Svar við athugasemd um mannréttindi Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla, trúfélaga og lífsskoðunarfélaga voru umfjöllunarefni í blaðagrein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 17. ágúst sl. Kjarni þeirrar greinar var að minna á að sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Tillögur mannréttindaráðs eru dæmi um hið gagnstæða þar sem þær hafa verið unnar án samráðs við þann breiða hóp fólks sem boðið hefur fram krafta sína til að vinna að sátt í þessu viðkvæma máli. Borgarráð hefur nú málið til umfjöllunar. Grein minni svaraði Svanur Sigurbjörnsson. Mér þykir miður að hann skautar fram hjá aðalatriði greinarinnar og snýr út úr orðum mínum. Það gerir hann með þeim hætti að ég mun ekki hirða um að leiðrétta slíkt. Einu atriði ætla ég þó að svara. Svanur telur reglurnar „ákaflega vandaðar“ og vitnar í orð mín um að tillögur mannréttindaráðs hafi verið settar fram án faglegs undirbúnings. Fyrr á þessu ári fékk borgarráð borgarlögmanni það verkefni að fjalla um vinnubrögð mannréttindaráðs en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að borgarlögmaður fjallaði um málið og svaraði nokkrum spurningum varðandi það. Svarið barst í vikunni. Innihald þess ætti að taka af allan vafa um það hvernig staðið var að verki. Í svari borgarlögmanns kemur fram að mannréttindaráð gegni stefnumarkandi hlutverki á sviði mannréttinda og hafi eftirlit með framkvæmd mannréttindastefnunnar. Í svari hans stendur m.a. : „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um. Með því móti væri almennt gengið gegn því frumkvæðishlutverki sem fagráð borgarinnar hafa samkvæmt samþykktum borgarinnar“. Borgarlögmaður bendir á að hlutverk mannréttindaráðs sé að vekja athygli á því ef það telur að fyrirkomulag og skipulag kennslu og skólastarfs sé ekki í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar. Hann segir síðan í svari sínu: „Heildstæð reglusetning um fyrirkomulag kennslu og samskipti skóla, trúfélaga og lífsskoðunarhópa féll hins vegar utan umboðs mannréttindaráðs. Breytir þar engu þótt mannréttindaráð hafi sent drög að slíkum reglum til umsagnar menntaráðs og íþróttaráðs“. Mannréttindaráð fór sem sagt út fyrir valdsvið sitt. Með tilliti til þessara niðurstaðna borgarlögmanns er erfitt að sjá hvernig borgarráð getur afgreitt umræddar tillögur enda lögfræðilegt mat borgarlögmanns að þær fara í bága við samþykktir Reykjavíkurborgar. Ég hef hvatt til að fjallað sé um samskipti skóla og trúar og lífsskoðunarhópa. Það var gert í formannstíð minni í menntaráði. Slík vinna getur leitt til þess að settar verði reglur um þau samskipti en reglur verða að taka mið af því hversu fjölbreytilegir skólar borgarinnar eru og samsetning nemenda ólík. Umfram allt má slík vinna ekki mótast af andúð og fordómum í garð trúfélaga, hver sem þau eru. Hún þarf að mótast af umburðarlyndi og virðingu. Svani ætti auðvitað að vera velkomið að taka þátt í þeirri vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla, trúfélaga og lífsskoðunarfélaga voru umfjöllunarefni í blaðagrein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 17. ágúst sl. Kjarni þeirrar greinar var að minna á að sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Tillögur mannréttindaráðs eru dæmi um hið gagnstæða þar sem þær hafa verið unnar án samráðs við þann breiða hóp fólks sem boðið hefur fram krafta sína til að vinna að sátt í þessu viðkvæma máli. Borgarráð hefur nú málið til umfjöllunar. Grein minni svaraði Svanur Sigurbjörnsson. Mér þykir miður að hann skautar fram hjá aðalatriði greinarinnar og snýr út úr orðum mínum. Það gerir hann með þeim hætti að ég mun ekki hirða um að leiðrétta slíkt. Einu atriði ætla ég þó að svara. Svanur telur reglurnar „ákaflega vandaðar“ og vitnar í orð mín um að tillögur mannréttindaráðs hafi verið settar fram án faglegs undirbúnings. Fyrr á þessu ári fékk borgarráð borgarlögmanni það verkefni að fjalla um vinnubrögð mannréttindaráðs en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að borgarlögmaður fjallaði um málið og svaraði nokkrum spurningum varðandi það. Svarið barst í vikunni. Innihald þess ætti að taka af allan vafa um það hvernig staðið var að verki. Í svari borgarlögmanns kemur fram að mannréttindaráð gegni stefnumarkandi hlutverki á sviði mannréttinda og hafi eftirlit með framkvæmd mannréttindastefnunnar. Í svari hans stendur m.a. : „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um. Með því móti væri almennt gengið gegn því frumkvæðishlutverki sem fagráð borgarinnar hafa samkvæmt samþykktum borgarinnar“. Borgarlögmaður bendir á að hlutverk mannréttindaráðs sé að vekja athygli á því ef það telur að fyrirkomulag og skipulag kennslu og skólastarfs sé ekki í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar. Hann segir síðan í svari sínu: „Heildstæð reglusetning um fyrirkomulag kennslu og samskipti skóla, trúfélaga og lífsskoðunarhópa féll hins vegar utan umboðs mannréttindaráðs. Breytir þar engu þótt mannréttindaráð hafi sent drög að slíkum reglum til umsagnar menntaráðs og íþróttaráðs“. Mannréttindaráð fór sem sagt út fyrir valdsvið sitt. Með tilliti til þessara niðurstaðna borgarlögmanns er erfitt að sjá hvernig borgarráð getur afgreitt umræddar tillögur enda lögfræðilegt mat borgarlögmanns að þær fara í bága við samþykktir Reykjavíkurborgar. Ég hef hvatt til að fjallað sé um samskipti skóla og trúar og lífsskoðunarhópa. Það var gert í formannstíð minni í menntaráði. Slík vinna getur leitt til þess að settar verði reglur um þau samskipti en reglur verða að taka mið af því hversu fjölbreytilegir skólar borgarinnar eru og samsetning nemenda ólík. Umfram allt má slík vinna ekki mótast af andúð og fordómum í garð trúfélaga, hver sem þau eru. Hún þarf að mótast af umburðarlyndi og virðingu. Svani ætti auðvitað að vera velkomið að taka þátt í þeirri vinnu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun