Umfjöllun: Stelpurnar frá Stykkishólmi byrjuðu á sigri gegn Val Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2011 20:54 Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 16 stig í kvöld. Mynd/Stefán Snæfell vann í kvöld fínan sigur, 79-70, á Val í fyrstu umferð Iceland-Express deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Snæfellingar höfðu góð tök á leiknum alveg frá byrjun og héldu Valsstúlkum alltaf þægilega vel frá sér. Stigaskorið dreifðist vel í liðinu og greinilega góð liðsheild hjá Hólmurum. Fyrsti leikhlutinn hófst af miklum krafti og ekki virtist vera mikill haustbragur á liðunum. Snæfellingar voru sterkari í upphafi og komust fljótlega í 9-2. Þessi munur hélst á með liðunum út leikhlutann en rétt undir lok fjórðungsins náðu gestirnir hraðri sókn sem endaði með laglegur sniðskoti og var því munurinn níu stig, 28-19, eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Valsstúkur voru ákveðnar í byrjun annars leikhluta og minnkuðu muninn strax niður í fjögur stig eða í 24-28. Þá tóku Snæfellingar aftur völdin á vellinum og skoruðu níu stig gegn engu og breyttu stöðunni í 37-24. Valsstúlkur komu síðan aftur til baka og minnkuðu muninn niður í sjö stig fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan var því 39-32 fyrir Snæfell í hálfleik. Melissa Leichlitner var atkvæðamest í liði Valsstúlkna í fyrri hálfleik og gerði tíu stig. Stigaskorið dreifðist vel milli leikmanna í liði Snæfells og var það líklega ástæðan fyrir því forskoti sem liðið hafði. Síðari hálfleikurinn byrjaði af krafti. Heimastúlkur pressuðu stíft í bakið á Snæfellingum en átti erfitt með að komast almennilega inn í leikinn. Lið Snæfells hélt þeim ávallt vel frá sér og stjórnuðu leiknum vel. Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Vals, fór á kostum í þriðja leikhlutanum og hélt heimastúlkum á floti. Þegar þriðja leikhluta lauk hafði hún skorað 19 stig, en staðan var 57-50 fyrir Snæfelli þegar lokafjórðungurinn var eftir. Fjórði leikhlutinn var nokkuð spennandi en Snæfellingar byrjuðu betur og héldum Valsstúlkum töluvert frá sér til að byrja með. Þegar leið á leikhlutann komust heimastúlkur meira og meira í takt við leikinn og minnkuðu muninn niður í fjögur stig þegar staðan var 67-63 og fimm mínútur eftir af leiknum. Snæfell hleypti aftur á móti Val ekki nær í leiknum og náði að innbyrða fínan sigur 79-70. Valur- Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22) Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17/4 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8/4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 24/9 fráköst/4stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Birta Antonsdóttir 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Snæfell vann í kvöld fínan sigur, 79-70, á Val í fyrstu umferð Iceland-Express deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Snæfellingar höfðu góð tök á leiknum alveg frá byrjun og héldu Valsstúlkum alltaf þægilega vel frá sér. Stigaskorið dreifðist vel í liðinu og greinilega góð liðsheild hjá Hólmurum. Fyrsti leikhlutinn hófst af miklum krafti og ekki virtist vera mikill haustbragur á liðunum. Snæfellingar voru sterkari í upphafi og komust fljótlega í 9-2. Þessi munur hélst á með liðunum út leikhlutann en rétt undir lok fjórðungsins náðu gestirnir hraðri sókn sem endaði með laglegur sniðskoti og var því munurinn níu stig, 28-19, eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Valsstúkur voru ákveðnar í byrjun annars leikhluta og minnkuðu muninn strax niður í fjögur stig eða í 24-28. Þá tóku Snæfellingar aftur völdin á vellinum og skoruðu níu stig gegn engu og breyttu stöðunni í 37-24. Valsstúlkur komu síðan aftur til baka og minnkuðu muninn niður í sjö stig fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan var því 39-32 fyrir Snæfell í hálfleik. Melissa Leichlitner var atkvæðamest í liði Valsstúlkna í fyrri hálfleik og gerði tíu stig. Stigaskorið dreifðist vel milli leikmanna í liði Snæfells og var það líklega ástæðan fyrir því forskoti sem liðið hafði. Síðari hálfleikurinn byrjaði af krafti. Heimastúlkur pressuðu stíft í bakið á Snæfellingum en átti erfitt með að komast almennilega inn í leikinn. Lið Snæfells hélt þeim ávallt vel frá sér og stjórnuðu leiknum vel. Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Vals, fór á kostum í þriðja leikhlutanum og hélt heimastúlkum á floti. Þegar þriðja leikhluta lauk hafði hún skorað 19 stig, en staðan var 57-50 fyrir Snæfelli þegar lokafjórðungurinn var eftir. Fjórði leikhlutinn var nokkuð spennandi en Snæfellingar byrjuðu betur og héldum Valsstúlkum töluvert frá sér til að byrja með. Þegar leið á leikhlutann komust heimastúlkur meira og meira í takt við leikinn og minnkuðu muninn niður í fjögur stig þegar staðan var 67-63 og fimm mínútur eftir af leiknum. Snæfell hleypti aftur á móti Val ekki nær í leiknum og náði að innbyrða fínan sigur 79-70. Valur- Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22) Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17/4 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8/4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 24/9 fráköst/4stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Birta Antonsdóttir 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira