Loksins góðar fréttir frá Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 2. maí 2011 06:00 Það var stór dagur fyrir Palestínu í gær þegar gengið var frá samkomulagi milli Fatah, Hamas og annarra pólitískra afla í Palestínu um sættir, bráðabirgðastjórn og kosningar. LOKSINS, LOKSINS góðar fréttir frá Palestínu. Ég leyfi mér að gleðjast innilega, enda ástæða til, en á hinn bóginn held ég í mér andanum þar til samkomulagið hefur verið undirritað og séð verður fram á heiðarlega framkvæmd. Vonbrigðin hafa of oft og of lengi verið hlutskipti okkar sem fylgjumst með fréttum frá þessum heimshluta. Nú er lítið annað að gera en leggjast á hnéskeljarnar eða hvað? Jú, það er hægt að gera kröfur til okkar stjórnvalda um að þau grafi ekki undan sjálfsákvörðunarrétti og sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar, heldur hafni stefnu Ísraels og Bandaríkjanna, hótunum þeirra og hefndarverkum gegn einingu Palestínumanna. Einangrunarstefna gegn Hamas og PLOEvrópusambandið hefur einnig fylgt þeirri stefnu og neitað að viðurkenna á borði rétt Palestínumanna til að kjósa sér ríkisstjórn. Evrópusambandið styður og tekur þátt í einangrunarstefnu Ísraels og Bandaríkjanna gagnvart Hamas, og stimpla þau sem hryðjuverkasamtök. Það er sama stefna og sneri að Fatah og PLO, Frelsissamtökum Palestínu, undir forystu Yassers Arafat, einmitt á þeim tíma sem PLO viðurkenndi tilvistarrétt Ísraelsríkis með sjálfstæðisyfirlýsingunni árið 1988. Þá fékk „hryðjuverkamaðurinn“ Arafat ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og flytja þurfti Allsherjarþingið frá New York til Genfar svo að Arafat gæti ávarpað það. Hin sögulega eftirgjöfPalestínska þjóðin og öll stjórnmálaöfl hennar, þar með talin Hamas, hafa lýst yfir vilja til að stofna sjálfstætt ríki innan landamæranna frá 1967. Í því felst söguleg eftirgjöf á 78% af landi Palestínu undir Ísraelsríki. Sjálfstæð Palestína á Gaza og Vesturbakkanum með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg nær aðeins yfir 22% upphaflegrar Palestínu. Eftirgjöfin jafngildir viðurkenningu á ÍsraelsríkiÍ þessu felst að sjálfsögðu viðurkenning á Ísraelsríki, þótt áróðursmeistarar þess virðist treysta á aðferðir Göbbels, að fólk trúi því á endanum sem er endurtekið nógu oft. Þannig er áróðurinn endurtekinn aftur og aftur, um að Hamas-samtökin vilji Ísraelsríki burt af landakortinu, þótt viðurkenning þeirra hafi í raun verið komin fram árið 2003 hjá Sheik Yassin, leiðtoga Hamas-samtakanna, ári áður en hann var myrtur í sínum hjólastól með loftárás í mars 2004. Þegar Hamas-samtökin hófu stjórnmálaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum árið 2005 og tóku þátt í kosningum til löggjafarþings á herteknu svæðunum árið 2006 staðfestu þau þessa afstöðu. Þessar kosningar byggja á Óslóarsamningnum við Ísrael frá árinu 1993 sem setur ramma fyrir þessa stjórnskipan. Þátttaka í þeim felur því líka í sér viðurkenningu á tilvist Ísraelsríkis. Viðurkenning á sjálfstæði PalestínuÞað reynir á ríkisstjórn Íslands og sérstaklega utanríkisráðherrann, hvort fylgt verður samhljóða stefnu Alþingis, sem mótuð var í maí 1989 og áréttuð síðan, þar sem kveðið er á um viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar, eða hvort farið verður í gamla farið að láta Ísrael og Bandaríkin ráða ferðinni í samskiptum