Innlent

Óvíst hvað póstarnir eru margir

saksóknari alþingis Ekki er útilokað að aðalmeðferð saksóknara Alþingis í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefjist í haust.
saksóknari alþingis Ekki er útilokað að aðalmeðferð saksóknara Alþingis í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefjist í haust.
„Hvort þetta eru tíu þúsund tölvupóstar eða hundrað veit ég ekki,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis.

Landsdómur dæmdi í gær að hún fengi heimild til að fá rafræn afrit af öllum tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde frá því hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2006 og þar til hann lét af því í ársbyrjun 2009.

Landsdómur kom saman í fyrsta sinn 8. mars síðastliðinn og fjallaði þar um tvö mál sem varða gagnaöflun Sigríðar í máli á hendur Geir H. Haarde.

Sigríður hafði ekki fengið úrskurðinn í hendur í gærkvöldi en telur líklegt að hún fái afrit tölvupóstsamskiptanna fyrir vikulokin.

Saksóknari Alþingis er langt kominn með að fara yfir á þriðja þúsund síðna skýrslur sem teknar voru af 61 einstaklingi í tengslum við málið.

Stefnt er að því að gefa út formlegt ákæruskjal á hendur Geir fyrir páska. Í kjölfarið gefur forseti Landsdóms út stefnu á hendur honum. Stefnufrestur er þrjár vikur.

Þingfestingardagur gæti orðið í maí eða júní og aðalmeðferð hafist eftir það. Ekki liggur fyrir hvort það verður í sumar eða haust. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×