að í nokkur ár og hefur að geyma flest ef ekki öll verndarákvæði um vatn sem nauðsynlegt er að hafa í lögum. Þar var líka hugað að almannarétti og almannahag. Gallinn við frumvarpssmíð Vatnalaganefndarinnar var möguleikinn á að framselja vatnsrétt, sem er álíka og að framselja fiskveiðikvóta nema margfalt hættulegra. Frumvarp nefndarinnar var samið af fólki úr mörgum áttum samfélagsins, fagfólki á ýmsum sviðum – og lofaði góðu. En augljóst má vera að orkugeirinn, og þá sérstaklega Orkustofnun sem nú valsar um orkulindir og náttúruperlur og gefur úr rannsóknaleyfi á færibandi með fullum stuðningi iðnaðarráðherra, hefur óttast ákvæði um náttúruvernd og almannarétt. Þessi óábyrga framganga forstjóra Orkustofnunar og iðnaðarráðherra er ríkisstjórn sem heitið hefur að efla náttúruvernd til vansa. Mér leiðist karp en Mörður fer með rangt mál þegar hann segir að ég finni vatnsfrumvarpi iðnaðarráðherra fyrst og fremst til foráttu að þar sé fátt um vatnsvernd. Ojæja – lesendur geta kannski dæmt sjálfir að fleira er áhyggjuefni. En hafi einhver skriplað á skötunni þá er það formaður umhverfisnefndar Alþingis þegar hann vill leiðrétta misskilning minn með því að segja að í vor hafi Alþingi samþykkt sérstök vatnsverndarlög og því séu áhyggjur mínar af frumvarpinu ástæðulausar. En formanninum til upplýsingar þá eru Lög um stjórn vatnsmála (36/2011) EKKI vatnsverndarlög. Í þeim eru engar efnisreglur um vatnsvernd. Þau eru einskonar leikreglur um söfnun upplýsinga og áætlanir um vernd vatns. Afar mikilvægt er að formaður umhverfisnefndar Alþingis átti sig á því að vatnastjórn (aðferðafræðin) er ekki sú sama og vatnsvernd (aðhaldið) – a.m.k. áður en hann skrifar aðra grein. Merði láðist einnig að upplýsa almenning um að vatnastjórnunaráætlunin (aðferðafræðin) mun ekki verða tilbúin fyrr en eftir nokkur ár en í síðasta lagi 1. janúar 2018 eins og stendur aftast í lögunum. Umhverfisstofnun hefur að vísu áform um að ljúka verkinu árið 2015 þannig að áfram verða rúmar heimildir fyrir óábyrga meðferð vatnsmála – einmitt það sem Orkustofnun vill hafa. Mörður fullyrðir að vatnalagafrumvarp lögfræðinganna sé hið ágætasta þrátt fyrir að þar vanti öll ákvæði um verndun vatns og gefur í skyn að þeir sem hafi gefið umsagnir hafi verið jákvæðir og lagt ýmislegt gott til. Fyrir framan mig er heill bunki umsagna um frumvarpið sem allar eru á einn veg og óhætt að gefa því falleinkunn samkvæmt þeim. Eflaust hefur frumvarpið skánað í meðferð iðnaðarnefndar Alþingis, skárra væri það nú, en ef vanda hefði átt til verka hefði Mörður átt að seilast ofan í djúpu skúffu iðnaðarráðherra og bursta nýfallið ryk af vandaðri vinnu Vatnalaganefndar. Í markmiðslýsingunni stendur: „Markmið laga þessara er að kveða á um verndun og nýtingu vatns, rétt almennings til vatns og vatnsréttindi landeigenda. Lögunum er ætlað að stuðla að verndun vatnsgæða, lífríkis vatns og votlendis, tryggja greiðan aðgang landsmanna að nægu og hreinu vatni og stuðla að skynsamlegri nýtingu vatnsauðlindarinnar á grundvelli sjálfbærrar þróunar.“ Augljóst er að ekki hefur tekist pólitísk sátt um vatnalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Sorglega staðreyndin er samt sú að iðnaðarráðherra kaus að styðja yfirgang Orkustofnunar og iðnaðar á kostnað náttúru Íslands og almannaheilla og því siglum við áfram sofandi að ósi og smíðum lög sem vernda ekki viðkvæmustu og mestu auðæfi landsins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun