Þjóðverji bjargaði 20 ungmennum af Útey 26. júlí 2011 04:45 Ættingjar fórnarlamba skotárasanna í Útey hafa margir safnast saman við eyjuna síðustu daga til að kveðja ástvini sína. Myndir/ap Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Margir lýsa því hvernig þeir sáu vini sína skotna á hlaupum frá árásarmanninum Anders Behring Breivik. Aðrir voru skotnir á sundi frá eyjunni og í felum í tjöldum sínum eða inni í skálum. Breivik er lýst sem rólegum og yfirveguðum á meðan á morðunum stóð. Hann hljóp ekki á eftir þeim sem flúðu þess fullviss að ekkert skjól væri að finna á eyjunni. Sumum tókst þó að fela sig frá honum; undir rúmum, uppi í trjám og meira að segja inni í ísskáp. Þrátt fyrir hamslausa grimmdina virðist Breivik þó hafa verið fær um að sýna miskunn. Einn eftirlifenda, Adrian Pracon, lýsir því þegar Breivik mætti 10 ára gömlum hágrátandi dreng. Drengurinn sagði að faðir sinn væri dáinn en hann væri sjálfur of ungur til að deyja. Breivik leit á drenginn um stund og ákvað svo að hlífa honum. Skömmu síðar hóf hann þó skothríð aftur. Pracon sjálfur bjargaðist með naumindum en hann stakk sér til sunds til að flýja frá árásarmanninum. Hann gerði sér grein fyrir því þegar hann var kominn nokkuð frá eyjunni að hann kæmist ekki alla leið til lands og synti því til baka. Þegar hann var kominn aftur á land stóð hann skyndilega augliti til auglitis við Breivik sem af einhverjum ástæðum sleppti því að skjóta og fór í aðra átt. Pracon faldi sig í flæðarmálinu næstu klukkustundina en þá kom Breivik aftur með byssu á lofti. Fólk féll allt í kringum hann og hann lét sig detta og lét sem dauður væri við hlið fallinna félaga sinna. Pracon segist hafa beðið til guðs að Breivik myndi ekki uppgötva sig en hann færðist sífellt nær. Pracon fann andardrátt morðingjans og hitann frá hlaupinu og þá reið af skot sem hæfði Pracon í öxlina. Hann missti heyrnina tímabundið en passaði að hreyfa sig ekki þrátt fyrir sársaukann og komst því lífs af. Einnig hafa komið fram sögur af fórnarlömbum sem komu særðum vinum sínum í skjól. Þá björguðu eigendur báta í nágrenni Úteyjar nokkrum tugum úr eyjunni. Þýski ferðamaðurinn Marcel Gleffe bjargaði til dæmis 20 manns á árabáti sem hann hafði á leigu. Með líkum hætti kom Otto Løvik 40 til 50 ungmennum til bjargar. Løvik var í sumarleyfi nálægt Útey og hafði aðgang að báti. Hann þekkti skothljóðin strax og lét það ekki stöðva sig þótt Breivik skyti í átt að bátnum. Løvik segist enn ekki vera laus við andlit þeirra, sem hann þurfti að skilja eftir, úr huga sér. Það sama er sennilega hægt að segja um flesta sem voðaverkin upplifðu. magnusl@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Margir lýsa því hvernig þeir sáu vini sína skotna á hlaupum frá árásarmanninum Anders Behring Breivik. Aðrir voru skotnir á sundi frá eyjunni og í felum í tjöldum sínum eða inni í skálum. Breivik er lýst sem rólegum og yfirveguðum á meðan á morðunum stóð. Hann hljóp ekki á eftir þeim sem flúðu þess fullviss að ekkert skjól væri að finna á eyjunni. Sumum tókst þó að fela sig frá honum; undir rúmum, uppi í trjám og meira að segja inni í ísskáp. Þrátt fyrir hamslausa grimmdina virðist Breivik þó hafa verið fær um að sýna miskunn. Einn eftirlifenda, Adrian Pracon, lýsir því þegar Breivik mætti 10 ára gömlum hágrátandi dreng. Drengurinn sagði að faðir sinn væri dáinn en hann væri sjálfur of ungur til að deyja. Breivik leit á drenginn um stund og ákvað svo að hlífa honum. Skömmu síðar hóf hann þó skothríð aftur. Pracon sjálfur bjargaðist með naumindum en hann stakk sér til sunds til að flýja frá árásarmanninum. Hann gerði sér grein fyrir því þegar hann var kominn nokkuð frá eyjunni að hann kæmist ekki alla leið til lands og synti því til baka. Þegar hann var kominn aftur á land stóð hann skyndilega augliti til auglitis við Breivik sem af einhverjum ástæðum sleppti því að skjóta og fór í aðra átt. Pracon faldi sig í flæðarmálinu næstu klukkustundina en þá kom Breivik aftur með byssu á lofti. Fólk féll allt í kringum hann og hann lét sig detta og lét sem dauður væri við hlið fallinna félaga sinna. Pracon segist hafa beðið til guðs að Breivik myndi ekki uppgötva sig en hann færðist sífellt nær. Pracon fann andardrátt morðingjans og hitann frá hlaupinu og þá reið af skot sem hæfði Pracon í öxlina. Hann missti heyrnina tímabundið en passaði að hreyfa sig ekki þrátt fyrir sársaukann og komst því lífs af. Einnig hafa komið fram sögur af fórnarlömbum sem komu særðum vinum sínum í skjól. Þá björguðu eigendur báta í nágrenni Úteyjar nokkrum tugum úr eyjunni. Þýski ferðamaðurinn Marcel Gleffe bjargaði til dæmis 20 manns á árabáti sem hann hafði á leigu. Með líkum hætti kom Otto Løvik 40 til 50 ungmennum til bjargar. Løvik var í sumarleyfi nálægt Útey og hafði aðgang að báti. Hann þekkti skothljóðin strax og lét það ekki stöðva sig þótt Breivik skyti í átt að bátnum. Løvik segist enn ekki vera laus við andlit þeirra, sem hann þurfti að skilja eftir, úr huga sér. Það sama er sennilega hægt að segja um flesta sem voðaverkin upplifðu. magnusl@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira