Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Miðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir er á leið til Svíþjóðar og spilar ekki með Haukum á tímabilinu.
Ragna Margrét er í sambandi með Pavel Ermolinskij sem er nýgenginn í raðir Sundsvall Drekanna og fylgir honum út.
„Þetta er bara spennandi. Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í,“ sagði Ragna Margrét í samtali við Vísi.
Ragna Margrét hefur verið í sambandi við þjálfara KFUM SUndsvall sem spilar í næstefstu deild í Svíþjóð. Hún var valinn í lið ársins á síðustu leiktíð hér á landi.
Ragna Margrét til Svíþjóðar - blóðtaka fyrir Haukastelpur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti


