Voru á leiðinni af jöklinum þegar gosið hófst 23. maí 2011 03:30 Ótal eldingar sáust í gosmekkinum í gær. Hann sést hér frá Vatnajökli, en jeppamenn óku upp á jökulinn og komust nálægt eldstöðinni. Mynd/jón ólafur magnússon Félagar úr fjallaklúbbnum 24x24 á Akureyri voru á Vatnajökli þegar gosið hófst og létu vita af því. „Við vorum þarna tíu félagar sem vorum að ganga á Miðfellstind í Vatnajökli," segir Ragnar Sverrisson. „Við byrjuðum að labba klukkan tvö aðfaranótt laugardags og vorum á fimmtán tíma labbi. Þegar við komum niður af tindinum keyrðum við að Kirkjubæjarklaustri. Það var alveg heiðskírt og við horfðum á jökulinn þegar eitt okkar í bílnum sagði: „Sjáið þið hvíta skýið sem kemur upp úr jöklinum." Annað sagði þá að það kæmu ekki ský upp úr jöklum," segir Ragnar. Skýið hækkaði og hækkaði svo hópurinn ákvað að stoppa bílana. „Við horfðum á þetta og fórum að taka myndir og föttuðum að þetta væri gos. Svo bara biðum við og horfðum í hálftíma og sáum þetta hækka. Þetta fór mörg þúsund metra upp í loftið meðan við vorum þarna." Hópurinn lét vita af því sem hann hafði séð þegar á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri var komið, og þar var gist aðfaranótt sunnudags. „Þegar við vöknuðum klukkan átta sagði eitthvert okkar að við yrðum nú að sofa lengur því það væri enn hánótt. Þá var svo mikið myrkur að við áttuðum okkur ekki strax. Viðar Sigmarsson var einnig í hópnum og þurfti að fara út í gærmorgun. „Bíllinn var kannski fjóra metra frá okkur og ég var bara gjörsamlega gráhærður þegar ég kom til baka. Það var aska alls staðar, maður sá ekki handa sinna skil." - þeb Helstu fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Félagar úr fjallaklúbbnum 24x24 á Akureyri voru á Vatnajökli þegar gosið hófst og létu vita af því. „Við vorum þarna tíu félagar sem vorum að ganga á Miðfellstind í Vatnajökli," segir Ragnar Sverrisson. „Við byrjuðum að labba klukkan tvö aðfaranótt laugardags og vorum á fimmtán tíma labbi. Þegar við komum niður af tindinum keyrðum við að Kirkjubæjarklaustri. Það var alveg heiðskírt og við horfðum á jökulinn þegar eitt okkar í bílnum sagði: „Sjáið þið hvíta skýið sem kemur upp úr jöklinum." Annað sagði þá að það kæmu ekki ský upp úr jöklum," segir Ragnar. Skýið hækkaði og hækkaði svo hópurinn ákvað að stoppa bílana. „Við horfðum á þetta og fórum að taka myndir og föttuðum að þetta væri gos. Svo bara biðum við og horfðum í hálftíma og sáum þetta hækka. Þetta fór mörg þúsund metra upp í loftið meðan við vorum þarna." Hópurinn lét vita af því sem hann hafði séð þegar á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri var komið, og þar var gist aðfaranótt sunnudags. „Þegar við vöknuðum klukkan átta sagði eitthvert okkar að við yrðum nú að sofa lengur því það væri enn hánótt. Þá var svo mikið myrkur að við áttuðum okkur ekki strax. Viðar Sigmarsson var einnig í hópnum og þurfti að fara út í gærmorgun. „Bíllinn var kannski fjóra metra frá okkur og ég var bara gjörsamlega gráhærður þegar ég kom til baka. Það var aska alls staðar, maður sá ekki handa sinna skil." - þeb
Helstu fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira