Aldrei verið sóst eftir mælingum á mengun 23. febrúar 2011 06:00 Niðurrif Um 800 íbúðir í eigu Félagsbústaða voru reistar á þeim tíma sem PCB var notað í byggingarefni.fréttablaðið/hari Stefán Gíslason Hvorki verktakar né eigendur gamalla bygginga hafa nokkru sinni leitað eftir því að kannað sé hvort PCB-efni, sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, leynist í húsum vegna niðurrifs eða viðhalds. Engin rannsókn hefur heldur verið gerð á því hvort, og þá í hversu miklu magni, PCB leynist í gömlum byggingum. Þeir sem taka mengunarhættuna alvarlega hafa engar upplýsingar um hvert á að leita. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, hefur vakið athygli á því að fyrst ekki hefur verið sýnt fram á að efnin finnist ekki í skaðlegu magni sé ástæða til að óttast að svo sé. Rannsókn Stefáns árið 2004 á PCB-mengun sýndi að tugi tonna af eiturefnunum er að öllum líkindum að finna í byggingum sem reistar voru hér á árabilinu 1956 til 1980. Það hafa sérfræðingar Umhverfisráðuneytisins staðfest, og telja enga ástæðu til að halda að minna sé af efnunum en í nágrannalöndunum. Kristín Ólafsdóttir, deildarstjóri eiturefnadeildar hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Íslands, segir að stofan gæti annast rannsókn á PCB-efnum í byggingum og úrgangi vegna niðurrifs eða viðhalds. Hins vegar hafi aldrei verið farið fram á slíkt. „Það værum við sem myndum gera slík próf ef það væri einhver eftirspurn eftir því.“ Kristín segir að klárlega sé PCB að finna í gömlum byggingum hér á landi en ekki liggi fyrir rannsóknir á því í hversu miklu magni. Stefán Gíslason telur hins vegar að návist við efnin hafi mikla heilsufarsáhættu í för með sér og það sé ástæðan fyrir því byggingaverkamenn sem vinna við viðhald og niðurrif séu taldir í sérstakri hættu. Félagsbústaðir, hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem á og rekur félagslegar leiguíbúðir, hafa um árabil haft þá vinnureglu að umgangast gamlar byggingar í þeirra eigu með það í huga að af þeim stafi mengunarhætta, þar á meðal vegna PCB. Þórarinn Magnússon, forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða, segir að prufur hafi verið teknar til að kanna efnainnihald við viðhald bygginga Félagsbústaða. Þær séu hins vegar enn í geymslu. „Við gáfumst upp á að láta rannsaka þetta hérna heima og gefum okkur það að þetta sé mengað.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Stefán Gíslason Hvorki verktakar né eigendur gamalla bygginga hafa nokkru sinni leitað eftir því að kannað sé hvort PCB-efni, sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, leynist í húsum vegna niðurrifs eða viðhalds. Engin rannsókn hefur heldur verið gerð á því hvort, og þá í hversu miklu magni, PCB leynist í gömlum byggingum. Þeir sem taka mengunarhættuna alvarlega hafa engar upplýsingar um hvert á að leita. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, hefur vakið athygli á því að fyrst ekki hefur verið sýnt fram á að efnin finnist ekki í skaðlegu magni sé ástæða til að óttast að svo sé. Rannsókn Stefáns árið 2004 á PCB-mengun sýndi að tugi tonna af eiturefnunum er að öllum líkindum að finna í byggingum sem reistar voru hér á árabilinu 1956 til 1980. Það hafa sérfræðingar Umhverfisráðuneytisins staðfest, og telja enga ástæðu til að halda að minna sé af efnunum en í nágrannalöndunum. Kristín Ólafsdóttir, deildarstjóri eiturefnadeildar hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Íslands, segir að stofan gæti annast rannsókn á PCB-efnum í byggingum og úrgangi vegna niðurrifs eða viðhalds. Hins vegar hafi aldrei verið farið fram á slíkt. „Það værum við sem myndum gera slík próf ef það væri einhver eftirspurn eftir því.“ Kristín segir að klárlega sé PCB að finna í gömlum byggingum hér á landi en ekki liggi fyrir rannsóknir á því í hversu miklu magni. Stefán Gíslason telur hins vegar að návist við efnin hafi mikla heilsufarsáhættu í för með sér og það sé ástæðan fyrir því byggingaverkamenn sem vinna við viðhald og niðurrif séu taldir í sérstakri hættu. Félagsbústaðir, hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem á og rekur félagslegar leiguíbúðir, hafa um árabil haft þá vinnureglu að umgangast gamlar byggingar í þeirra eigu með það í huga að af þeim stafi mengunarhætta, þar á meðal vegna PCB. Þórarinn Magnússon, forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða, segir að prufur hafi verið teknar til að kanna efnainnihald við viðhald bygginga Félagsbústaða. Þær séu hins vegar enn í geymslu. „Við gáfumst upp á að láta rannsaka þetta hérna heima og gefum okkur það að þetta sé mengað.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira