Val án veggjalds - jafnræði Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. janúar 2011 06:00 Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu munu bæta lífsskilyrði þar og styrkja sérstaklega byggðarlögin á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Á tímum mikils atvinnuleysis koma þessar framkvæmdir sér vel. Vegfarendur njóta ávinningsins strax, en þó ekki að fullu þann tíma sem sérstakt veggjald verður innheimt. Efnahagslegur ávinningur verður vegna minni slysakostnaðar og styttri ferðatíma. Það leiðir af sér hærra fasteignaverð, lægra vöruverð, aukið atvinnuúrval og atvinnuöryggi í byggðarlögunum utan Reykjavíkur svo það helsta sé nefnt. Áhrifin verða líka gagnkvæm og munu styrkja höfuðborgarsvæðið. Ítarlegar rannsóknir sem Vífill Karlsson, hagfræðingur hefur gert á áhrifum Hvalfjarðarganga staðfesta þetta. Þrátt fyrir að vegfarendur um Hvalfjarðargöng greiði veggjald þá hafa þeir og íbúar á áhrifasvæði vegabótanna nú þegar haft mikill fjárhagslegan ávinning af göngunum. Á sínum tíma voru valkostirnir tveir, annars vegar að gera Hvalfjarðargöngin og greiða veggjald eða bíða í óvissu um hvort eða hvenær framfarirnar yrðu. Allir,sem í hlut eiga, hafa haft ávinning af því að veggjaldaleiðin var farin, íbúar á höfuðborgarsvæðinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum , Norðurlandi og víðar. Sama mun verða upp á teningnum með framkvæmdirnar austur fyrir Fjall og til Suðurnesja, ef á annað borð bættir vegir skila framförum. Séu vegirnir nú þegar svo góðir að tvöföldun þeirra og aðrar endurbætur skila engu þá á ekki að ráðast í framkvæmdirnar, hvorki með gjaldi né án þess og hvorki nú né síðar. Þá er staðan einfaldlega þannig að endimörkum framfara er náð og frekari framkvæmdir einungis sóun á opinberu fé. Hins vegar er enginn þeirrar skoðunar að svo sé raunin og þess vegna er kallað eftir vegabótum. Vegfarendur til Suðurnesja og austur í Árnessýslu eru jafnsettir vegfarendum norður á bóginn frá Reykjavík þótt veggjald verði tekið. Þeir geta í öllum tilvikum með nýjum Suðurstrandarvegi komist leiðar sinnar án veggjalds og án þess að leiðin lengist að ráði umfram það sem Skagamenn og Borgfirðingar búa við. Þeir eiga alltaf val án veggjalds, og þar með er jafnræðis gætt milli umferðar í allar áttir frá Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu munu bæta lífsskilyrði þar og styrkja sérstaklega byggðarlögin á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Á tímum mikils atvinnuleysis koma þessar framkvæmdir sér vel. Vegfarendur njóta ávinningsins strax, en þó ekki að fullu þann tíma sem sérstakt veggjald verður innheimt. Efnahagslegur ávinningur verður vegna minni slysakostnaðar og styttri ferðatíma. Það leiðir af sér hærra fasteignaverð, lægra vöruverð, aukið atvinnuúrval og atvinnuöryggi í byggðarlögunum utan Reykjavíkur svo það helsta sé nefnt. Áhrifin verða líka gagnkvæm og munu styrkja höfuðborgarsvæðið. Ítarlegar rannsóknir sem Vífill Karlsson, hagfræðingur hefur gert á áhrifum Hvalfjarðarganga staðfesta þetta. Þrátt fyrir að vegfarendur um Hvalfjarðargöng greiði veggjald þá hafa þeir og íbúar á áhrifasvæði vegabótanna nú þegar haft mikill fjárhagslegan ávinning af göngunum. Á sínum tíma voru valkostirnir tveir, annars vegar að gera Hvalfjarðargöngin og greiða veggjald eða bíða í óvissu um hvort eða hvenær framfarirnar yrðu. Allir,sem í hlut eiga, hafa haft ávinning af því að veggjaldaleiðin var farin, íbúar á höfuðborgarsvæðinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum , Norðurlandi og víðar. Sama mun verða upp á teningnum með framkvæmdirnar austur fyrir Fjall og til Suðurnesja, ef á annað borð bættir vegir skila framförum. Séu vegirnir nú þegar svo góðir að tvöföldun þeirra og aðrar endurbætur skila engu þá á ekki að ráðast í framkvæmdirnar, hvorki með gjaldi né án þess og hvorki nú né síðar. Þá er staðan einfaldlega þannig að endimörkum framfara er náð og frekari framkvæmdir einungis sóun á opinberu fé. Hins vegar er enginn þeirrar skoðunar að svo sé raunin og þess vegna er kallað eftir vegabótum. Vegfarendur til Suðurnesja og austur í Árnessýslu eru jafnsettir vegfarendum norður á bóginn frá Reykjavík þótt veggjald verði tekið. Þeir geta í öllum tilvikum með nýjum Suðurstrandarvegi komist leiðar sinnar án veggjalds og án þess að leiðin lengist að ráði umfram það sem Skagamenn og Borgfirðingar búa við. Þeir eiga alltaf val án veggjalds, og þar með er jafnræðis gætt milli umferðar í allar áttir frá Reykjavík.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar