Enginn öruggur í Game of Thrones 3. desember 2011 20:03 Handritshöfundarnir og framleiðendurnir David Benioff og D.B. Weiss veðjuðu á réttan hest þegar þeir fóru saman á fund HBO fyrir sex árum og kynntu fyrir sjónvarpsrisanum sjónvarpsþáttaröð byggða á fimm bókum George R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Og til varð Game of Thrones. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við David Benioff og D.B. Weiss um framtíð þáttanna og dvölina á Íslandi. „Þér finnst ég sennilega vera algjör aumingi, ég er í sérstökum sokkum svo mér verði ekki kalt á tánum," segir D.B Weiss þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti á hann og David Benioff uppi á Svínafellsjökli þar sem tökur á Game of Thrones fóru fram. Það var kalt í veðri, sólin varla komin upp og þeir Benioff og Weiss klæddust báðir hnausþykkum úlpum, þeir voru vel græjaðir. Ekki var hægt að segja Weiss vera kveif heldur ákaflega skynsaman því framleiðendurnir sátu ekki inni í hlýjum bíl og fylgdust með tökunum þaðan heldur stóðu úti í kuldanum eins og allir aðrir. Samlokurnar sem þeir gæddu sér á voru við það að frjósa og rjúkandi heitt kaffið þeirra var ferjað með fjórhjóli.Vill vinna meira með Sigurjóni David Benioff tekur að sér að svara spurningum blaðamanns að mestu leyti þótt Weiss skjóti inn einni og einni setningu, yfirleitt nokkuð skondnum. Benioff er einn eftirsóttasti handritshöfundur Hollywood og Game of Thrones-ævintýrið á síst eftir að draga úr vinsældum hans. Fyrsta mynd hans var 25th Hour eftir Spike Lee en Benioff skrifaði handritið að þeirri mynd upp úr eigin bók. Næsta mynd var hin fokdýra Troy með Brad Pitt í hlutverki Akkilesar og svo Flugdrekahlauparinn sem byggði á samnefndri skáldsögu Khaleds Hosseini. Til að ljúka þessari glæsilegu upptalningu verður síðan að nefna X-Men Origins: Wolverine og loks kvikmyndina Brothers sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi. „Sigurjón er einstakur karakter, ég kynntist honum fyrir tíu árum þegar ég var að skrifa grein fyrir tímaritið GQ um Ísland, hann var þá eini Íslendingurinn sem ég vissi um í Hollywood. Ég hringdi bara í hann og við höfum haldið góðu sambandi síðan. Okkur langar að gera eitthvað meira saman sem gæti verið virkilega skemmtilegt," segir Benioff. D.B. Weiss hefur hins vegar ögn minni reynslu af stóra sviðinu í Hollywood, en Game of Thrones er hans fyrsta verkefni. Hann sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu árið 2003 sem heitir Lucky Wander Boy en samkvæmt fréttum frá Hollywood er hann að skrifa handrit að framhaldsmynd I Am Legend og They Live. Og þar með er formlegri kynningu á Weiss og David lokið.Frábærar pitsur, frábært land Félagarnir eru orðlausir yfir íslenskri náttúru og segja dvölina hafa verið mikið ævintýri. „Þetta er eini staðurinn í heiminum sem lítur svona út, þetta er eins og önnur pláneta," segir Benioff. Þættirnir bjóða upp á ólíkt landslag, norðan Virkisveggsins svokallaða ríkir frost og snjór en það er stutt í eyðimerkur, sand og sól. "Við reyndum að skapa þetta kalda og norðlæga á Norður-Írlandi og tókst ótrúlega vel upp. En þúsund ára jarðfræðisaga Íslands gegn pappírstætlum er bara ójafn leikur," segir Weiss. Eins og Chris Newman sagði frá í Fréttablaðinu er ekki loku fyrir það skotið að tökulið Game of Thrones komi hingað aftur. "Það er margt í næstu þáttaröðum sem á eftir að gerast í kulda og snjó og við viljum gjarnan koma aftur. Við höfum verið með tökulið í þremur löndum, á Norður-Írlandi, í Króatíu og á Íslandi og dvölin hér hefur frábær. Starfsfólkið er frábært, maturinn er stórkostlegur, meira að segja pitsurnar eru góðar, á því átti ég ekki von," segir Weiss og bætir því við að Íslendingar setji hráefni ofan á flatbökurnar sem hann sjálfur hefði aldrei látið sér detta í hug að nota á pitsur." „Miklu skiptir líka að HBO sé ánægt og þá einnig að þar á bæ séu menn sáttir við dvöl okkar hér." Höfuðlaus stórstjarna Vinsældir Game of Thrones hafa verið lyginni líkastar. Þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy-verðlauna og hlutu tvenn. Benioff segir að vinsældir þáttanna megi rekja að stórum hluta til frábærra bóka George R.R. Martin. „Þær hafa náttúrulega verið þýddar á fjölda tungumála og hafa eignast mjög tryggan aðdáendahóp. Bækurnar eru stórkostlegar, lesendur verða hugfangnir af persónunum og óttast um örlög þeirra því þetta er mjög hættulegur heimur sem Martin hefur skapað og fólk deyr," útskýrir Benioff. Hann bætir því við að þeir hafi jafnframt verið mjög heppnir með það leikaralið sem gætt hefur persónurnar lífi á sjónvarpsskjánum. „Ég hef verið lengi í þessum bransa og þetta hefur verið mjög gleðilegur og gefandi tími," segir Benioff. Weiss skýtur því inn að allir í tökuliðinu virðist vera mjög meðvitaðir um að þeir séu með eitthvað einstakt í höndunum. „Og þeir leggja sig extra mikið fram hverju sinni, maður finnur ástríðuna hjá öllum," segir Weiss. Varla er þó hægt að sleppa handritshöfundum án þess að spyrja þá út í örlög stærstu stjörnu þáttanna, Seans Bean, sem lék Ned Stark. Í lok fyrstu seríu var hann leiddur fyrir dóm og loks hálshöggvinn fyrir landráð. „Auðvitað var mjög erfitt að sjá á eftir Bean og Stark. Hann var mjög vinsæll. En þetta er það sem er svo magnað við bækurnar, enginn er öruggur, allir eru feigir og þær persónur sem eru kannski minnstu hetjurnar eiga eftir að lifa lengst," útskýrir Benioff. „Sean var líka svo ánægður að fá eftirmynd eigin höfuðs að við gátum eiginlega ekki svikið hann um það."Sterkar konur Það þýðir lítið að spyrja Benioff og Weiss út í það hvað gerist í næstu seríu. Fréttablaðið fékk ekki einu sinni að mynda eina af aðalpersónum næstu þáttaraðar, nærvera hennar var algjört hernaðarleyndarmál. Þeir vara hins vegar sjálfskipaða sérfræðinga í Game of Thrones við, þeir geti ekki básúnað sína bókaþekkingu á torgum úti og sagst vita nákvæmlega hvað gerist næst. „Sumar þær persónur sem lifa í bókunum deyja í þáttunum," segir Benioff, mjög dularfullur. Bækur Martins eru fimm en til þess að klára sögurnar þarf að öllum líkindum átta þáttaraðir til. „En við ráðum þessu ekki heldur HBO. Og við verðum örugglega þeir síðustu til að frétta ef þættirnir verða slegnir af." Umræðan tekur því u-beygju og kynlíf berst í tal en opinskáar kynlífssenur voru áberandi í fyrstu þáttunum. „Ef þær hefðu ekki verið nauðsynlegar þá hefðu þær ekki verið þarna," segir Weiss og Benioff heldur áfram. „Það er mikið kynlíf og mikil kynferðisleg spenna í bókunum og þegar við kynntum þetta verkefni fyrir HBO fyrir sex árum tókum við skýrt fram að þetta væri ekki Lord of the Rings eða epísk barátta milli góðs og ills. Bækurnar eru skrifaðar fyrir fullorðna og þær fjalla ekki um álfa og tröll. Og eins mikið og ég elska Lord of the Rings þá eiga kynlíf og Fróði Baggi lítið sameiginlegt. Game of Thrones fjalla um alvöru manneskjur sem búa í ævintýraveröld og alvöru manneskjur hafa tilfinningar og kynhvöt," segir Benioff. „Kynlíf og ofbeldi eiga alltaf eftir að verða umdeilt umfjöllunarefni, sumum á eftir að finnast of mikið af því, öðrum alltof lítið," skýtur Weiss að. Ólíkt því sem flestir kynnu að halda eru þættirnir hins vegar mjög femínískir. Konur á borð við Daenerys Targaryen, Stark-systurnar tvær og móður þeirra, Catelyn, ráða miklu um framvindu sögunnar. Weiss segir að fáir, ef nokkrir, þættir bjóði upp á jafnmikinn fjölda af sterkum konum. „Það er mýta að stærsti hluti lesenda bóka George R.R. Martin sé karlar, það eru konur sem lesa bækurnar." Game of Thrones Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Handritshöfundarnir og framleiðendurnir David Benioff og D.B. Weiss veðjuðu á réttan hest þegar þeir fóru saman á fund HBO fyrir sex árum og kynntu fyrir sjónvarpsrisanum sjónvarpsþáttaröð byggða á fimm bókum George R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Og til varð Game of Thrones. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við David Benioff og D.B. Weiss um framtíð þáttanna og dvölina á Íslandi. „Þér finnst ég sennilega vera algjör aumingi, ég er í sérstökum sokkum svo mér verði ekki kalt á tánum," segir D.B Weiss þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti á hann og David Benioff uppi á Svínafellsjökli þar sem tökur á Game of Thrones fóru fram. Það var kalt í veðri, sólin varla komin upp og þeir Benioff og Weiss klæddust báðir hnausþykkum úlpum, þeir voru vel græjaðir. Ekki var hægt að segja Weiss vera kveif heldur ákaflega skynsaman því framleiðendurnir sátu ekki inni í hlýjum bíl og fylgdust með tökunum þaðan heldur stóðu úti í kuldanum eins og allir aðrir. Samlokurnar sem þeir gæddu sér á voru við það að frjósa og rjúkandi heitt kaffið þeirra var ferjað með fjórhjóli.Vill vinna meira með Sigurjóni David Benioff tekur að sér að svara spurningum blaðamanns að mestu leyti þótt Weiss skjóti inn einni og einni setningu, yfirleitt nokkuð skondnum. Benioff er einn eftirsóttasti handritshöfundur Hollywood og Game of Thrones-ævintýrið á síst eftir að draga úr vinsældum hans. Fyrsta mynd hans var 25th Hour eftir Spike Lee en Benioff skrifaði handritið að þeirri mynd upp úr eigin bók. Næsta mynd var hin fokdýra Troy með Brad Pitt í hlutverki Akkilesar og svo Flugdrekahlauparinn sem byggði á samnefndri skáldsögu Khaleds Hosseini. Til að ljúka þessari glæsilegu upptalningu verður síðan að nefna X-Men Origins: Wolverine og loks kvikmyndina Brothers sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi. „Sigurjón er einstakur karakter, ég kynntist honum fyrir tíu árum þegar ég var að skrifa grein fyrir tímaritið GQ um Ísland, hann var þá eini Íslendingurinn sem ég vissi um í Hollywood. Ég hringdi bara í hann og við höfum haldið góðu sambandi síðan. Okkur langar að gera eitthvað meira saman sem gæti verið virkilega skemmtilegt," segir Benioff. D.B. Weiss hefur hins vegar ögn minni reynslu af stóra sviðinu í Hollywood, en Game of Thrones er hans fyrsta verkefni. Hann sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu árið 2003 sem heitir Lucky Wander Boy en samkvæmt fréttum frá Hollywood er hann að skrifa handrit að framhaldsmynd I Am Legend og They Live. Og þar með er formlegri kynningu á Weiss og David lokið.Frábærar pitsur, frábært land Félagarnir eru orðlausir yfir íslenskri náttúru og segja dvölina hafa verið mikið ævintýri. „Þetta er eini staðurinn í heiminum sem lítur svona út, þetta er eins og önnur pláneta," segir Benioff. Þættirnir bjóða upp á ólíkt landslag, norðan Virkisveggsins svokallaða ríkir frost og snjór en það er stutt í eyðimerkur, sand og sól. "Við reyndum að skapa þetta kalda og norðlæga á Norður-Írlandi og tókst ótrúlega vel upp. En þúsund ára jarðfræðisaga Íslands gegn pappírstætlum er bara ójafn leikur," segir Weiss. Eins og Chris Newman sagði frá í Fréttablaðinu er ekki loku fyrir það skotið að tökulið Game of Thrones komi hingað aftur. "Það er margt í næstu þáttaröðum sem á eftir að gerast í kulda og snjó og við viljum gjarnan koma aftur. Við höfum verið með tökulið í þremur löndum, á Norður-Írlandi, í Króatíu og á Íslandi og dvölin hér hefur frábær. Starfsfólkið er frábært, maturinn er stórkostlegur, meira að segja pitsurnar eru góðar, á því átti ég ekki von," segir Weiss og bætir því við að Íslendingar setji hráefni ofan á flatbökurnar sem hann sjálfur hefði aldrei látið sér detta í hug að nota á pitsur." „Miklu skiptir líka að HBO sé ánægt og þá einnig að þar á bæ séu menn sáttir við dvöl okkar hér." Höfuðlaus stórstjarna Vinsældir Game of Thrones hafa verið lyginni líkastar. Þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy-verðlauna og hlutu tvenn. Benioff segir að vinsældir þáttanna megi rekja að stórum hluta til frábærra bóka George R.R. Martin. „Þær hafa náttúrulega verið þýddar á fjölda tungumála og hafa eignast mjög tryggan aðdáendahóp. Bækurnar eru stórkostlegar, lesendur verða hugfangnir af persónunum og óttast um örlög þeirra því þetta er mjög hættulegur heimur sem Martin hefur skapað og fólk deyr," útskýrir Benioff. Hann bætir því við að þeir hafi jafnframt verið mjög heppnir með það leikaralið sem gætt hefur persónurnar lífi á sjónvarpsskjánum. „Ég hef verið lengi í þessum bransa og þetta hefur verið mjög gleðilegur og gefandi tími," segir Benioff. Weiss skýtur því inn að allir í tökuliðinu virðist vera mjög meðvitaðir um að þeir séu með eitthvað einstakt í höndunum. „Og þeir leggja sig extra mikið fram hverju sinni, maður finnur ástríðuna hjá öllum," segir Weiss. Varla er þó hægt að sleppa handritshöfundum án þess að spyrja þá út í örlög stærstu stjörnu þáttanna, Seans Bean, sem lék Ned Stark. Í lok fyrstu seríu var hann leiddur fyrir dóm og loks hálshöggvinn fyrir landráð. „Auðvitað var mjög erfitt að sjá á eftir Bean og Stark. Hann var mjög vinsæll. En þetta er það sem er svo magnað við bækurnar, enginn er öruggur, allir eru feigir og þær persónur sem eru kannski minnstu hetjurnar eiga eftir að lifa lengst," útskýrir Benioff. „Sean var líka svo ánægður að fá eftirmynd eigin höfuðs að við gátum eiginlega ekki svikið hann um það."Sterkar konur Það þýðir lítið að spyrja Benioff og Weiss út í það hvað gerist í næstu seríu. Fréttablaðið fékk ekki einu sinni að mynda eina af aðalpersónum næstu þáttaraðar, nærvera hennar var algjört hernaðarleyndarmál. Þeir vara hins vegar sjálfskipaða sérfræðinga í Game of Thrones við, þeir geti ekki básúnað sína bókaþekkingu á torgum úti og sagst vita nákvæmlega hvað gerist næst. „Sumar þær persónur sem lifa í bókunum deyja í þáttunum," segir Benioff, mjög dularfullur. Bækur Martins eru fimm en til þess að klára sögurnar þarf að öllum líkindum átta þáttaraðir til. „En við ráðum þessu ekki heldur HBO. Og við verðum örugglega þeir síðustu til að frétta ef þættirnir verða slegnir af." Umræðan tekur því u-beygju og kynlíf berst í tal en opinskáar kynlífssenur voru áberandi í fyrstu þáttunum. „Ef þær hefðu ekki verið nauðsynlegar þá hefðu þær ekki verið þarna," segir Weiss og Benioff heldur áfram. „Það er mikið kynlíf og mikil kynferðisleg spenna í bókunum og þegar við kynntum þetta verkefni fyrir HBO fyrir sex árum tókum við skýrt fram að þetta væri ekki Lord of the Rings eða epísk barátta milli góðs og ills. Bækurnar eru skrifaðar fyrir fullorðna og þær fjalla ekki um álfa og tröll. Og eins mikið og ég elska Lord of the Rings þá eiga kynlíf og Fróði Baggi lítið sameiginlegt. Game of Thrones fjalla um alvöru manneskjur sem búa í ævintýraveröld og alvöru manneskjur hafa tilfinningar og kynhvöt," segir Benioff. „Kynlíf og ofbeldi eiga alltaf eftir að verða umdeilt umfjöllunarefni, sumum á eftir að finnast of mikið af því, öðrum alltof lítið," skýtur Weiss að. Ólíkt því sem flestir kynnu að halda eru þættirnir hins vegar mjög femínískir. Konur á borð við Daenerys Targaryen, Stark-systurnar tvær og móður þeirra, Catelyn, ráða miklu um framvindu sögunnar. Weiss segir að fáir, ef nokkrir, þættir bjóði upp á jafnmikinn fjölda af sterkum konum. „Það er mýta að stærsti hluti lesenda bóka George R.R. Martin sé karlar, það eru konur sem lesa bækurnar."
Game of Thrones Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira