Það vantar ekki stefnu - það vantar vilja 4. júní 2011 06:00 Af opinberri umræðu í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um unga rítalínfíkla og læknadóp mætti ætla að algjört stefnuleysi ríkti á Íslandi í málum ungra fíkniefnaneytenda. Sú er ekki raunin. Þvert á móti er hér rekin skýr og skilvirk stefna í meðferðarmálum ungra fíkla á vegum SÁÁ og þessi stefna hefur skilað árangri sem er bæði sýnilegur og góður. Þegar unglingadeild SÁÁ var opnuð um síðustu aldamót var biðlistum ungra fíkla eftir vímuefnameðferð eytt. Ungt fólk nýtur nú alltaf forgangs að meðferð. Allir sem vilja hjálp fá hana. Árangurinn af þessu hefur orðið sá að um aldamótin komu árlega rétt tæplega 300 einstaklingar 19 ára og yngri á Vog en þeir eru nú rétt rúmlega 200. Um aldamótin voru þessi ungmenni innrituð samtals um 450 sinnum. Innritanir þessa hóps eru í dag um 300. Um aldamótin komu tæplega 200 einstaklingar 19 ára og yngri í fyrsta skipti á Vog en ungir fíklar sem koma í fyrsta skipti í dag eru um 130. Allar eru þessar tölur á réttri leið; niðurleið. Ef horft er sérstaklega til ungra sprautufíkla þá höfðu um aldamótin um 65 sjúklingar 19 ára eða yngri, sem lögðust inn á Vog í fyrsta skipti, sprautað sig í æð. Í dag er þessi tala komin niður í 25. Þessi þróun er ekki tilviljun. Hún er afleiðing af bættu aðgengi ungmenna að meðferð. Hún er afrakstur af unglingameðferð SÁÁ. Meðferð gengur best í blönduðum hópiUnglingameðferð SÁÁ er rekin á sjúkrahúsinu Vogi. Í umræðunni í kjölfar umfjöllunar Kastljóss hefur mátt greina enduróm af gagnrýni á þá ráðstöfun; að ungir krakkar geti spillst af samvistum við eldra fólk í meðferð. Þessi tilhögun er hins vegar hvorki tilviljun né tilkomin vegna rekstrarlegrar hagræðingar. Hún er hluti af meðferðarstefnunni. Það er trú starfsmanna SÁÁ að meðferð ungmenna skili betri árangri þegar ungmennin blandast hópi fólks af ólíkum aldri og með mismunandi bakgrunn. Það ber vott um fordóma að sjá fyrir sér sjúklingahóp Vogs sem harðsvíraða glæpamenn eða illmenni. Sjúklingahópurinn samanstendur af allskyns fólki; meðal annars mæðrum og feðrum, öfum og ömmum; og bakgrunnur þessa fólks er um flest líkur þverskurði samfélagsins. Það er mat þeirra sem stýra unglingameðferð SÁÁ að meðferð í einslitum hópi ungmenna á sama aldri skili lakari árangri. Slíkir hópar geta verið veikur stuðningur fyrir krakka sem eru illa farnir af einelti og átökum í sínum jafnaldrahópi. Það er af þessum ástæðum sem SÁÁ kaus að hafa unglingameðferð sína á Vogi. Unglingameðferð SÁÁ byggir á stuttum innlögnum og langvarandi göngudeildarmeðferð unglingsins í samvinnu við fjölskyldu hans. Markmiðið er að fjölskyldan taki fullan þátt í meðferðinni. Eftir áratugarstarf hefur skapast mikil reynsla af þessu starfi og mikil hæfni meðal starfsfólksins. Sú uppbygging er ekki þrotlaus vinna og puð heldur gleðileg afleiðing af bata sjúklinganna. Þótt ég hafi tilgreint tölur til að sýna árangurinn af starfi unglingadeildarinnar þá eru að baki þeim einstaklingar sem hafa aftur fundið fótfestu og náð að blómstra í sínu lífi. Enginn sprautufaraldur í grunnskólumEn því miður á það ekki við um alla. Ótímabær dauðsföll ungra fíkla eru mörg – alltof mörg. Sumir ná sér heldur ekki á strik, nema þá í stuttan tíma, og falla aftur og aftur niður í sama farið. Þunginn af vinnu SÁÁ vegna sprautufíknar er ekki vegna mjög ungra fíkla heldur fíkla sem eru að nálgast miðjan aldur og eru illa farnir bæði líkamlega og andlega. Með því að sinna þessu fólki vel – nú síðast með þróun viðhaldsmeðferðar amfetamín- og rítalínfíkla í samvinnu við NIDA, fíkniefnarannsóknarstofnunar Bandaríkjanna – er ekki aðeins mögulegt að hjálpa þessu fólki til betra lífs heldur dregur úr neikvæðum félagslegum áhrifum þess í samfélaginu – þar með talin áhrif á unga fíkla. Flestir sem eru í unglingameðferð hjá SÁÁ eru komnir undir tvítugt. Aldurshóparnir 17-19 ára eru fjölmennastir. Það koma 16 ára krakkar til meðferðar og jafnvel 15 ára en það er fátítt. Yngsta fólkið sem hefur komið til meðferðar á Vogi hefur verið 14 ára. Miðað við umræðuna að undanförnu kann þetta að koma einhverjum á óvart. Á það ber hins vegar að líta að það er ákaflega fátítt að krakkar undir 16 ára aldri hafi þróað með sér áfengis- eða vímuefnasjúkdóm. Og það er ekki alltaf gefið að þótt krakkar á grunnskólaaldri neyti vímuefna að þeir hafi þróað með sér fíknisjúkdóm. Fíkniefnaneysla getur á þessum árum verið hluti af og afleiðing hegðunarvandræða frekar en orsök vandans. Af þessum sökum hefur SÁÁ litið svo á að það sé Barnaverndarstofu að þjónusta þennan hóp. SÁÁ er hins vegar tilbúið að taka við öllum þeim krökkum sem skilgreind eru sem áfengis- eða vímuefnasjúklingar og vinna með og miðla til Barnaverndarstofu með öllum hætti reynslu og þekkingu samtakanna á sjúkdóminum og meðferð við honum. En þótt þarna megi benda á óleystan vanda þá er það ekki svo að við þurfum að bregðast við sprautufaraldri meðal grunnskólabarna. Það væri hryggilegt ef umræða undanfarinna daga leiddi til þess að hér risi upp krafa um einhvers konar unglingafangelsi þar sem börn yrðu sett í nauðarvistun mánuðum og árum saman. Þótt einhver kunni að telja það eðlileg viðbrögð, að fjarlægja vandann úr samfélaginu, þá hverfur vandinn ekki við það og eins eru jafnharkalegt ofbeldi og langtíma frelsissvipting óafsakanlegt gagnvart þeim börnum sem í hlut eiga. Forvarnir til þeirra sem eru í mestri hættuSÁÁ hefur óskað eftir stuðningi stjórnvalda til að reka markvissar forvarnir en ekki uppskorið þá fjármuni sem samtökin hafa vænst. Forvarnir gegn öllum sjúkdómum eiga fyrst og fremst að beinast að þeim sem eru í mestri hættu. Og það er ljóst af rannsóknum á gagnagrunni SÁÁ að sá hópur barna sem er í mestri hættu að þróa með sér áfengis- og vímuefnafíkn eru börn alkóhólista. SÁÁ hefur þegar hafið starf við að nálgast þennan áhættuhóp áður en hann hefur neyslu og vinna með honum og fjölskyldum hans að því að auka vitund barnanna um áhættuna og kenna þeim að bregðast við henni. SÁÁ hefur líka óskað eftir opinberum stuðningi við eflingu foreldrahæfni áfengis- og vímuefnasjúklinga. Í flugvélum er okkur kennt að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur sjálf og áður en við hjálpum börnunum. Það sama á við um aðgerðir vegna vímuefnaneyslu. Það er því ómissandi þáttur í forvörnum gagnvart börnum að tryggja foreldrakynslóðinni greiðan og hindrunarlausan aðgang að meðferð. Með því að tryggja foreldrum meðferð stóraukum við lífsgæði barnanna og drögum úr áhættu á að þau þurfi að ganga í gegnum sömu þrautagöngu og foreldrarnir. Unglingameðferð liður í heildrænni stefnuÞetta er stefna SÁÁ gagnvart áfengis- og vímuefnavanda ungmenna og barna. Hún liggur í verkum samtakanna og starfi. Þrátt fyrir fjársvelti reka samtökin unglingameðferð sem skilar árangri. Þau halda úti markvissum forvörnum og gætu stóreflt þær ef til þess fengist meiri stuðningur. Samtökin hafa byggt upp viðhaldsmeðferð eldri sprautufíkla sem hefur dempandi áhrif á vöxt samfélags sprautufíkla. Og samtökin hafa reynt að verja þá meðferð sem foreldrakynslóðin þarf – þrátt fyrir margendurtekinn niðurskurð undanfarinna ára. Sá niðurskurður hefur gengið svo nærri starfsemi SÁÁ að ef hann gengur ekki til baka við næstu fjárlagagerð er hætt við að einhverjar stoðir þessarar árangursríku stefnu bresti. Og ef það gerist er raunveruleg hætta á að allt þetta viðkvæma starf falli saman. Það var þetta sem fráfarandi formaður SÁÁ, Þórarinn Tyrfingsson, átti við þegar hann sagði hættu á að við værum að færast þrjátíu ár aftur í tímann í meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga á Íslandi. Glundroðinn er hjá yfirvöldumEn á þá almenn tilfinning fyrir glundroða í þessum málaflokki enga stoð í raunveruleikanum? Jú, því miður, þá er þessi tilfinning að sumu byggð á réttu mati. Það er auðvitað ekkert annað en glundroði að á sama tíma og SÁÁ og öðrum sem fást við meðferð vímuefnasjúklinga er gert að sæta harkalegum niðurskurði skuli hvolfast yfir fíkniefnamarkaðinn vímuefni ávísuð af læknum og niðurgreidd af skattborgurum. Heildarkostnaður ríkisins af niðurgreiðslum á rítalíni er nálægt 550 milljónum króna og hefur hækkað um 75-100 milljónir króna á ári mörg undanfarin ár. SÁÁ hefur margsinnis birt opinberlega viðvaranir vegna þessa rítalínsfaraldurs – því miður fyrir daufum eyrum. Það lýsir engu öðru en stjórnleysi að stjórnvöld hafi ekki brugðist við fyrr en málið kemur til umfjöllunar í fréttum Ríkisútvarpsins. Á umliðnum árum hefur það einnig gerst að með fjárveitingum hefur ríkisvaldið hleypt af stokkunum eða styrkt starfsemi sem ætlað er að sinna heilbrigðisþjónustu gagnvart áfengis- og vímuefnasjúklingum, sem stenst engar kröfur. Lítil og veik félög og illa grundaðir einstaklingar hafa fengið fjármagn til rekstrar þrátt fyrir að hafa engan þrótt til að veita boðlega þjónustu eða halda henni úti. Það þarf sterkan faglegan grunn, vísindalegar undirstöður og sterka fjárhagslega innviði til að veita góða heilbrigðisþjónustu til langs tíma. Litlar og veikar einingar koðna undan þessari ábyrgð og skiptir þá engu hversu vel meinandi fólk er í upphafi. Það er því ábyrgðarhlutur af stjórnvöldum að setja svona starfsemi á flot; starfsemi sem getur ekki endað öðruvísi en illa. Það þarf að fylgja stefnunni – ekki endurskoða hanaMálflutningi SÁÁ er oft tekið eins og hann sé hagsmunagæsla og að SÁÁ sé hagsmunaaðili. En SÁÁ eru ekki hagsmunasamtök. Þau eru ekki að reyna að ná til sín neinum gæðum, neinum kvóta, lífeyri eða framfærslu. Þvert á móti berjast SÁÁ fyrir því að sjúklingarnir komi undir sig fótunum, þiggi minna af ríkinu og borgi hærri skatta. Greiningu SÁÁ á vandanum og tillögur til úrbóta ber því að skoða sem það sem þær eru; mat og tillögur byggðar á bestu undirstöðunum og mestu reynslunni. Í stjórnmálalegu umróti er gott til þess að hugsa að stjórnvöld þurfa ekki endurskoða stefnu í áfengis- og vímuefnameðferð. Stjórnvöld ættu því að láta af tilraunastarfsemi og leggja lið þeim sem hafa sýnt að þeir geti rekið hér trausta stefnu í áfengis- og vímuefnamálum á umliðnum þremur áratugum. Í áfengis- og vímuefnamálum vantar ekki stefnu – það vantar vilja til að fylgja henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Af opinberri umræðu í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um unga rítalínfíkla og læknadóp mætti ætla að algjört stefnuleysi ríkti á Íslandi í málum ungra fíkniefnaneytenda. Sú er ekki raunin. Þvert á móti er hér rekin skýr og skilvirk stefna í meðferðarmálum ungra fíkla á vegum SÁÁ og þessi stefna hefur skilað árangri sem er bæði sýnilegur og góður. Þegar unglingadeild SÁÁ var opnuð um síðustu aldamót var biðlistum ungra fíkla eftir vímuefnameðferð eytt. Ungt fólk nýtur nú alltaf forgangs að meðferð. Allir sem vilja hjálp fá hana. Árangurinn af þessu hefur orðið sá að um aldamótin komu árlega rétt tæplega 300 einstaklingar 19 ára og yngri á Vog en þeir eru nú rétt rúmlega 200. Um aldamótin voru þessi ungmenni innrituð samtals um 450 sinnum. Innritanir þessa hóps eru í dag um 300. Um aldamótin komu tæplega 200 einstaklingar 19 ára og yngri í fyrsta skipti á Vog en ungir fíklar sem koma í fyrsta skipti í dag eru um 130. Allar eru þessar tölur á réttri leið; niðurleið. Ef horft er sérstaklega til ungra sprautufíkla þá höfðu um aldamótin um 65 sjúklingar 19 ára eða yngri, sem lögðust inn á Vog í fyrsta skipti, sprautað sig í æð. Í dag er þessi tala komin niður í 25. Þessi þróun er ekki tilviljun. Hún er afleiðing af bættu aðgengi ungmenna að meðferð. Hún er afrakstur af unglingameðferð SÁÁ. Meðferð gengur best í blönduðum hópiUnglingameðferð SÁÁ er rekin á sjúkrahúsinu Vogi. Í umræðunni í kjölfar umfjöllunar Kastljóss hefur mátt greina enduróm af gagnrýni á þá ráðstöfun; að ungir krakkar geti spillst af samvistum við eldra fólk í meðferð. Þessi tilhögun er hins vegar hvorki tilviljun né tilkomin vegna rekstrarlegrar hagræðingar. Hún er hluti af meðferðarstefnunni. Það er trú starfsmanna SÁÁ að meðferð ungmenna skili betri árangri þegar ungmennin blandast hópi fólks af ólíkum aldri og með mismunandi bakgrunn. Það ber vott um fordóma að sjá fyrir sér sjúklingahóp Vogs sem harðsvíraða glæpamenn eða illmenni. Sjúklingahópurinn samanstendur af allskyns fólki; meðal annars mæðrum og feðrum, öfum og ömmum; og bakgrunnur þessa fólks er um flest líkur þverskurði samfélagsins. Það er mat þeirra sem stýra unglingameðferð SÁÁ að meðferð í einslitum hópi ungmenna á sama aldri skili lakari árangri. Slíkir hópar geta verið veikur stuðningur fyrir krakka sem eru illa farnir af einelti og átökum í sínum jafnaldrahópi. Það er af þessum ástæðum sem SÁÁ kaus að hafa unglingameðferð sína á Vogi. Unglingameðferð SÁÁ byggir á stuttum innlögnum og langvarandi göngudeildarmeðferð unglingsins í samvinnu við fjölskyldu hans. Markmiðið er að fjölskyldan taki fullan þátt í meðferðinni. Eftir áratugarstarf hefur skapast mikil reynsla af þessu starfi og mikil hæfni meðal starfsfólksins. Sú uppbygging er ekki þrotlaus vinna og puð heldur gleðileg afleiðing af bata sjúklinganna. Þótt ég hafi tilgreint tölur til að sýna árangurinn af starfi unglingadeildarinnar þá eru að baki þeim einstaklingar sem hafa aftur fundið fótfestu og náð að blómstra í sínu lífi. Enginn sprautufaraldur í grunnskólumEn því miður á það ekki við um alla. Ótímabær dauðsföll ungra fíkla eru mörg – alltof mörg. Sumir ná sér heldur ekki á strik, nema þá í stuttan tíma, og falla aftur og aftur niður í sama farið. Þunginn af vinnu SÁÁ vegna sprautufíknar er ekki vegna mjög ungra fíkla heldur fíkla sem eru að nálgast miðjan aldur og eru illa farnir bæði líkamlega og andlega. Með því að sinna þessu fólki vel – nú síðast með þróun viðhaldsmeðferðar amfetamín- og rítalínfíkla í samvinnu við NIDA, fíkniefnarannsóknarstofnunar Bandaríkjanna – er ekki aðeins mögulegt að hjálpa þessu fólki til betra lífs heldur dregur úr neikvæðum félagslegum áhrifum þess í samfélaginu – þar með talin áhrif á unga fíkla. Flestir sem eru í unglingameðferð hjá SÁÁ eru komnir undir tvítugt. Aldurshóparnir 17-19 ára eru fjölmennastir. Það koma 16 ára krakkar til meðferðar og jafnvel 15 ára en það er fátítt. Yngsta fólkið sem hefur komið til meðferðar á Vogi hefur verið 14 ára. Miðað við umræðuna að undanförnu kann þetta að koma einhverjum á óvart. Á það ber hins vegar að líta að það er ákaflega fátítt að krakkar undir 16 ára aldri hafi þróað með sér áfengis- eða vímuefnasjúkdóm. Og það er ekki alltaf gefið að þótt krakkar á grunnskólaaldri neyti vímuefna að þeir hafi þróað með sér fíknisjúkdóm. Fíkniefnaneysla getur á þessum árum verið hluti af og afleiðing hegðunarvandræða frekar en orsök vandans. Af þessum sökum hefur SÁÁ litið svo á að það sé Barnaverndarstofu að þjónusta þennan hóp. SÁÁ er hins vegar tilbúið að taka við öllum þeim krökkum sem skilgreind eru sem áfengis- eða vímuefnasjúklingar og vinna með og miðla til Barnaverndarstofu með öllum hætti reynslu og þekkingu samtakanna á sjúkdóminum og meðferð við honum. En þótt þarna megi benda á óleystan vanda þá er það ekki svo að við þurfum að bregðast við sprautufaraldri meðal grunnskólabarna. Það væri hryggilegt ef umræða undanfarinna daga leiddi til þess að hér risi upp krafa um einhvers konar unglingafangelsi þar sem börn yrðu sett í nauðarvistun mánuðum og árum saman. Þótt einhver kunni að telja það eðlileg viðbrögð, að fjarlægja vandann úr samfélaginu, þá hverfur vandinn ekki við það og eins eru jafnharkalegt ofbeldi og langtíma frelsissvipting óafsakanlegt gagnvart þeim börnum sem í hlut eiga. Forvarnir til þeirra sem eru í mestri hættuSÁÁ hefur óskað eftir stuðningi stjórnvalda til að reka markvissar forvarnir en ekki uppskorið þá fjármuni sem samtökin hafa vænst. Forvarnir gegn öllum sjúkdómum eiga fyrst og fremst að beinast að þeim sem eru í mestri hættu. Og það er ljóst af rannsóknum á gagnagrunni SÁÁ að sá hópur barna sem er í mestri hættu að þróa með sér áfengis- og vímuefnafíkn eru börn alkóhólista. SÁÁ hefur þegar hafið starf við að nálgast þennan áhættuhóp áður en hann hefur neyslu og vinna með honum og fjölskyldum hans að því að auka vitund barnanna um áhættuna og kenna þeim að bregðast við henni. SÁÁ hefur líka óskað eftir opinberum stuðningi við eflingu foreldrahæfni áfengis- og vímuefnasjúklinga. Í flugvélum er okkur kennt að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur sjálf og áður en við hjálpum börnunum. Það sama á við um aðgerðir vegna vímuefnaneyslu. Það er því ómissandi þáttur í forvörnum gagnvart börnum að tryggja foreldrakynslóðinni greiðan og hindrunarlausan aðgang að meðferð. Með því að tryggja foreldrum meðferð stóraukum við lífsgæði barnanna og drögum úr áhættu á að þau þurfi að ganga í gegnum sömu þrautagöngu og foreldrarnir. Unglingameðferð liður í heildrænni stefnuÞetta er stefna SÁÁ gagnvart áfengis- og vímuefnavanda ungmenna og barna. Hún liggur í verkum samtakanna og starfi. Þrátt fyrir fjársvelti reka samtökin unglingameðferð sem skilar árangri. Þau halda úti markvissum forvörnum og gætu stóreflt þær ef til þess fengist meiri stuðningur. Samtökin hafa byggt upp viðhaldsmeðferð eldri sprautufíkla sem hefur dempandi áhrif á vöxt samfélags sprautufíkla. Og samtökin hafa reynt að verja þá meðferð sem foreldrakynslóðin þarf – þrátt fyrir margendurtekinn niðurskurð undanfarinna ára. Sá niðurskurður hefur gengið svo nærri starfsemi SÁÁ að ef hann gengur ekki til baka við næstu fjárlagagerð er hætt við að einhverjar stoðir þessarar árangursríku stefnu bresti. Og ef það gerist er raunveruleg hætta á að allt þetta viðkvæma starf falli saman. Það var þetta sem fráfarandi formaður SÁÁ, Þórarinn Tyrfingsson, átti við þegar hann sagði hættu á að við værum að færast þrjátíu ár aftur í tímann í meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga á Íslandi. Glundroðinn er hjá yfirvöldumEn á þá almenn tilfinning fyrir glundroða í þessum málaflokki enga stoð í raunveruleikanum? Jú, því miður, þá er þessi tilfinning að sumu byggð á réttu mati. Það er auðvitað ekkert annað en glundroði að á sama tíma og SÁÁ og öðrum sem fást við meðferð vímuefnasjúklinga er gert að sæta harkalegum niðurskurði skuli hvolfast yfir fíkniefnamarkaðinn vímuefni ávísuð af læknum og niðurgreidd af skattborgurum. Heildarkostnaður ríkisins af niðurgreiðslum á rítalíni er nálægt 550 milljónum króna og hefur hækkað um 75-100 milljónir króna á ári mörg undanfarin ár. SÁÁ hefur margsinnis birt opinberlega viðvaranir vegna þessa rítalínsfaraldurs – því miður fyrir daufum eyrum. Það lýsir engu öðru en stjórnleysi að stjórnvöld hafi ekki brugðist við fyrr en málið kemur til umfjöllunar í fréttum Ríkisútvarpsins. Á umliðnum árum hefur það einnig gerst að með fjárveitingum hefur ríkisvaldið hleypt af stokkunum eða styrkt starfsemi sem ætlað er að sinna heilbrigðisþjónustu gagnvart áfengis- og vímuefnasjúklingum, sem stenst engar kröfur. Lítil og veik félög og illa grundaðir einstaklingar hafa fengið fjármagn til rekstrar þrátt fyrir að hafa engan þrótt til að veita boðlega þjónustu eða halda henni úti. Það þarf sterkan faglegan grunn, vísindalegar undirstöður og sterka fjárhagslega innviði til að veita góða heilbrigðisþjónustu til langs tíma. Litlar og veikar einingar koðna undan þessari ábyrgð og skiptir þá engu hversu vel meinandi fólk er í upphafi. Það er því ábyrgðarhlutur af stjórnvöldum að setja svona starfsemi á flot; starfsemi sem getur ekki endað öðruvísi en illa. Það þarf að fylgja stefnunni – ekki endurskoða hanaMálflutningi SÁÁ er oft tekið eins og hann sé hagsmunagæsla og að SÁÁ sé hagsmunaaðili. En SÁÁ eru ekki hagsmunasamtök. Þau eru ekki að reyna að ná til sín neinum gæðum, neinum kvóta, lífeyri eða framfærslu. Þvert á móti berjast SÁÁ fyrir því að sjúklingarnir komi undir sig fótunum, þiggi minna af ríkinu og borgi hærri skatta. Greiningu SÁÁ á vandanum og tillögur til úrbóta ber því að skoða sem það sem þær eru; mat og tillögur byggðar á bestu undirstöðunum og mestu reynslunni. Í stjórnmálalegu umróti er gott til þess að hugsa að stjórnvöld þurfa ekki endurskoða stefnu í áfengis- og vímuefnameðferð. Stjórnvöld ættu því að láta af tilraunastarfsemi og leggja lið þeim sem hafa sýnt að þeir geti rekið hér trausta stefnu í áfengis- og vímuefnamálum á umliðnum þremur áratugum. Í áfengis- og vímuefnamálum vantar ekki stefnu – það vantar vilja til að fylgja henni.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun