Stolnu Rolex-úrin líklega sett í sölu 28. október 2011 15:06 Frank Michelsen úrsmiður „Ég er alveg ákveðinn í að veita þau ef einhver kom með ábendingu, en ég veit það ekki fyrr en rannsókn lögreglu er lokið,“ segir Frank Michelsen úrsmiður á Laugavegi en vopnað rán var framið í verslun hans í síðustu viki. Þrír menn sem frömdu ránið komust úr landi en lögreglan gómaði í gær annan mann sem átti að koma þýfinu úr landi. Allt þýfið fannst en það er metið á 50 til 70 milljónir króna. Frank lofaði nokkrum dögum eftir ránið að sá sem kæmi með upplýsingar sem yrðu til þess að upplýsa ránið fengið eina milljón króna frá honum sjálfum. Frank segir að það sé ekki ljóst hvort að einhver kom með ábendingu sem leiddi lögregluna á sporið. „Það verður ekki ljóst fyrr en eftir einhverjar vikur, hvort það voru einn eða tveir sem komu með ábendingu. Það eru náttúrulega margir samverkandi þættir í þessu sem varð til þess að þeir fundu út úr þessu.“ Ef rannsókn lögreglu leiðir til þess að ábending frá einstaklingi varð til þess að ránið upplýstist lofar Frank að segja ekki til viðkomandi. „Ég mun ekki gera það, það er of hættulegt fyrir viðkomandi,“ segir Frank og nefnir í því sambandi nýlegt dæmi í Bandaríkjunum þar sem fjölmiðill í Boston sagði frá því að Anna Björnsdóttir, fyrrum fyrirsæta, kom upp um James Bulger glæpamann en hún fékk 230 milljónir króna fyrir vikið. Frank segist ætla afhenda milljónina þannig að sönnun fáist fyrir því að hann að afhenti þá. „Hvort ég verði með vitni sem staðfesta að ég lét peningana af hendi verður að koma í ljós.“ Frank hefur verið erlendis síðustu viku og var ekki staddur á landinu í gær þegar ljóst var að þýfið hafði fundist. Hann segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að heyra fréttirnar í gegnum síma. „Maður var eiginlega hálfdofinn. Þetta var ótrúlegt. Ég átti alls ekki von á að þetta kæmi til baka. Ég vonaðist til að þetta kæmist upp - en að úrin myndu finnast átti ég aldrei von á.“ Úrin eru eitthvað skemmd en hann hefur ekki fengið þau í hendurnar frá lögreglu. „Mér er sagt að það séu einhverjar skemmdir á þeim. Ég vona að þau séu ekki það illa farin að þau séu ónýt. Þau verða sett í sölu, nú fást í fyrsta skiptið á Íslandi Rolex-úr á betra verði segir hann,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að úrin verði setti í sölu. „Það verður að meta það þegar ég sé úrin,“ segir úrsmiðurinn að lokum. Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
„Ég er alveg ákveðinn í að veita þau ef einhver kom með ábendingu, en ég veit það ekki fyrr en rannsókn lögreglu er lokið,“ segir Frank Michelsen úrsmiður á Laugavegi en vopnað rán var framið í verslun hans í síðustu viki. Þrír menn sem frömdu ránið komust úr landi en lögreglan gómaði í gær annan mann sem átti að koma þýfinu úr landi. Allt þýfið fannst en það er metið á 50 til 70 milljónir króna. Frank lofaði nokkrum dögum eftir ránið að sá sem kæmi með upplýsingar sem yrðu til þess að upplýsa ránið fengið eina milljón króna frá honum sjálfum. Frank segir að það sé ekki ljóst hvort að einhver kom með ábendingu sem leiddi lögregluna á sporið. „Það verður ekki ljóst fyrr en eftir einhverjar vikur, hvort það voru einn eða tveir sem komu með ábendingu. Það eru náttúrulega margir samverkandi þættir í þessu sem varð til þess að þeir fundu út úr þessu.“ Ef rannsókn lögreglu leiðir til þess að ábending frá einstaklingi varð til þess að ránið upplýstist lofar Frank að segja ekki til viðkomandi. „Ég mun ekki gera það, það er of hættulegt fyrir viðkomandi,“ segir Frank og nefnir í því sambandi nýlegt dæmi í Bandaríkjunum þar sem fjölmiðill í Boston sagði frá því að Anna Björnsdóttir, fyrrum fyrirsæta, kom upp um James Bulger glæpamann en hún fékk 230 milljónir króna fyrir vikið. Frank segist ætla afhenda milljónina þannig að sönnun fáist fyrir því að hann að afhenti þá. „Hvort ég verði með vitni sem staðfesta að ég lét peningana af hendi verður að koma í ljós.“ Frank hefur verið erlendis síðustu viku og var ekki staddur á landinu í gær þegar ljóst var að þýfið hafði fundist. Hann segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að heyra fréttirnar í gegnum síma. „Maður var eiginlega hálfdofinn. Þetta var ótrúlegt. Ég átti alls ekki von á að þetta kæmi til baka. Ég vonaðist til að þetta kæmist upp - en að úrin myndu finnast átti ég aldrei von á.“ Úrin eru eitthvað skemmd en hann hefur ekki fengið þau í hendurnar frá lögreglu. „Mér er sagt að það séu einhverjar skemmdir á þeim. Ég vona að þau séu ekki það illa farin að þau séu ónýt. Þau verða sett í sölu, nú fást í fyrsta skiptið á Íslandi Rolex-úr á betra verði segir hann,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að úrin verði setti í sölu. „Það verður að meta það þegar ég sé úrin,“ segir úrsmiðurinn að lokum.
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira