Ofbeldis- og slysalaus helgi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 29. júlí 2011 08:00 Verslunarmannahelgin er framundan, löng helgi hjá flestum nema hluta verslunarmanna og tilvalin til samfunda við fjölskyldu og vini. Tvennt er það sem allt of lengi hefur sett of mikinn svip á þessa miklu ferða- og samkomuhelgi. Annað eru umferðarslys og óhöpp sem rekja má annars vegar til umferðarálags en hins vegar til óábyrgs aksturs undir áhrifum. Hitt er ofbeldi á samkomum þar sem hlutfall fólks undir áhrifum er allt of hátt. Þá er bæði átt við kynferðislegt ofbeldi og barsmíðar. Á þröskuldi verslunarmannahelgar er ágætt að hafa þetta í huga og að hver og einn velti fyrir sér framlagi sínu til að helgin verði gleðileg hjá sem flestum. Þeir sem ætla að setjast undir stýri geta bókað að umferðin verður mikil. Það er því best að gera ráð fyrir því fyrirfram að ferðalög taki lengri tíma en endranær. Auk þess að hafa í huga að þolinmæði er dyggð. Akstur undir áhrifum er auðvitað fáránlegur. Það sjá allir sem eru allsgáðir en því miður ekki allir sem eru undir áhrifum. Þess vegna er svo mikilvægt að ákveða það fyrirfram að aka aldrei undir áhrifum. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er í Nei-hópnum í viðtali við blaðið í dag. Þegar þetta er sagt er átt við kynferðislegt ofbeldi en fullyrðingin á auðvitað við um hvers konar ofbeldi. Það er jú alltaf ofbeldismaðurinn sem ber ábyrgð á gjörðum sínum. Hvort heldur hann beitir kynferðislegu ofbeldi eða hnefum í slagsmálum. Finnborg og Thomas Brorsen Smidt sem einnig starfar í Nei-hreyfingunni gagnrýna það sem hefur verið kallað nauðgunarmenning og felst í því að gera lítið úr nauðgunum. Þau velta fyrir sér hvort verið geti að nauðganir séu algengari en þær ella væru vegna þess að ekki sé litið á nauðgun sem þann ógeðslega og óæskilega atburð sem hún er. Það er í anda þeirrar nauðgunarmenningar sem forráðamenn útihátíða gera lítið úr nauðgunum á þeim hátíðum sem þeir bera ábyrgð á, halda jafnvel fram að hátíðir hafi farið vel fram þrátt fyrir að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á þeim. Að ekki sé minnst á að ganga svo langt að halda því fram að fleiri nauðganir hafi átt sér stað þegar Stígamót voru á staðnum eins og formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum hélt fram fyrr á þessu ári. Vonandi er framundan helgi þar sem umferðin fer vel og farsællega fram, enginn ekur undir áhrifum, enginn of hratt og allir sem einn sýna þolinmæði og stillingu. Enn fremur er óskandi að allt samkomuhald fari fram með friði og spekt. Þar verði hófsemd og gleði ríkjandi en ekki óhóf og ofbeldi. Góða helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Verslunarmannahelgin er framundan, löng helgi hjá flestum nema hluta verslunarmanna og tilvalin til samfunda við fjölskyldu og vini. Tvennt er það sem allt of lengi hefur sett of mikinn svip á þessa miklu ferða- og samkomuhelgi. Annað eru umferðarslys og óhöpp sem rekja má annars vegar til umferðarálags en hins vegar til óábyrgs aksturs undir áhrifum. Hitt er ofbeldi á samkomum þar sem hlutfall fólks undir áhrifum er allt of hátt. Þá er bæði átt við kynferðislegt ofbeldi og barsmíðar. Á þröskuldi verslunarmannahelgar er ágætt að hafa þetta í huga og að hver og einn velti fyrir sér framlagi sínu til að helgin verði gleðileg hjá sem flestum. Þeir sem ætla að setjast undir stýri geta bókað að umferðin verður mikil. Það er því best að gera ráð fyrir því fyrirfram að ferðalög taki lengri tíma en endranær. Auk þess að hafa í huga að þolinmæði er dyggð. Akstur undir áhrifum er auðvitað fáránlegur. Það sjá allir sem eru allsgáðir en því miður ekki allir sem eru undir áhrifum. Þess vegna er svo mikilvægt að ákveða það fyrirfram að aka aldrei undir áhrifum. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er í Nei-hópnum í viðtali við blaðið í dag. Þegar þetta er sagt er átt við kynferðislegt ofbeldi en fullyrðingin á auðvitað við um hvers konar ofbeldi. Það er jú alltaf ofbeldismaðurinn sem ber ábyrgð á gjörðum sínum. Hvort heldur hann beitir kynferðislegu ofbeldi eða hnefum í slagsmálum. Finnborg og Thomas Brorsen Smidt sem einnig starfar í Nei-hreyfingunni gagnrýna það sem hefur verið kallað nauðgunarmenning og felst í því að gera lítið úr nauðgunum. Þau velta fyrir sér hvort verið geti að nauðganir séu algengari en þær ella væru vegna þess að ekki sé litið á nauðgun sem þann ógeðslega og óæskilega atburð sem hún er. Það er í anda þeirrar nauðgunarmenningar sem forráðamenn útihátíða gera lítið úr nauðgunum á þeim hátíðum sem þeir bera ábyrgð á, halda jafnvel fram að hátíðir hafi farið vel fram þrátt fyrir að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á þeim. Að ekki sé minnst á að ganga svo langt að halda því fram að fleiri nauðganir hafi átt sér stað þegar Stígamót voru á staðnum eins og formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum hélt fram fyrr á þessu ári. Vonandi er framundan helgi þar sem umferðin fer vel og farsællega fram, enginn ekur undir áhrifum, enginn of hratt og allir sem einn sýna þolinmæði og stillingu. Enn fremur er óskandi að allt samkomuhald fari fram með friði og spekt. Þar verði hófsemd og gleði ríkjandi en ekki óhóf og ofbeldi. Góða helgi.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun