Besta afmælisgjöfin Sigursteinn Másson skrifar 4. maí 2011 06:00 Í ár er haldið upp á 75 ára afmæli Tryggingastofnunar ríkisins og hálfrar aldar afmæli Öryrkjabandalags Íslands. Sem stjórnarmaður í TR til fjögurra ára og fyrrverandi formaður ÖBÍ finnst mér rétt að stinga niður penna á þessum tímamótum. Það var gríðarlegt framfaraspor í velferðarmálum á Íslandi þegar TR var stofnað. Margir þekkja þá sögu mun betur en ég en það er engum blöðum um það að fletta að lög um almannatryggingar á Íslandi gjörbreyttu á nokkrum árum stöðu atvinnulausra, sjúkra, fatlaðra og aldraðra á Íslandi. Ísland er í röð þeirra ríkja í heiminum sem fremst standa á sviði velferðarmála þótt margt megi betur fara. Stofnun ÖBÍ var sömuleiðis framfaraspor og þá sérstaklega til að byrja með í húsnæðismálum fatlaðra því fyrir fimmtíu árum var Hússjóður ÖBÍ einnig stofnaður en sem nú er orðinn barn síns tíma. Síðan þá hafa ýmsir sigrar unnist í réttindamálum og varðandi viðhorf til fólks með fötlun. Á stórafmælum er til siðs að líta um öxl en það er líka gott að skoða hvar maður er staddur og hugsa til framtíðar. Það er ekkert sjálfsagt mál að TR verði til um aldur og ævi og það sama á við um ÖBÍ. Hvert er erindi þessara stofnana við almenning á Íslandi í dag og til íslensks samfélags? Hvernig hefur til tekist að ná markmiðum um jöfnuð, öryggi og réttlæti? Sumt hefur tekist vel, annað ekki. Ég hef verið þeirrar skoðunar að rétt sé að sameina TR og Vinnumálastofnun í eina velferðar- og virknistofnun. Með þessu má ná fram hagkvæmni en umfram allt faglegri og öflugri þjónustu þar sem litið væri heildstætt á stöðu og möguleika fólks. Það er löngu tímabært að farið sé að horfa á virkni og þátttöku sem grundvöll velferðar enda sjáum við nú hvað er að gerast með þann hóp ungs fólks sem búið hefur við langtíma atvinnuleysi. Þeir einstaklingar verða margir að öryrkjum þótt réttur til atvinnuleysisbóta hafi tímabundið verið lengdur í fjögur ár. Það sama hefur blasað við um áratugaskeið hjá öryrkjum sem verða óvirkir í samfélaginu enda sáralítill hvati til nokkurrar þátttöku. Ég er líka þeirrar skoðunar að hugtakið örorka og stimpillinn öryrki sé ekki gagnlegt fyrir viðkomandi einstaklinga eða lýsandi fyrir stöðu þeirra og því sé rétt að hætta að nota þessi orð. Við eigum að hverfa frá því að raða fólki sífellt í einhverja kassa. Við erum öll fólk, einstaklingar með réttindi og skyldur í þessu samfélagi hvort sem við erum veik, með fötlun, erum börn, öldruð eða annað en ekki fé í réttum. Fötlun eða veikindi eiga ekki að vera sjálfkrafa ávísun á einhvers konar stéttarfélag. ÖBÍ hefur oftsinnis háð harða baráttu fyrir kjörum fólks með fötlun og náð markverðum árangri. En hugmyndafræðilega hefur ÖBÍ staðnað. Þrátt fyrir að fyrir liggi sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem er alþjóðleg tímamótasamþykkt er umræða um málefni fatlaðra að miklu leyti föst í gömlu stéttar- og kjarabaráttufari. Eins miklu máli og það skiptir að allir landsmenn búi við fjárhagslegt öryggi þá verður að rjúfa þann vítahring einangrunar og óvirkni sem fyrirkomulag almannatrygginga ýtir beinlínis undir með tekjutengingum sínum og flækjustigi. Hver ný ákvörðun stjórnvalda um breytingar á undanförnum árum hefur flækt og ruglað kerfið enn meira. Það er ótrúlegt að enn í dag skuli vera ríkjandi ótti við að skera upp þetta margstagbætta og úr sér gengna kerfi frá grunni og einfalda það verulega. En undan því verður ekki lengur vikist. Nú er að störfum nefnd velferðarráðherra sem á að vinna að einföldun kerfisins og vonandi er að þar komi fram róttækar tillögur til breytinga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík nefnd starfar á vegum stjórnvalda að þessu verkefni en það er vonandi að nú takist betur til en áður enda væri það ein besta afmælisgjöfin til lífeyrisþega þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í ár er haldið upp á 75 ára afmæli Tryggingastofnunar ríkisins og hálfrar aldar afmæli Öryrkjabandalags Íslands. Sem stjórnarmaður í TR til fjögurra ára og fyrrverandi formaður ÖBÍ finnst mér rétt að stinga niður penna á þessum tímamótum. Það var gríðarlegt framfaraspor í velferðarmálum á Íslandi þegar TR var stofnað. Margir þekkja þá sögu mun betur en ég en það er engum blöðum um það að fletta að lög um almannatryggingar á Íslandi gjörbreyttu á nokkrum árum stöðu atvinnulausra, sjúkra, fatlaðra og aldraðra á Íslandi. Ísland er í röð þeirra ríkja í heiminum sem fremst standa á sviði velferðarmála þótt margt megi betur fara. Stofnun ÖBÍ var sömuleiðis framfaraspor og þá sérstaklega til að byrja með í húsnæðismálum fatlaðra því fyrir fimmtíu árum var Hússjóður ÖBÍ einnig stofnaður en sem nú er orðinn barn síns tíma. Síðan þá hafa ýmsir sigrar unnist í réttindamálum og varðandi viðhorf til fólks með fötlun. Á stórafmælum er til siðs að líta um öxl en það er líka gott að skoða hvar maður er staddur og hugsa til framtíðar. Það er ekkert sjálfsagt mál að TR verði til um aldur og ævi og það sama á við um ÖBÍ. Hvert er erindi þessara stofnana við almenning á Íslandi í dag og til íslensks samfélags? Hvernig hefur til tekist að ná markmiðum um jöfnuð, öryggi og réttlæti? Sumt hefur tekist vel, annað ekki. Ég hef verið þeirrar skoðunar að rétt sé að sameina TR og Vinnumálastofnun í eina velferðar- og virknistofnun. Með þessu má ná fram hagkvæmni en umfram allt faglegri og öflugri þjónustu þar sem litið væri heildstætt á stöðu og möguleika fólks. Það er löngu tímabært að farið sé að horfa á virkni og þátttöku sem grundvöll velferðar enda sjáum við nú hvað er að gerast með þann hóp ungs fólks sem búið hefur við langtíma atvinnuleysi. Þeir einstaklingar verða margir að öryrkjum þótt réttur til atvinnuleysisbóta hafi tímabundið verið lengdur í fjögur ár. Það sama hefur blasað við um áratugaskeið hjá öryrkjum sem verða óvirkir í samfélaginu enda sáralítill hvati til nokkurrar þátttöku. Ég er líka þeirrar skoðunar að hugtakið örorka og stimpillinn öryrki sé ekki gagnlegt fyrir viðkomandi einstaklinga eða lýsandi fyrir stöðu þeirra og því sé rétt að hætta að nota þessi orð. Við eigum að hverfa frá því að raða fólki sífellt í einhverja kassa. Við erum öll fólk, einstaklingar með réttindi og skyldur í þessu samfélagi hvort sem við erum veik, með fötlun, erum börn, öldruð eða annað en ekki fé í réttum. Fötlun eða veikindi eiga ekki að vera sjálfkrafa ávísun á einhvers konar stéttarfélag. ÖBÍ hefur oftsinnis háð harða baráttu fyrir kjörum fólks með fötlun og náð markverðum árangri. En hugmyndafræðilega hefur ÖBÍ staðnað. Þrátt fyrir að fyrir liggi sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem er alþjóðleg tímamótasamþykkt er umræða um málefni fatlaðra að miklu leyti föst í gömlu stéttar- og kjarabaráttufari. Eins miklu máli og það skiptir að allir landsmenn búi við fjárhagslegt öryggi þá verður að rjúfa þann vítahring einangrunar og óvirkni sem fyrirkomulag almannatrygginga ýtir beinlínis undir með tekjutengingum sínum og flækjustigi. Hver ný ákvörðun stjórnvalda um breytingar á undanförnum árum hefur flækt og ruglað kerfið enn meira. Það er ótrúlegt að enn í dag skuli vera ríkjandi ótti við að skera upp þetta margstagbætta og úr sér gengna kerfi frá grunni og einfalda það verulega. En undan því verður ekki lengur vikist. Nú er að störfum nefnd velferðarráðherra sem á að vinna að einföldun kerfisins og vonandi er að þar komi fram róttækar tillögur til breytinga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík nefnd starfar á vegum stjórnvalda að þessu verkefni en það er vonandi að nú takist betur til en áður enda væri það ein besta afmælisgjöfin til lífeyrisþega þessa lands.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun