Árið sem ógeðið byrjaði Sveinn Rúnar Hauksson og Anna Pála Sverrisdóttir skrifar 14. maí 2011 07:00 Palestína Sveinn Rúnar Hauksson Anna Pála Sverrisdóttir höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Ógeðið heitir Nakba á arabísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofnað þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns. Nakba táknar líka hernámið sem staðið hefur í 63 ár, og það felur í sér margt ógeðið. Ekkert hernám einnar þjóðar á annarri í samtímasögunni hefur staðið eins lengi. Samt bendir ekkert til að leiðtogar Ísraels láti sér detta í hug af alvöru að skila herteknu landi, hvað þá hleypa fimm milljónum flóttamanna aftur heim. Síðastliðin 20 ár hefur viss friðarviðleitni verið í gangi, að minnsta kosti í orði, og er það Bandaríkjastjórn sem hefur haft frumkvæðið. Þessi viðleitni hefur þó ekki fært Ísrael og Palestínu nær réttlátri lausn. Þvert á móti hefur hernámið látlaust sótt á með aukinni landtöku frá Palestínumönnum, byggingu aðskilnaðarmúrs, skipulagðra morða á forystumönnum og stórfelldum stríðsaðgerðum gegn íbúum á Gaza. Ísrael hefur tekist með aðstoð Bandaríkjanna að snúa öðrum ríkjum gegn palestínsku þjóðinni og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Þannig var þjóðinni sem heild og sérstaklega íbúum Gaza-svæðisins refsað fyrir að kjósa yfir sig Hamas-samtökin. Hjá leiðtogum Evrópuríkja jafnt og í Bandaríkjunum hefur ísraelski áróðurinn um Hamas endurómað. Þar er þráfaldlega staglast á því að Hamas vilji ekki viðurkenna Ísrael, enda þótt stefna Hamas allt frá árinu 2003 hafi verið friðsamleg sambúð við Ísrael innan landamæranna frá 1967. Ísland þarf af rífa sig út úr þessu samkvæmi og virða í verki sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar. Síðustu ár höfum við tekið mikilvæg skref í þá átt en betur má ef duga skal. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða, frjálsa og fullvalda Palestínu. Utanríkisráðherra okkar á enn eftir að fara í mikilvæga ferð til Gaza og hitta stjórnvöld þar að máli, leiðtoga Hamas, Fatah og annarra stjórnmálasamtaka. Þetta er í samræmi við stefnu Alþingis og með slíkri ferð leggur utanríkisráðherrann af mörkum til þess lífsnauðsynlega sáttaferlis sem nýlega er hafið hjá Palestínumönnum. Án sátta og sameinaðrar forystu útávið geta Palestínumenn ekki mætt til raunverulegra friðarviðræðna. Allt frá fyrstu dögum Nakba hefur hernámið og landránið vaxið stöðugt og ekkert bent til að Ísraelsríki ætlaði að beygja af þeirri braut. Engu að síður hefur friðarviljinn lifað af meðal Palestínumanna og stjórnmálasamtaka þeirra. Öll eru þau reiðubúin til að sætta sig við þá sögulegu eftirgjöf að Ísrael haldi nærri fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu og ríki þeirra verði á þeim 22 % sem eru Gaza, Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Palestína Sveinn Rúnar Hauksson Anna Pála Sverrisdóttir höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Ógeðið heitir Nakba á arabísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofnað þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns. Nakba táknar líka hernámið sem staðið hefur í 63 ár, og það felur í sér margt ógeðið. Ekkert hernám einnar þjóðar á annarri í samtímasögunni hefur staðið eins lengi. Samt bendir ekkert til að leiðtogar Ísraels láti sér detta í hug af alvöru að skila herteknu landi, hvað þá hleypa fimm milljónum flóttamanna aftur heim. Síðastliðin 20 ár hefur viss friðarviðleitni verið í gangi, að minnsta kosti í orði, og er það Bandaríkjastjórn sem hefur haft frumkvæðið. Þessi viðleitni hefur þó ekki fært Ísrael og Palestínu nær réttlátri lausn. Þvert á móti hefur hernámið látlaust sótt á með aukinni landtöku frá Palestínumönnum, byggingu aðskilnaðarmúrs, skipulagðra morða á forystumönnum og stórfelldum stríðsaðgerðum gegn íbúum á Gaza. Ísrael hefur tekist með aðstoð Bandaríkjanna að snúa öðrum ríkjum gegn palestínsku þjóðinni og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Þannig var þjóðinni sem heild og sérstaklega íbúum Gaza-svæðisins refsað fyrir að kjósa yfir sig Hamas-samtökin. Hjá leiðtogum Evrópuríkja jafnt og í Bandaríkjunum hefur ísraelski áróðurinn um Hamas endurómað. Þar er þráfaldlega staglast á því að Hamas vilji ekki viðurkenna Ísrael, enda þótt stefna Hamas allt frá árinu 2003 hafi verið friðsamleg sambúð við Ísrael innan landamæranna frá 1967. Ísland þarf af rífa sig út úr þessu samkvæmi og virða í verki sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar. Síðustu ár höfum við tekið mikilvæg skref í þá átt en betur má ef duga skal. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða, frjálsa og fullvalda Palestínu. Utanríkisráðherra okkar á enn eftir að fara í mikilvæga ferð til Gaza og hitta stjórnvöld þar að máli, leiðtoga Hamas, Fatah og annarra stjórnmálasamtaka. Þetta er í samræmi við stefnu Alþingis og með slíkri ferð leggur utanríkisráðherrann af mörkum til þess lífsnauðsynlega sáttaferlis sem nýlega er hafið hjá Palestínumönnum. Án sátta og sameinaðrar forystu útávið geta Palestínumenn ekki mætt til raunverulegra friðarviðræðna. Allt frá fyrstu dögum Nakba hefur hernámið og landránið vaxið stöðugt og ekkert bent til að Ísraelsríki ætlaði að beygja af þeirri braut. Engu að síður hefur friðarviljinn lifað af meðal Palestínumanna og stjórnmálasamtaka þeirra. Öll eru þau reiðubúin til að sætta sig við þá sögulegu eftirgjöf að Ísrael haldi nærri fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu og ríki þeirra verði á þeim 22 % sem eru Gaza, Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun