Gullstelpurnar úr Gerplu á ferðinni út á landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2011 17:15 Mynd/Anton Evrópumeistarar Gerplu í hópfimleikum hafa verið duglegar að kynna fimleika á landsbyggðinni og þær eru nú annað árið í röð á leiðinni í Fimleikahringinn. Í fyrra fóru stelpurnar á fimm staði í kringum landið en nú hafa þær bætt einum stað við og koma því við á sex stöðum. Gullstelpurnar fóru í fyrra á Höfn, Egilstaði, Akureyri, Stykkishólm og Grundarfjörð en nú ætla stelpurnar að fara á Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Sauðárkrók, Stykkishólm og Grundarfjörð. Fimleikahringurinn mun alls koma við á 6 stöðum, sýna og kenna fimleika. Allir krakkar eru hvattir til að koma og sjá glæsilega fimleikasýningu og í framhaldi býðst þeim að njóta leiðsagnar Evrópumeistaranna í grunnæfingum fimleikanna. Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona úr Gerplu lenti í þriðja sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins 2010 verður með í för í Fimleikahringnum. „Þetta var frábær ferð í fyrra og við erum viss um að hún hafði mikið um það að segja að okkur tókst að landa Evrópumeistaratitlinum. Það var aldrei vafi hjá okkur að við færum aftur í ár. Það er klárt mál að það leynast einhverjir Evrópumeistarar þarna úti og við ætlum að gera okkar í að finna þá. Hver veit nema að þeir eigi síðan eftir að stíga sín fyrstu spor á Unglingalandsmótinu." Í lok hvers námskeiðs verða krakkarnir leystir út með gjöfum frá Olís og Símanum. Fimleikahringurinn mun halda úti Facebook síðu undir nafninu Fimleikahringurinn. Síðan verður uppfærð daglega með myndum og myndböndum frá ferð hópsins. Það er Síminn sem sér um að halda Fimleikahringnum nettengdum á ferð sinni um landið.Eftirfarandi staðir verða heimsóttir á eftirfarandi tímum: Mánudaginn 18. júlí: Íþróttamiðst. Dalvík kl. 16-18 Þriðjudaginn 19. júlí: Íþróttamiðst. Ólafsfirði kl. 16-18 Miðvikudaginn 20. júlí: Íþróttamiðst. Siglufirði kl. 16-18 Fimmtudaginn 21. júlí: Íþróttamiðst. Sauðárkróki kl. 16-18 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttamiðst. Stykkishólmi kl. 13-15 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttavellinum Grundarfirði kl. 20:15 Samstarfsaðilar um fimleikahringinn eru Olís og UMFÍ. Fimleikahringurinn er m.a. farinn til að vekja athygli á Unglingalandsmót UMFÍ en í ár verður í fyrsta skipti keppt í fimleikum á Unglingalandsmóti. Fimleikar Innlendar Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Sjá meira
Evrópumeistarar Gerplu í hópfimleikum hafa verið duglegar að kynna fimleika á landsbyggðinni og þær eru nú annað árið í röð á leiðinni í Fimleikahringinn. Í fyrra fóru stelpurnar á fimm staði í kringum landið en nú hafa þær bætt einum stað við og koma því við á sex stöðum. Gullstelpurnar fóru í fyrra á Höfn, Egilstaði, Akureyri, Stykkishólm og Grundarfjörð en nú ætla stelpurnar að fara á Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Sauðárkrók, Stykkishólm og Grundarfjörð. Fimleikahringurinn mun alls koma við á 6 stöðum, sýna og kenna fimleika. Allir krakkar eru hvattir til að koma og sjá glæsilega fimleikasýningu og í framhaldi býðst þeim að njóta leiðsagnar Evrópumeistaranna í grunnæfingum fimleikanna. Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona úr Gerplu lenti í þriðja sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins 2010 verður með í för í Fimleikahringnum. „Þetta var frábær ferð í fyrra og við erum viss um að hún hafði mikið um það að segja að okkur tókst að landa Evrópumeistaratitlinum. Það var aldrei vafi hjá okkur að við færum aftur í ár. Það er klárt mál að það leynast einhverjir Evrópumeistarar þarna úti og við ætlum að gera okkar í að finna þá. Hver veit nema að þeir eigi síðan eftir að stíga sín fyrstu spor á Unglingalandsmótinu." Í lok hvers námskeiðs verða krakkarnir leystir út með gjöfum frá Olís og Símanum. Fimleikahringurinn mun halda úti Facebook síðu undir nafninu Fimleikahringurinn. Síðan verður uppfærð daglega með myndum og myndböndum frá ferð hópsins. Það er Síminn sem sér um að halda Fimleikahringnum nettengdum á ferð sinni um landið.Eftirfarandi staðir verða heimsóttir á eftirfarandi tímum: Mánudaginn 18. júlí: Íþróttamiðst. Dalvík kl. 16-18 Þriðjudaginn 19. júlí: Íþróttamiðst. Ólafsfirði kl. 16-18 Miðvikudaginn 20. júlí: Íþróttamiðst. Siglufirði kl. 16-18 Fimmtudaginn 21. júlí: Íþróttamiðst. Sauðárkróki kl. 16-18 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttamiðst. Stykkishólmi kl. 13-15 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttavellinum Grundarfirði kl. 20:15 Samstarfsaðilar um fimleikahringinn eru Olís og UMFÍ. Fimleikahringurinn er m.a. farinn til að vekja athygli á Unglingalandsmót UMFÍ en í ár verður í fyrsta skipti keppt í fimleikum á Unglingalandsmóti.
Fimleikar Innlendar Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Sjá meira