við Palestínumenn. Það er sú leið sem Evrópusambandið hefur því miður fylgt, þrátt fyrir mörg góð orð og ályktanir á Evrópuþinginu. Það eru hins vegar ýmis merki þess að mörg Evrópusambandsríki séu búin að fá meira en nóg af framferði Ísraelsríkis og breytt stefna sé í uppsiglingu hjá ESB. Þannig hefur heyrst að jafnvel Bretland og Frakkland muni viðurkenna sjálfstæði Palestínu í haust, eins og meirihluti Sameinuðu þjóðanna gerði strax um 1988 og á síðasta ári bættust mörg Suður-Ameríkuríki við sem losað hafa sig undan ofurvaldi Bandaríkjanna. Danmörk, Noregur og fleiri ríki hafa verið að hækka stjórnmálasambandið á hæsta stig, næst viðurkenningu sjálfstæðis. Verður Ísland fyrst?Ísland hefur áður sýnt frumkvæði í að viðurkenna nýfrjáls ríki í Eystrasaltinu, en ekki hefur heyrst nú af slíku. Enn gæti þó Ísland orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða Palestínu. Þann 1. júní 2010 í kjölfar árása Ísraelshers á hjálparskip á leið til Gaza og níu sjálfboðaliðar voru myrtir af ísraelskum sérsveitarmönnum á alþjóðlegu hafsvæði, brást Alþingi við með meirihlutasamþykkt utanríkismálanefndar. Þar var meðal annars kveðið á um að utanríkisráðherra skyldi fara til Gaza með hjápargögn. Ráðherra hafði áður lýst hug sínum á sama veg í þessu sambandi mánuði áður á aðalfundi Félagsins Ísland-Palestína. Enn hefur ekki orðið af þessari ferð. Það er alls ekki of seint fyrir Össur Skarphéðinsson að fara til Gaza. Segja má að ferðin sé brýnni nú en áður og kæmi enn frekar út sem jákvæður og mikilvægur stuðningur við það sáttaferli sem er að hefjast og ráða mun úrslitum fyrir palestínsku þjóðina. Lifi frjáls Palestína! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það var stór dagur fyrir Palestínu í gær þegar gengið var frá samkomulagi milli Fatah, Hamas og annarra pólitískra afla í Palestínu um sættir, bráðabirgðastjórn og kosningar. LOKSINS, LOKSINS góðar fréttir frá Palestínu. Ég leyfi mér að gleðjast innilega, enda ástæða til, en á hinn bóginn held ég í mér andanum þar til samkomulagið hefur verið undirritað og séð verður fram á heiðarlega framkvæmd. Vonbrigðin hafa of oft og of lengi verið hlutskipti okkar sem fylgjumst með fréttum frá þessum heimshluta. Nú er lítið annað að gera en leggjast á hnéskeljarnar eða hvað? Jú, það er hægt að gera kröfur til okkar stjórnvalda um að þau grafi ekki undan sjálfsákvörðunarrétti og sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar, heldur hafni stefnu Ísraels og Bandaríkjanna, hótunum þeirra og hefndarverkum gegn einingu Palestínumanna. Einangrunarstefna gegn Hamas og PLOEvrópusambandið hefur einnig fylgt þeirri stefnu og neitað að viðurkenna á borði rétt Palestínumanna til að kjósa sér ríkisstjórn. Evrópusambandið styður og tekur þátt í einangrunarstefnu Ísraels og Bandaríkjanna gagnvart Hamas, og stimpla þau sem hryðjuverkasamtök. Það er sama stefna og sneri að Fatah og PLO, Frelsissamtökum Palestínu, undir forystu Yassers Arafat, einmitt á þeim tíma sem PLO viðurkenndi tilvistarrétt Ísraelsríkis með sjálfstæðisyfirlýsingunni árið 1988. Þá fékk „hryðjuverkamaðurinn“ Arafat ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og flytja þurfti Allsherjarþingið frá New York til Genfar svo að Arafat gæti ávarpað það. Hin sögulega eftirgjöfPalestínska þjóðin og öll stjórnmálaöfl hennar, þar með talin Hamas, hafa lýst yfir vilja til að stofna sjálfstætt ríki innan landamæranna frá 1967. Í því felst söguleg eftirgjöf á 78% af landi Palestínu undir Ísraelsríki. Sjálfstæð Palestína á Gaza og Vesturbakkanum með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg nær aðeins yfir 22% upphaflegrar Palestínu. Eftirgjöfin jafngildir viðurkenningu á ÍsraelsríkiÍ þessu felst að sjálfsögðu viðurkenning á Ísraelsríki, þótt áróðursmeistarar þess virðist treysta á aðferðir Göbbels, að fólk trúi því á endanum sem er endurtekið nógu oft. Þannig er áróðurinn endurtekinn aftur og aftur, um að Hamas-samtökin vilji Ísraelsríki burt af landakortinu, þótt viðurkenning þeirra hafi í raun verið komin fram árið 2003 hjá Sheik Yassin, leiðtoga Hamas-samtakanna, ári áður en hann var myrtur í sínum hjólastól með loftárás í mars 2004. Þegar Hamas-samtökin hófu stjórnmálaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum árið 2005 og tóku þátt í kosningum til löggjafarþings á herteknu svæðunum árið 2006 staðfestu þau þessa afstöðu. Þessar kosningar byggja á Óslóarsamningnum við Ísrael frá árinu 1993 sem setur ramma fyrir þessa stjórnskipan. Þátttaka í þeim felur því líka í sér viðurkenningu á tilvist Ísraelsríkis. Viðurkenning á sjálfstæði PalestínuÞað reynir á ríkisstjórn Íslands og sérstaklega utanríkisráðherrann, hvort fylgt verður samhljóða stefnu Alþingis, sem mótuð var í maí 1989 og áréttuð síðan, þar sem kveðið er á um viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar, eða hvort farið verður í gamla farið að láta Ísrael og Bandaríkin ráða ferðinni í samskiptum við Palestínumenn. Það er sú leið sem Evrópusambandið hefur því miður fylgt, þrátt fyrir mörg góð orð og ályktanir á Evrópuþinginu. Það eru hins vegar ýmis merki þess að mörg Evrópusambandsríki séu búin að fá meira en nóg af framferði Ísraelsríkis og breytt stefna sé í uppsiglingu hjá ESB. Þannig hefur heyrst að jafnvel Bretland og Frakkland muni viðurkenna sjálfstæði Palestínu í haust, eins og meirihluti Sameinuðu þjóðanna gerði strax um 1988 og á síðasta ári bættust mörg Suður-Ameríkuríki við sem losað hafa sig undan ofurvaldi Bandaríkjanna. Danmörk, Noregur og fleiri ríki hafa verið að hækka stjórnmálasambandið á hæsta stig, næst viðurkenningu sjálfstæðis. Verður Ísland fyrst?Ísland hefur áður sýnt frumkvæði í að viðurkenna nýfrjáls ríki í Eystrasaltinu, en ekki hefur heyrst nú af slíku. Enn gæti þó Ísland orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða Palestínu. Þann 1. júní 2010 í kjölfar árása Ísraelshers á hjálparskip á leið til Gaza og níu sjálfboðaliðar voru myrtir af ísraelskum sérsveitarmönnum á alþjóðlegu hafsvæði, brást Alþingi við með meirihlutasamþykkt utanríkismálanefndar. Þar var meðal annars kveðið á um að utanríkisráðherra skyldi fara til Gaza með hjápargögn. Ráðherra hafði áður lýst hug sínum á sama veg í þessu sambandi mánuði áður á aðalfundi Félagsins Ísland-Palestína. Enn hefur ekki orðið af þessari ferð. Það er alls ekki of seint fyrir Össur Skarphéðinsson að fara til Gaza. Segja má að ferðin sé brýnni nú en áður og kæmi enn frekar út sem jákvæður og mikilvægur stuðningur við það sáttaferli sem er að hefjast og ráða mun úrslitum fyrir palestínsku þjóðina. Lifi frjáls Palestína!
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun