Einstæð móðir á leiðinni í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2011 07:00 Fanney Lind Guðmundsdóttir Í leik með Hamarsliðinu á síðasta tímabili. Mynd/Daníel Helena Sverrisdóttir verður ekki eina íslenska körfuboltakonan sem spilar í Evrópu í vetur því þær Fanney Lind Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eru einnig á útleið. Fanney hefur samið við franska liðið Union Sportive de La Glacerie sem spilar í NF2-deildinni og Ragna Margrét ætlar að fylgja kærasta sínum, Pavel Ermolinskij, til Sundsvall í Svíþjóð. „Ég er búin að vera að stefna að þessu í ár. Ég er mjög spennt fyrir þessu en líka smá stressuð. Þetta verður öðruvísi enda í fyrsta skiptið sem ég spila fyrir annað lið en Hamar. Ég var lengi að hugsa þetta því það var svolítið erfitt að fara frá Hamri. Það er bara ekki oft sem maður fær svona tækifæri og ég ákvað bara að slá til,“ sagði hin 22 ára Fanney sem er á leiðinni til Cherbourg í Normandíhéraði í Frakklandi. Fanney ætlar bara að einbeita sér að körfunni úti en hún verður ekki ein úti þar sem fjögurra ára dóttir hennar, Máría Líney Dalmay, verður með í för. „Hún verður með mér úti en kemur nokkrum vikum seinna með mömmu. Ég verð síðan með „au pair“ sem mun gæta hennar á meðan ég er á æfingum og í leikjum. Þetta er algjör draumur og ég er mjög ánægð,“ sagði Fanney sem kvíðir því ekki að vera einstæð móðir í atvinnumennsku. „Það er allt hægt og ég ákvað bara að prófa þetta,“ sagði Fanney sem var lykilmaður í deildarmeistaraliði Hamars á síðasta tímabili. „Ég er mjög stolt af mínum tíma í Hamri en þetta verður bara ævintýri,“ sagði Fanney Lind sem mun spila í sömu deild og Sigrún Ámundadóttir gerði á síðasta tímabili. Ragna Margrét sem hefur leikið með Haukum ætlar að spila með KFUM Sundsvall í næstefstu deildinni í Svíþjóð. „Ég hafði samband við þjálfarann og spurði hvort ég mætti ekki vera með. Hann var mjög glaður með það,“ sagði Ragna Margrét. Telja má líklegt að Ragna verði mikill liðstyrkur fyrir Sundsvall-liðið enda spilaði hún mjög vel með Haukum á síðustu leiktíð og var valin í lið ársins. Dominos-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Helena Sverrisdóttir verður ekki eina íslenska körfuboltakonan sem spilar í Evrópu í vetur því þær Fanney Lind Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eru einnig á útleið. Fanney hefur samið við franska liðið Union Sportive de La Glacerie sem spilar í NF2-deildinni og Ragna Margrét ætlar að fylgja kærasta sínum, Pavel Ermolinskij, til Sundsvall í Svíþjóð. „Ég er búin að vera að stefna að þessu í ár. Ég er mjög spennt fyrir þessu en líka smá stressuð. Þetta verður öðruvísi enda í fyrsta skiptið sem ég spila fyrir annað lið en Hamar. Ég var lengi að hugsa þetta því það var svolítið erfitt að fara frá Hamri. Það er bara ekki oft sem maður fær svona tækifæri og ég ákvað bara að slá til,“ sagði hin 22 ára Fanney sem er á leiðinni til Cherbourg í Normandíhéraði í Frakklandi. Fanney ætlar bara að einbeita sér að körfunni úti en hún verður ekki ein úti þar sem fjögurra ára dóttir hennar, Máría Líney Dalmay, verður með í för. „Hún verður með mér úti en kemur nokkrum vikum seinna með mömmu. Ég verð síðan með „au pair“ sem mun gæta hennar á meðan ég er á æfingum og í leikjum. Þetta er algjör draumur og ég er mjög ánægð,“ sagði Fanney sem kvíðir því ekki að vera einstæð móðir í atvinnumennsku. „Það er allt hægt og ég ákvað bara að prófa þetta,“ sagði Fanney sem var lykilmaður í deildarmeistaraliði Hamars á síðasta tímabili. „Ég er mjög stolt af mínum tíma í Hamri en þetta verður bara ævintýri,“ sagði Fanney Lind sem mun spila í sömu deild og Sigrún Ámundadóttir gerði á síðasta tímabili. Ragna Margrét sem hefur leikið með Haukum ætlar að spila með KFUM Sundsvall í næstefstu deildinni í Svíþjóð. „Ég hafði samband við þjálfarann og spurði hvort ég mætti ekki vera með. Hann var mjög glaður með það,“ sagði Ragna Margrét. Telja má líklegt að Ragna verði mikill liðstyrkur fyrir Sundsvall-liðið enda spilaði hún mjög vel með Haukum á síðustu leiktíð og var valin í lið ársins.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira