Kolbeinn Proppé og Landspítalinn Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Kolbeinn Óttarsson Proppé, núverandi blaðamaður og fyrrverandi varaborgarfulltrúi R-listans og oddviti VG í Suðurkjördæmi, skrifar um mig í Fréttablaðinu sl. fimmtudag. Ég kemst ekki hjá því að leiðrétta rangfærslur í grein hans. Kolbeinn segir: „Í þriggja ára ráðherratíð Guðlaugs fór spítalinn 5,1 milljarð fram úr fjárlögum.“ Nú er skemmst frá því að segja að ég var ráðherra frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Það gerir 20 mánuði. Hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að hallinn hafi verið 5,1 milljarður er mér hulin ráðgata. Því síður skil ég af hverju hann er að skamma mig fyrir rekstur Landspítalans. Kolbeinn veit að ég tók á rekstri Landspítalans þegar ég var ráðherra. Þá hafði verið gríðarlegur halli á spítalanum í mörg ár. Ég greip til aðgerða og setti m.a. af stað nefnd sem þáverandi forstjóri kallaði tilsjónarnefnd. Í framhaldinu kom ég á faglegri stjórn á spítalanum og nýr forstjóri var ráðinn eftir auglýsingu, en það hafði ekki verið gert áður. Árangurinn skilaði sér ekki eingöngu í betri rekstri heldur einnig í meiri afköstum á spítalanum. Styttri biðlistum, meiri þjónustu o.s.frv. Á forsíðu Fréttablaðsins hinn 29. ágúst 2008 er frétt um bættan rekstur spítalans og þar kemur fram að hallinn eftir sex mánuði var 0,8% miðað við 5,5% á sama tíma árið á undan. Niðurstaðan var 0,6% halli á rekstri en vegna falls krónunnar var heildarhallinn meiri. Landspítalinn hefur þá sérstöðu á meðal ríkisstofnana að rekstur hans er að nokkrum hluta háður gengi krónunnar, aðallega vegna lyfjakaupa. Það hefur enginn mér vitanlega haldið því fram að stjórnendur spítalans eða ráðherra heilbrigðismála geti haft stjórn á gengi krónunnar. Það má nefna fleiri dæmi um það hvernig ég tók á rekstrarvanda stofnana og hvernig ég vann að sparnaði og bættri þjónustu. Ég fór óhræddur í þau verk og ég fagna því ef fjölmiðlar sýna því áhuga og skoða verk mín og árangur. Það að taka á rekstrarvanda opinberra stofnana fyrir hrun var vanþakklátt og einmanalegt starf. Ég var gagnrýndur harðlega og þá sérstaklega af félögum Kolbeins í VG. Gagnrýnin var oft á tíðum persónuleg og rætin. Það sem mér finnst verst við skrif Kolbeins er að hann veit betur. Ég gaf honum líka tækifæri til að leiðrétta rangfærslurnar en hann kaus að gera það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, núverandi blaðamaður og fyrrverandi varaborgarfulltrúi R-listans og oddviti VG í Suðurkjördæmi, skrifar um mig í Fréttablaðinu sl. fimmtudag. Ég kemst ekki hjá því að leiðrétta rangfærslur í grein hans. Kolbeinn segir: „Í þriggja ára ráðherratíð Guðlaugs fór spítalinn 5,1 milljarð fram úr fjárlögum.“ Nú er skemmst frá því að segja að ég var ráðherra frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Það gerir 20 mánuði. Hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að hallinn hafi verið 5,1 milljarður er mér hulin ráðgata. Því síður skil ég af hverju hann er að skamma mig fyrir rekstur Landspítalans. Kolbeinn veit að ég tók á rekstri Landspítalans þegar ég var ráðherra. Þá hafði verið gríðarlegur halli á spítalanum í mörg ár. Ég greip til aðgerða og setti m.a. af stað nefnd sem þáverandi forstjóri kallaði tilsjónarnefnd. Í framhaldinu kom ég á faglegri stjórn á spítalanum og nýr forstjóri var ráðinn eftir auglýsingu, en það hafði ekki verið gert áður. Árangurinn skilaði sér ekki eingöngu í betri rekstri heldur einnig í meiri afköstum á spítalanum. Styttri biðlistum, meiri þjónustu o.s.frv. Á forsíðu Fréttablaðsins hinn 29. ágúst 2008 er frétt um bættan rekstur spítalans og þar kemur fram að hallinn eftir sex mánuði var 0,8% miðað við 5,5% á sama tíma árið á undan. Niðurstaðan var 0,6% halli á rekstri en vegna falls krónunnar var heildarhallinn meiri. Landspítalinn hefur þá sérstöðu á meðal ríkisstofnana að rekstur hans er að nokkrum hluta háður gengi krónunnar, aðallega vegna lyfjakaupa. Það hefur enginn mér vitanlega haldið því fram að stjórnendur spítalans eða ráðherra heilbrigðismála geti haft stjórn á gengi krónunnar. Það má nefna fleiri dæmi um það hvernig ég tók á rekstrarvanda stofnana og hvernig ég vann að sparnaði og bættri þjónustu. Ég fór óhræddur í þau verk og ég fagna því ef fjölmiðlar sýna því áhuga og skoða verk mín og árangur. Það að taka á rekstrarvanda opinberra stofnana fyrir hrun var vanþakklátt og einmanalegt starf. Ég var gagnrýndur harðlega og þá sérstaklega af félögum Kolbeins í VG. Gagnrýnin var oft á tíðum persónuleg og rætin. Það sem mér finnst verst við skrif Kolbeins er að hann veit betur. Ég gaf honum líka tækifæri til að leiðrétta rangfærslurnar en hann kaus að gera það ekki.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar