Gosórói í sauðkindum fyrir Grímsvatnagosið 23. maí 2011 06:00 Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. Guðný Marta Óskarsdóttir, eiginkona Hannesar, sagði hið gegndarlausa öskufall hafa komið þeim í opna skjöldu. Sauðburður sé langt kominn á Hvoli og mest allt fé hafi verið úti við. Hjónin hafi óttast að talsvert af skepnunum hefði drepist. Þegar ósköpunum linnti fannst þó ekkert dautt fé. Þvert á móti. „Þegar við komum út voru tvær ær bornar þrílembdar og tvær tvílembdar,“ sagði Hannes sem kvað með ólíkindum hversu vel kindurnar hefðu staðið áhlaupið af sér. Lárus Helgason á Kálfafelli sagði svipaða sögu og Hannes. Útlitið hafi verið býsna svart en þegar að hafi verið gáð hafi ekkert fé reynst dautt. „Það virðist standa þetta ótrúlega vel af sér, meira að segja nýborin lömb. Manni stórlétti að sjá hvernig það spjaraði sig,“ sagði Lárus. Guðný á Hvoli sagði að í gærmorgun hafi allt verið „kolbikasvart“ en að ekki hafi þó væst um heimilisfólkið. Átján erlendir ferðamenn af ýmsu þjóðerni hafi verið í næturgistingu í sérstöku húsi rúma eitt hundrað metra frá íbúðarhúsinu. Þeir hafi ýmist verið á leið lengra austur á land eða í vesturátt til höfuðborgarsvæðisins. Hannes fór í gegn um biksvartan öskusortann til að huga að gestunum sem ekkert reyndist ama að. „Ég fór nú þarna á milli aðallega eftir minni,“ sagði hann. Hannes sagði fé sitt hafa verið mjög órólegt síðustu þrjá dagana fyrir gosið, sérstaklega á sjálfan gosdaginn. „Þær voru eirðarlausar og æddu um allt. Rolla sem var að bera kláraði það ekki fyrr en á fjórða staðnum. Þær voru allar á iði og fundu eitthvað á sér. Þær eru séðar,“ sagði Hannes. Viðmælendur í Fljótshverfi voru sammála um að öskulagið eftir hrinuna í gær hafi verið á bilinu einn og hálfur til tveir og hálfur sentimetrar. „Þótt þetta hafi sloppið til núna ætla ég rétt að vona að fáum ekki meira af slíkri ofankomu,“ sagði Hannes. Nú bíður stórhreingerning heimilisfólksins á Hvoli enda reyndist ómögulegt að halda öskunni úti. „Þetta smýgur inn um allt,“ sagði Guðný á Hvoli. gar@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
„Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. Guðný Marta Óskarsdóttir, eiginkona Hannesar, sagði hið gegndarlausa öskufall hafa komið þeim í opna skjöldu. Sauðburður sé langt kominn á Hvoli og mest allt fé hafi verið úti við. Hjónin hafi óttast að talsvert af skepnunum hefði drepist. Þegar ósköpunum linnti fannst þó ekkert dautt fé. Þvert á móti. „Þegar við komum út voru tvær ær bornar þrílembdar og tvær tvílembdar,“ sagði Hannes sem kvað með ólíkindum hversu vel kindurnar hefðu staðið áhlaupið af sér. Lárus Helgason á Kálfafelli sagði svipaða sögu og Hannes. Útlitið hafi verið býsna svart en þegar að hafi verið gáð hafi ekkert fé reynst dautt. „Það virðist standa þetta ótrúlega vel af sér, meira að segja nýborin lömb. Manni stórlétti að sjá hvernig það spjaraði sig,“ sagði Lárus. Guðný á Hvoli sagði að í gærmorgun hafi allt verið „kolbikasvart“ en að ekki hafi þó væst um heimilisfólkið. Átján erlendir ferðamenn af ýmsu þjóðerni hafi verið í næturgistingu í sérstöku húsi rúma eitt hundrað metra frá íbúðarhúsinu. Þeir hafi ýmist verið á leið lengra austur á land eða í vesturátt til höfuðborgarsvæðisins. Hannes fór í gegn um biksvartan öskusortann til að huga að gestunum sem ekkert reyndist ama að. „Ég fór nú þarna á milli aðallega eftir minni,“ sagði hann. Hannes sagði fé sitt hafa verið mjög órólegt síðustu þrjá dagana fyrir gosið, sérstaklega á sjálfan gosdaginn. „Þær voru eirðarlausar og æddu um allt. Rolla sem var að bera kláraði það ekki fyrr en á fjórða staðnum. Þær voru allar á iði og fundu eitthvað á sér. Þær eru séðar,“ sagði Hannes. Viðmælendur í Fljótshverfi voru sammála um að öskulagið eftir hrinuna í gær hafi verið á bilinu einn og hálfur til tveir og hálfur sentimetrar. „Þótt þetta hafi sloppið til núna ætla ég rétt að vona að fáum ekki meira af slíkri ofankomu,“ sagði Hannes. Nú bíður stórhreingerning heimilisfólksins á Hvoli enda reyndist ómögulegt að halda öskunni úti. „Þetta smýgur inn um allt,“ sagði Guðný á Hvoli. gar@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira