Voru á leiðinni af jöklinum þegar gosið hófst 23. maí 2011 03:30 Ótal eldingar sáust í gosmekkinum í gær. Hann sést hér frá Vatnajökli, en jeppamenn óku upp á jökulinn og komust nálægt eldstöðinni. Mynd/jón ólafur magnússon Félagar úr fjallaklúbbnum 24x24 á Akureyri voru á Vatnajökli þegar gosið hófst og létu vita af því. „Við vorum þarna tíu félagar sem vorum að ganga á Miðfellstind í Vatnajökli," segir Ragnar Sverrisson. „Við byrjuðum að labba klukkan tvö aðfaranótt laugardags og vorum á fimmtán tíma labbi. Þegar við komum niður af tindinum keyrðum við að Kirkjubæjarklaustri. Það var alveg heiðskírt og við horfðum á jökulinn þegar eitt okkar í bílnum sagði: „Sjáið þið hvíta skýið sem kemur upp úr jöklinum." Annað sagði þá að það kæmu ekki ský upp úr jöklum," segir Ragnar. Skýið hækkaði og hækkaði svo hópurinn ákvað að stoppa bílana. „Við horfðum á þetta og fórum að taka myndir og föttuðum að þetta væri gos. Svo bara biðum við og horfðum í hálftíma og sáum þetta hækka. Þetta fór mörg þúsund metra upp í loftið meðan við vorum þarna." Hópurinn lét vita af því sem hann hafði séð þegar á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri var komið, og þar var gist aðfaranótt sunnudags. „Þegar við vöknuðum klukkan átta sagði eitthvert okkar að við yrðum nú að sofa lengur því það væri enn hánótt. Þá var svo mikið myrkur að við áttuðum okkur ekki strax. Viðar Sigmarsson var einnig í hópnum og þurfti að fara út í gærmorgun. „Bíllinn var kannski fjóra metra frá okkur og ég var bara gjörsamlega gráhærður þegar ég kom til baka. Það var aska alls staðar, maður sá ekki handa sinna skil." - þeb Helstu fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Félagar úr fjallaklúbbnum 24x24 á Akureyri voru á Vatnajökli þegar gosið hófst og létu vita af því. „Við vorum þarna tíu félagar sem vorum að ganga á Miðfellstind í Vatnajökli," segir Ragnar Sverrisson. „Við byrjuðum að labba klukkan tvö aðfaranótt laugardags og vorum á fimmtán tíma labbi. Þegar við komum niður af tindinum keyrðum við að Kirkjubæjarklaustri. Það var alveg heiðskírt og við horfðum á jökulinn þegar eitt okkar í bílnum sagði: „Sjáið þið hvíta skýið sem kemur upp úr jöklinum." Annað sagði þá að það kæmu ekki ský upp úr jöklum," segir Ragnar. Skýið hækkaði og hækkaði svo hópurinn ákvað að stoppa bílana. „Við horfðum á þetta og fórum að taka myndir og föttuðum að þetta væri gos. Svo bara biðum við og horfðum í hálftíma og sáum þetta hækka. Þetta fór mörg þúsund metra upp í loftið meðan við vorum þarna." Hópurinn lét vita af því sem hann hafði séð þegar á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri var komið, og þar var gist aðfaranótt sunnudags. „Þegar við vöknuðum klukkan átta sagði eitthvert okkar að við yrðum nú að sofa lengur því það væri enn hánótt. Þá var svo mikið myrkur að við áttuðum okkur ekki strax. Viðar Sigmarsson var einnig í hópnum og þurfti að fara út í gærmorgun. „Bíllinn var kannski fjóra metra frá okkur og ég var bara gjörsamlega gráhærður þegar ég kom til baka. Það var aska alls staðar, maður sá ekki handa sinna skil." - þeb
Helstu fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira