Höfum við lært eitthvað? Oddný G. Harðardóttir skrifar 18. október 2011 09:15 Hvað höfum við lært af hruni efnahags landsins haustið 2008 og af áhrifum þess á íslenskt samfélag? Hvað hefur breyst og hvaða umbótum höfum við náð fram? Á síðastliðnum þremur árum höfum við farið í umfangsmiklar og nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum, skorið niður kostnað við þjónustu ríkisins, sameinað stofnanir og verkefni, hagrætt og varið velferðarþjónustuna eins og mögulegt er við þessar erfiðu aðstæður. Þess hefur verið gætt að dreifa byrðum hrunsins á almenning í hlutfalli við tekjur. Ég stolt af því að 85 þúsund manns greiddu lægra hlutfall af þeim tekjum sem þau unnu sér inn árið 2010 en þau gerðu árið 2008. Breytingar á tekjuskattskerfinu skila okkur jöfnuði með árangursríkum hætti ásamt 140 milljarða viðsnúningi á rekstri ríkisins á árunum 2009-2012. Þannig hafa kjör þeirra verið varin sem stóðu höllustum fæti fyrir. Vöxtur er hafinn eftir hrun, atvinnuleysið fer hægt minnkandi og samkvæmt spám verður hagvöxtur að meðaltali um 3% á ári hér á landi á næstu árum sem er vel yfir meðallagi nágrannaþjóða. Atvinnuleysi er lægra hér en í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi þó það sé engan veginn ásættanlegt og aðgerðir sem lúta að virkni þeirra sem búa við langtímaatvinnuleysi eru forgangsverkefni hér á landi.Góð stjórnsýsla Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sýnir ekki aðeins að bankakerfið hafi verið of stórt fyrir lítið land, orsakir og afleiðingar þess. Hún er einnig áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu fyrir hrun, yfir verklagi hennar og skorti á formfestu. Mat, greining og áætlanagerð er sneri að fjármálakerfinu og öðrum grundvallarhagsmunum ríkisins og þjóðarinnar var ekki til staðar. Slíkt var ekki aðeins stórlega gagnrýnivert heldur á engan hátt í samræmi við hvernig þjóðir með þróaða fjármálamarkaði og stjórnsýslu haga almennt starfsháttum sínum. Því hefur verið haldið fram að stuttar boðleiðir í litlu landi geti verið kostur, mál gangi hratt fyrir sig og það sé oftast gott en sérstaklega í viðskiptum. Vegna smæðarinnar flýti kunningjatengsl fyrir ferlinu og það sé vel. Við höfum búið við virðingarleysi fyrir lögum og reglum og skilningsleysi á hvað felist í að vera fámenn þjóð. Þetta hefur valdið því að mikið er um óformleg samskipti í stjórnsýslu okkar. Eitt gleggsta dæmið um formleysi stjórnsýslunnar er atburðarásin svonefnda Glitnishelgi í lok september 2008 þegar munnlegar tillögur voru lagðar fram og misskildar af þeim sem við tóku. Leggja þarf ríka áherslu á formfestu þegar ákvarðanir eru teknar og innleiða meiri aga í vinnubrögð til að stuðla að vandvirkni og góðum stjórnsýsluháttum. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar taka þarf ákvarðanir undir álagi, t.d. þegar stjórnað er í neyðarástandi eins og ríkti hér haustið 2008. Ég er þeirrar skoðunar að einmitt vegna smæðar samfélagsins skipti formfesta, skráning upplýsinga, verkferlar og tímamörk og skýr ábyrgðarsvið enn meira máli en í stærri samfélögum. Gegnsæi og rekjanleiki er nauðsynlegur í litlu landi þar sem kunningjatengsl liggja víða. Með því að styrkja þá umgjörð gerum við embættismönnum auðveldara að stunda góða stjórnsýslu. Með breyttum lögum um stjórnarráðið og nýjum þingskaparlögum er brugðist við ábendingum rannsóknarnefndarinnar. Með þeim er eftirlitshlutverk Alþingis styrkt og byggt á þeim lærdómi sem draga má af skýrslu rannsóknarnefndarinnar og skýrslu vinnuhópsins sem forsætisnefnd fól að fara yfir lagareglur um eftirlit þingsins með framkvæmdarvaldinu. Þannig hefur þingið brugðist við með umbótum eftir hrun. Það er á valdi þingsins að setja lög sem breyta stjórnsýslunni til batnaðar þó það sé ekki síður mikilvægt verkefni að skýra verkferla innan stofnana.Mörk og eftirlit Íslensk stjórnvöld voru vanbúin til að mæta þeirri yfirvofandi hættu sem íslenska bankakerfið stóð frammi fyrir á árinu 2008. Það skorti mikið á að unnið hefði verið að viðbúnaðarmálum ríkisins á skipulegan og vandaðan hátt. Þó slíkur viðbúnaður hefði ekki komið í veg fyrir fall bankanna haustið 2008 hefði hann verið til þess fallinn að draga úr því tjóni sem fall bankanna olli. Það var nefnilega þannig að hættan myndaðist um leið og áhættan var tekin. Hún myndaðist ekki við fall krónunnar eða við fall bankanna. Áhættan var tekin þegar skapaðar voru aðstæður fyrir íslenskt bankakerfi að stækka svo til óhindrað, mikið var lagt undir en áætlanir skorti um viðbrögð ef allt færi á versta veg. Viðhorfið var að eftirlit væri slæmt, afskiptaleysið væri mikilvægt til að bankarnir gætu um frjálst höfuð strokið og vaxið án afskiptasemi eftirlitsstofnana. Afskiptaleysið varð skaðlegt og tjón þjóðarinnar mikið. Breytingar hafa verið gerðar í öllu umhverfi fjármálastofnana og þannig höfum við brugðist við því sem aflaga fór.Endurskipulagning Í efnahagslægðinni höfum við verið neydd til að endurskipuleggja, en þar liggja einnig tækifærin til að byggja upp betra kerfi sem nýtir enn betur mannauð og starfsaðstæður. Skipulagsbreytingin er nauðsynleg til að ná fram hagræðingu á öllum sviðum ríkisrekstrar. Markmiðið er að við rekum færri og sterkari ráðuneyti og færri og sterkari stofnanir og allt fyrir minna fé en nú er gert, að hagkvæmni og gæði fari saman. Ráðuneytin verða öflugri starfseiningar og yfirsýn yfir málaflokka og þarfir þeirra sem nýta sér þjónustu ráðuneytanna verður betri og það styrkir einnig starfsemina. Fleiri ríkisstofnanir heyra undir hvert þeirra nýju ráðuneyta og samlegðaráhrif verða sýnilegri og sameining stofnana augljósari kostur. Marka þarf leiðina áfram og upp. Við þurfum að sýna hvernig við stöndumst alþjóðlega samkeppni um unga fólkið okkar og hvernig við ætlum að gera fyrirtækjunum kleift að skapa áhugaverð og vel launuð störf. Aukið samstarf við önnur ríki ætti að nýta sem tækifæri hvað þetta varðar. EES-samningurinn færði Íslandi mikil verðmæti og aðild að ESB opnar möguleika á upptöku stöðugrari gjaldmiðils sem myndi lækka kostnað heimila og fyrirtækja og styrkja atvinnulífið til framtíðar í erlendri samkeppni.Virðing og traust Stjórnvöld trúðu því fyrir hrun að auðmönnum væri treystandi fyrir hag þjóðarinnar og þegar merkin tóku að birtast um að ekki væri allt með felldu var lítið gert í því vegna þess að trúin á að markaðurinn leiðrétti sig sjálfur birgði sýn. Þar var rangur póll tekinn í hæðina og okkur bar verulega af leið. Efnahagurinn hrundi og Ísland tapaði góðum orðstír og tiltrú annarra þjóða. Tap okkar var stórkostlegt, afkoma flestra íslenskra heimila varð til muna verri og traust og virðing í samfélaginu féll. Nú þremur árum síðar höfum við náð mjög góðum árangri í ríkisfjármálum og treyst umgjörð fjármálafyrirtækja og stjórnsýslu. Annað krefjandi verkefni er styttra á veg komið. Það er uppbygging samfélagsins, uppgjör og sáttargjörð. Dómstólar eiga eftir að fjalla um hugsanleg efnahagsbrot . Slíkt tekur vissulega tíma og við verðum að hafa skilning á því. Við þurfum að geta hætt að líta reið um öxl og halda áfram jákvæðri uppbyggingu til framtíðar í anda réttlætis og jöfnuðar. Góð gildi, sanngirni, réttsýni og virðing þurfa að vera okkar leiðarljós þannig að við náum að vinna saman sem þjóð. Og traust þarf að vinna að nýju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunafmæli Oddný G. Harðardóttir Tengdar fréttir Hvað tókst vel í bankahruninu? Tímabært er að svara þessari spurningu nú eftir að sameiginlegri björgunaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og þrjú ár eru liðin frá bankahruninu. Spurningin sjálf hefði þótt undarleg skömmu eftir áfallið þegar örvæntingin og reiðin réðu ríkjum. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem þá fór úrskeiðis en síður sagt frá því sem vel var gert. 6. október 2011 10:00 Hvað höfum við lært Hrunið var öllum mikið áfall en hrunið hefur jafnframt sýnt okkur hverjar brotalamir kerfisins eru. Ef enginn dregur lærdóm af hruninu er það sorglegt og ávísun á annað hrun. Hvað fór úrskeiðis? Hvernig gat það gerst að þróað samfélag fékk slíkan skell að hagkerfið dróst saman um helming á rúmu ári, mælt í alþjóðlegum myntum? 13. október 2011 20:00 Þegar allt breyttist Fimmtudaginn 25. september 2008, daginn sem Glitnismenn gengu á fund Seðlabanka Íslands til að leita eftir aðstoð ríkisins við fjármögnunarvanda bankans, eignaðist ég son. Fundur þessi markaði á vissan hátt upphaf örlagaríkrar atburðarrásar sem margir hafa lýst sem hvirfilbyl, holskeflu…eða sem upphafinu að íslenska bankahruninu. 17. október 2011 09:15 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Hvað höfum við lært af hruni efnahags landsins haustið 2008 og af áhrifum þess á íslenskt samfélag? Hvað hefur breyst og hvaða umbótum höfum við náð fram? Á síðastliðnum þremur árum höfum við farið í umfangsmiklar og nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum, skorið niður kostnað við þjónustu ríkisins, sameinað stofnanir og verkefni, hagrætt og varið velferðarþjónustuna eins og mögulegt er við þessar erfiðu aðstæður. Þess hefur verið gætt að dreifa byrðum hrunsins á almenning í hlutfalli við tekjur. Ég stolt af því að 85 þúsund manns greiddu lægra hlutfall af þeim tekjum sem þau unnu sér inn árið 2010 en þau gerðu árið 2008. Breytingar á tekjuskattskerfinu skila okkur jöfnuði með árangursríkum hætti ásamt 140 milljarða viðsnúningi á rekstri ríkisins á árunum 2009-2012. Þannig hafa kjör þeirra verið varin sem stóðu höllustum fæti fyrir. Vöxtur er hafinn eftir hrun, atvinnuleysið fer hægt minnkandi og samkvæmt spám verður hagvöxtur að meðaltali um 3% á ári hér á landi á næstu árum sem er vel yfir meðallagi nágrannaþjóða. Atvinnuleysi er lægra hér en í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi þó það sé engan veginn ásættanlegt og aðgerðir sem lúta að virkni þeirra sem búa við langtímaatvinnuleysi eru forgangsverkefni hér á landi.Góð stjórnsýsla Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sýnir ekki aðeins að bankakerfið hafi verið of stórt fyrir lítið land, orsakir og afleiðingar þess. Hún er einnig áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu fyrir hrun, yfir verklagi hennar og skorti á formfestu. Mat, greining og áætlanagerð er sneri að fjármálakerfinu og öðrum grundvallarhagsmunum ríkisins og þjóðarinnar var ekki til staðar. Slíkt var ekki aðeins stórlega gagnrýnivert heldur á engan hátt í samræmi við hvernig þjóðir með þróaða fjármálamarkaði og stjórnsýslu haga almennt starfsháttum sínum. Því hefur verið haldið fram að stuttar boðleiðir í litlu landi geti verið kostur, mál gangi hratt fyrir sig og það sé oftast gott en sérstaklega í viðskiptum. Vegna smæðarinnar flýti kunningjatengsl fyrir ferlinu og það sé vel. Við höfum búið við virðingarleysi fyrir lögum og reglum og skilningsleysi á hvað felist í að vera fámenn þjóð. Þetta hefur valdið því að mikið er um óformleg samskipti í stjórnsýslu okkar. Eitt gleggsta dæmið um formleysi stjórnsýslunnar er atburðarásin svonefnda Glitnishelgi í lok september 2008 þegar munnlegar tillögur voru lagðar fram og misskildar af þeim sem við tóku. Leggja þarf ríka áherslu á formfestu þegar ákvarðanir eru teknar og innleiða meiri aga í vinnubrögð til að stuðla að vandvirkni og góðum stjórnsýsluháttum. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar taka þarf ákvarðanir undir álagi, t.d. þegar stjórnað er í neyðarástandi eins og ríkti hér haustið 2008. Ég er þeirrar skoðunar að einmitt vegna smæðar samfélagsins skipti formfesta, skráning upplýsinga, verkferlar og tímamörk og skýr ábyrgðarsvið enn meira máli en í stærri samfélögum. Gegnsæi og rekjanleiki er nauðsynlegur í litlu landi þar sem kunningjatengsl liggja víða. Með því að styrkja þá umgjörð gerum við embættismönnum auðveldara að stunda góða stjórnsýslu. Með breyttum lögum um stjórnarráðið og nýjum þingskaparlögum er brugðist við ábendingum rannsóknarnefndarinnar. Með þeim er eftirlitshlutverk Alþingis styrkt og byggt á þeim lærdómi sem draga má af skýrslu rannsóknarnefndarinnar og skýrslu vinnuhópsins sem forsætisnefnd fól að fara yfir lagareglur um eftirlit þingsins með framkvæmdarvaldinu. Þannig hefur þingið brugðist við með umbótum eftir hrun. Það er á valdi þingsins að setja lög sem breyta stjórnsýslunni til batnaðar þó það sé ekki síður mikilvægt verkefni að skýra verkferla innan stofnana.Mörk og eftirlit Íslensk stjórnvöld voru vanbúin til að mæta þeirri yfirvofandi hættu sem íslenska bankakerfið stóð frammi fyrir á árinu 2008. Það skorti mikið á að unnið hefði verið að viðbúnaðarmálum ríkisins á skipulegan og vandaðan hátt. Þó slíkur viðbúnaður hefði ekki komið í veg fyrir fall bankanna haustið 2008 hefði hann verið til þess fallinn að draga úr því tjóni sem fall bankanna olli. Það var nefnilega þannig að hættan myndaðist um leið og áhættan var tekin. Hún myndaðist ekki við fall krónunnar eða við fall bankanna. Áhættan var tekin þegar skapaðar voru aðstæður fyrir íslenskt bankakerfi að stækka svo til óhindrað, mikið var lagt undir en áætlanir skorti um viðbrögð ef allt færi á versta veg. Viðhorfið var að eftirlit væri slæmt, afskiptaleysið væri mikilvægt til að bankarnir gætu um frjálst höfuð strokið og vaxið án afskiptasemi eftirlitsstofnana. Afskiptaleysið varð skaðlegt og tjón þjóðarinnar mikið. Breytingar hafa verið gerðar í öllu umhverfi fjármálastofnana og þannig höfum við brugðist við því sem aflaga fór.Endurskipulagning Í efnahagslægðinni höfum við verið neydd til að endurskipuleggja, en þar liggja einnig tækifærin til að byggja upp betra kerfi sem nýtir enn betur mannauð og starfsaðstæður. Skipulagsbreytingin er nauðsynleg til að ná fram hagræðingu á öllum sviðum ríkisrekstrar. Markmiðið er að við rekum færri og sterkari ráðuneyti og færri og sterkari stofnanir og allt fyrir minna fé en nú er gert, að hagkvæmni og gæði fari saman. Ráðuneytin verða öflugri starfseiningar og yfirsýn yfir málaflokka og þarfir þeirra sem nýta sér þjónustu ráðuneytanna verður betri og það styrkir einnig starfsemina. Fleiri ríkisstofnanir heyra undir hvert þeirra nýju ráðuneyta og samlegðaráhrif verða sýnilegri og sameining stofnana augljósari kostur. Marka þarf leiðina áfram og upp. Við þurfum að sýna hvernig við stöndumst alþjóðlega samkeppni um unga fólkið okkar og hvernig við ætlum að gera fyrirtækjunum kleift að skapa áhugaverð og vel launuð störf. Aukið samstarf við önnur ríki ætti að nýta sem tækifæri hvað þetta varðar. EES-samningurinn færði Íslandi mikil verðmæti og aðild að ESB opnar möguleika á upptöku stöðugrari gjaldmiðils sem myndi lækka kostnað heimila og fyrirtækja og styrkja atvinnulífið til framtíðar í erlendri samkeppni.Virðing og traust Stjórnvöld trúðu því fyrir hrun að auðmönnum væri treystandi fyrir hag þjóðarinnar og þegar merkin tóku að birtast um að ekki væri allt með felldu var lítið gert í því vegna þess að trúin á að markaðurinn leiðrétti sig sjálfur birgði sýn. Þar var rangur póll tekinn í hæðina og okkur bar verulega af leið. Efnahagurinn hrundi og Ísland tapaði góðum orðstír og tiltrú annarra þjóða. Tap okkar var stórkostlegt, afkoma flestra íslenskra heimila varð til muna verri og traust og virðing í samfélaginu féll. Nú þremur árum síðar höfum við náð mjög góðum árangri í ríkisfjármálum og treyst umgjörð fjármálafyrirtækja og stjórnsýslu. Annað krefjandi verkefni er styttra á veg komið. Það er uppbygging samfélagsins, uppgjör og sáttargjörð. Dómstólar eiga eftir að fjalla um hugsanleg efnahagsbrot . Slíkt tekur vissulega tíma og við verðum að hafa skilning á því. Við þurfum að geta hætt að líta reið um öxl og halda áfram jákvæðri uppbyggingu til framtíðar í anda réttlætis og jöfnuðar. Góð gildi, sanngirni, réttsýni og virðing þurfa að vera okkar leiðarljós þannig að við náum að vinna saman sem þjóð. Og traust þarf að vinna að nýju.
Hvað tókst vel í bankahruninu? Tímabært er að svara þessari spurningu nú eftir að sameiginlegri björgunaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og þrjú ár eru liðin frá bankahruninu. Spurningin sjálf hefði þótt undarleg skömmu eftir áfallið þegar örvæntingin og reiðin réðu ríkjum. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem þá fór úrskeiðis en síður sagt frá því sem vel var gert. 6. október 2011 10:00
Hvað höfum við lært Hrunið var öllum mikið áfall en hrunið hefur jafnframt sýnt okkur hverjar brotalamir kerfisins eru. Ef enginn dregur lærdóm af hruninu er það sorglegt og ávísun á annað hrun. Hvað fór úrskeiðis? Hvernig gat það gerst að þróað samfélag fékk slíkan skell að hagkerfið dróst saman um helming á rúmu ári, mælt í alþjóðlegum myntum? 13. október 2011 20:00
Þegar allt breyttist Fimmtudaginn 25. september 2008, daginn sem Glitnismenn gengu á fund Seðlabanka Íslands til að leita eftir aðstoð ríkisins við fjármögnunarvanda bankans, eignaðist ég son. Fundur þessi markaði á vissan hátt upphaf örlagaríkrar atburðarrásar sem margir hafa lýst sem hvirfilbyl, holskeflu…eða sem upphafinu að íslenska bankahruninu. 17. október 2011 09:15
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun