Michelsen býður eina milljón króna í fundarlaun 18. október 2011 12:20 Frank Michelsen, eigandi úra- og skargripaverslunarinnar sem rænd var í gær, býður fundarlaun hverjum þeim sem geta gefið upplýsingar um ránið. Komi vísbending sem leiði til þess að málið verði upplýst og ránsfengurinn endurheimtur, fær sá hinn sami milljón króna fundarlaun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá eigandanum. Þrír grímuklæddir menn frömdu vopnað rán í skartgripaversluninni Michelsen á Laugavegi í gærmorgun. Mennirnir eru enn ófundnir sem og skotvopn sem hleypt var af inni í versluninni. Lýst hefur verið eftir einum þeirra sem talinn er hafa verið að verki. Var mynd send fjölmiðlum til birtingar. Hún var birti á Vísi.is í morgun Tilkynningin er eftirfarandi: Fréttatilkynning frá Michelsen úrsmiðum í tilefni af ráni Eins og kunnugt er var framið vopnað rán af þremur óþekktum mönnum í gær í verslun okkar, Michelsen úrsmiðum, að Laugavegi 15.Ræningjarnir komust undan með umtalsvert magn af þýfi; Rolex, Tudor og Michelsen úr. Í ljósi þess hversu alvarlegur þessi atburður er þar sem beitt var ofbeldi með skotvopnum, til að skapa skelfilega ógn og ótta, við rán úr verslun í miðborg Reykjavíkur er ljóst að við slíkt má ekki una. Michelsen úrsmiðir bjóða til handa þeim er gefur upplýsingar sem leiðir til þess að ránið upplýsist og að þýfið komi fram EINA MILLJÓN KRÓNA í verðlaunafé. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar sem varðar ránið er bent á að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á abending@lrh.is Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Ógnuðu starfsfólki með byssum Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum. 17. október 2011 10:38 Ræningjarnir ganga enn lausir Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni. 17. október 2011 11:52 Kort af leið ræningjanna - Þaulskipulagðir á þremur bílum Þrír grímuklæddir menn vopnaðir byssum rændu fokdýrum Rolex-úrum úr verslun Michelsen úrsmiða í gær. Frank Michelsen segist viss um að skoti hafi verið hleypt af. Ránið var þaulskipulagt og svo virðist sem ræningjarnir hafi notast við þrjá stolna bíla. 18. október 2011 11:15 Ræningjarnir enn ófundnir Ræningjarnir þrír, sem létu greipar sópa um úraverslum Michelsen við Laugaveg í Reykjavík í gærmorgun eru enn ófundnir, eftir því sem fréttastofan kemst næst. 18. október 2011 08:07 Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18. október 2011 11:04 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira
Frank Michelsen, eigandi úra- og skargripaverslunarinnar sem rænd var í gær, býður fundarlaun hverjum þeim sem geta gefið upplýsingar um ránið. Komi vísbending sem leiði til þess að málið verði upplýst og ránsfengurinn endurheimtur, fær sá hinn sami milljón króna fundarlaun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá eigandanum. Þrír grímuklæddir menn frömdu vopnað rán í skartgripaversluninni Michelsen á Laugavegi í gærmorgun. Mennirnir eru enn ófundnir sem og skotvopn sem hleypt var af inni í versluninni. Lýst hefur verið eftir einum þeirra sem talinn er hafa verið að verki. Var mynd send fjölmiðlum til birtingar. Hún var birti á Vísi.is í morgun Tilkynningin er eftirfarandi: Fréttatilkynning frá Michelsen úrsmiðum í tilefni af ráni Eins og kunnugt er var framið vopnað rán af þremur óþekktum mönnum í gær í verslun okkar, Michelsen úrsmiðum, að Laugavegi 15.Ræningjarnir komust undan með umtalsvert magn af þýfi; Rolex, Tudor og Michelsen úr. Í ljósi þess hversu alvarlegur þessi atburður er þar sem beitt var ofbeldi með skotvopnum, til að skapa skelfilega ógn og ótta, við rán úr verslun í miðborg Reykjavíkur er ljóst að við slíkt má ekki una. Michelsen úrsmiðir bjóða til handa þeim er gefur upplýsingar sem leiðir til þess að ránið upplýsist og að þýfið komi fram EINA MILLJÓN KRÓNA í verðlaunafé. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar sem varðar ránið er bent á að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á abending@lrh.is
Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Ógnuðu starfsfólki með byssum Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum. 17. október 2011 10:38 Ræningjarnir ganga enn lausir Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni. 17. október 2011 11:52 Kort af leið ræningjanna - Þaulskipulagðir á þremur bílum Þrír grímuklæddir menn vopnaðir byssum rændu fokdýrum Rolex-úrum úr verslun Michelsen úrsmiða í gær. Frank Michelsen segist viss um að skoti hafi verið hleypt af. Ránið var þaulskipulagt og svo virðist sem ræningjarnir hafi notast við þrjá stolna bíla. 18. október 2011 11:15 Ræningjarnir enn ófundnir Ræningjarnir þrír, sem létu greipar sópa um úraverslum Michelsen við Laugaveg í Reykjavík í gærmorgun eru enn ófundnir, eftir því sem fréttastofan kemst næst. 18. október 2011 08:07 Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18. október 2011 11:04 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira
Ógnuðu starfsfólki með byssum Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum. 17. október 2011 10:38
Ræningjarnir ganga enn lausir Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni. 17. október 2011 11:52
Kort af leið ræningjanna - Þaulskipulagðir á þremur bílum Þrír grímuklæddir menn vopnaðir byssum rændu fokdýrum Rolex-úrum úr verslun Michelsen úrsmiða í gær. Frank Michelsen segist viss um að skoti hafi verið hleypt af. Ránið var þaulskipulagt og svo virðist sem ræningjarnir hafi notast við þrjá stolna bíla. 18. október 2011 11:15
Ræningjarnir enn ófundnir Ræningjarnir þrír, sem létu greipar sópa um úraverslum Michelsen við Laugaveg í Reykjavík í gærmorgun eru enn ófundnir, eftir því sem fréttastofan kemst næst. 18. október 2011 08:07
Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18. október 2011 11:04