Þjóðverji bjargaði 20 ungmennum af Útey 26. júlí 2011 04:45 Ættingjar fórnarlamba skotárasanna í Útey hafa margir safnast saman við eyjuna síðustu daga til að kveðja ástvini sína. Myndir/ap Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Margir lýsa því hvernig þeir sáu vini sína skotna á hlaupum frá árásarmanninum Anders Behring Breivik. Aðrir voru skotnir á sundi frá eyjunni og í felum í tjöldum sínum eða inni í skálum. Breivik er lýst sem rólegum og yfirveguðum á meðan á morðunum stóð. Hann hljóp ekki á eftir þeim sem flúðu þess fullviss að ekkert skjól væri að finna á eyjunni. Sumum tókst þó að fela sig frá honum; undir rúmum, uppi í trjám og meira að segja inni í ísskáp. Þrátt fyrir hamslausa grimmdina virðist Breivik þó hafa verið fær um að sýna miskunn. Einn eftirlifenda, Adrian Pracon, lýsir því þegar Breivik mætti 10 ára gömlum hágrátandi dreng. Drengurinn sagði að faðir sinn væri dáinn en hann væri sjálfur of ungur til að deyja. Breivik leit á drenginn um stund og ákvað svo að hlífa honum. Skömmu síðar hóf hann þó skothríð aftur. Pracon sjálfur bjargaðist með naumindum en hann stakk sér til sunds til að flýja frá árásarmanninum. Hann gerði sér grein fyrir því þegar hann var kominn nokkuð frá eyjunni að hann kæmist ekki alla leið til lands og synti því til baka. Þegar hann var kominn aftur á land stóð hann skyndilega augliti til auglitis við Breivik sem af einhverjum ástæðum sleppti því að skjóta og fór í aðra átt. Pracon faldi sig í flæðarmálinu næstu klukkustundina en þá kom Breivik aftur með byssu á lofti. Fólk féll allt í kringum hann og hann lét sig detta og lét sem dauður væri við hlið fallinna félaga sinna. Pracon segist hafa beðið til guðs að Breivik myndi ekki uppgötva sig en hann færðist sífellt nær. Pracon fann andardrátt morðingjans og hitann frá hlaupinu og þá reið af skot sem hæfði Pracon í öxlina. Hann missti heyrnina tímabundið en passaði að hreyfa sig ekki þrátt fyrir sársaukann og komst því lífs af. Einnig hafa komið fram sögur af fórnarlömbum sem komu særðum vinum sínum í skjól. Þá björguðu eigendur báta í nágrenni Úteyjar nokkrum tugum úr eyjunni. Þýski ferðamaðurinn Marcel Gleffe bjargaði til dæmis 20 manns á árabáti sem hann hafði á leigu. Með líkum hætti kom Otto Løvik 40 til 50 ungmennum til bjargar. Løvik var í sumarleyfi nálægt Útey og hafði aðgang að báti. Hann þekkti skothljóðin strax og lét það ekki stöðva sig þótt Breivik skyti í átt að bátnum. Løvik segist enn ekki vera laus við andlit þeirra, sem hann þurfti að skilja eftir, úr huga sér. Það sama er sennilega hægt að segja um flesta sem voðaverkin upplifðu. magnusl@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Margir lýsa því hvernig þeir sáu vini sína skotna á hlaupum frá árásarmanninum Anders Behring Breivik. Aðrir voru skotnir á sundi frá eyjunni og í felum í tjöldum sínum eða inni í skálum. Breivik er lýst sem rólegum og yfirveguðum á meðan á morðunum stóð. Hann hljóp ekki á eftir þeim sem flúðu þess fullviss að ekkert skjól væri að finna á eyjunni. Sumum tókst þó að fela sig frá honum; undir rúmum, uppi í trjám og meira að segja inni í ísskáp. Þrátt fyrir hamslausa grimmdina virðist Breivik þó hafa verið fær um að sýna miskunn. Einn eftirlifenda, Adrian Pracon, lýsir því þegar Breivik mætti 10 ára gömlum hágrátandi dreng. Drengurinn sagði að faðir sinn væri dáinn en hann væri sjálfur of ungur til að deyja. Breivik leit á drenginn um stund og ákvað svo að hlífa honum. Skömmu síðar hóf hann þó skothríð aftur. Pracon sjálfur bjargaðist með naumindum en hann stakk sér til sunds til að flýja frá árásarmanninum. Hann gerði sér grein fyrir því þegar hann var kominn nokkuð frá eyjunni að hann kæmist ekki alla leið til lands og synti því til baka. Þegar hann var kominn aftur á land stóð hann skyndilega augliti til auglitis við Breivik sem af einhverjum ástæðum sleppti því að skjóta og fór í aðra átt. Pracon faldi sig í flæðarmálinu næstu klukkustundina en þá kom Breivik aftur með byssu á lofti. Fólk féll allt í kringum hann og hann lét sig detta og lét sem dauður væri við hlið fallinna félaga sinna. Pracon segist hafa beðið til guðs að Breivik myndi ekki uppgötva sig en hann færðist sífellt nær. Pracon fann andardrátt morðingjans og hitann frá hlaupinu og þá reið af skot sem hæfði Pracon í öxlina. Hann missti heyrnina tímabundið en passaði að hreyfa sig ekki þrátt fyrir sársaukann og komst því lífs af. Einnig hafa komið fram sögur af fórnarlömbum sem komu særðum vinum sínum í skjól. Þá björguðu eigendur báta í nágrenni Úteyjar nokkrum tugum úr eyjunni. Þýski ferðamaðurinn Marcel Gleffe bjargaði til dæmis 20 manns á árabáti sem hann hafði á leigu. Með líkum hætti kom Otto Løvik 40 til 50 ungmennum til bjargar. Løvik var í sumarleyfi nálægt Útey og hafði aðgang að báti. Hann þekkti skothljóðin strax og lét það ekki stöðva sig þótt Breivik skyti í átt að bátnum. Løvik segist enn ekki vera laus við andlit þeirra, sem hann þurfti að skilja eftir, úr huga sér. Það sama er sennilega hægt að segja um flesta sem voðaverkin upplifðu. magnusl@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent