Ísland í fjórða sæti í Evrópubikarnum í frjálsum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2011 16:12 Stefanía stóð sig vel í grindahlaupi og boðhlaupi Mynd/Helgi Björnsson Ísland hafnaði í fjórða sæti í 3. deild Evrópubikarsins í frjálsum íþróttum sem lauk á Laugardalsvelli í dag. Ísrael og Kýpur tryggðu sér sæti í 2. deild að ári. Íslenska liðið var í fimmta sæti að loknum fyrri keppnisdegi og hækkaði sig því um eitt sæti á síðari deginum. Ísland hlaut 411,5 stig samtals.Efstu þjóðir 1. Ísrael 490 stig 2. Kýpur 469 stig 3. Moldóva 439 stig 4. Ísland 411,5 stig 5. Bosnía og Hersegóvína 385 stig Bestum árangri íslenska liðsins í dag náðu þær Hafdís Sigurðardóttir í langstökki og Helga Margrét Þorsteinsdóttir í kúluvarpi. Þær lentu báðar í öðru sæti. Þá náði boðsveit kvenna í 4x400 metra hlaupi sömuleiðis öðru sæti. Stangastökkvarinn Bjarki Gíslason, 3000 metra hlauparinn Kári Steinn Karlsson og 200 metra hlauparinn Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir náðu þriðja sæti í sínum greinum. Árangur íslensku keppendanna á síðari deginumHafdís Sigurðardóttir varð önnur í langstökki kvenna. Hafdís stökk 5,99 metra en Rotem Battat frá Ísrael stökk lengst 6,11 metra. Helga Margrét Þorsteinsdóttir lenti í öðru sæti í kúluvarpi kvenna. Helga kastaði 13,90 metra í síðustu tilraun sinni. Anstasia Metskeyev kastaði 14,86 metra. Íslenska kvennaliðið lenti í öðru sæti í 4x400 metra hlaupi kvenna. Stelpurnar hljópu á 03:48,81 mínútum og voru innan við sekúndu á eftir moldóvsku stelpunum. Björg Gunnarsdóttir, Fjóla Signý Hannesdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Stefanía Valdimarsdóttir skipuðu sveit Íslands. Bjarki Gíslason varð í þriðja sæti í stangarstökki. Bjarki stökk 4,80 metra en sigurstökk Ísraelans Yevgeniy Olkhovskiy var 5,05 metrar. Kári Steinn Karlsson varð þriðji í 3000 metra hlaupi karla. Kári Steinn hljóp á tímanum 08:21,17 mínútur og kom í mark rúmri sekúndu á eftir Amine Khadiri frá Kýpur sem sigraði. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir lenti í 3.- 4. sæti í 200 metra hlaupi kvenna. Hrafnhild hljóp á 24,74 sekúndum og var tæpri hálfri skúndu á eftir Olgu Lenskiy frá Ísrael. Fjóla Signý Hannesdóttir varð í fjórða sæti í 100 metra grindahlaupi kvenna. Fjóla Signý hljóp á 14,93 sekúndum. Dimitra Arachoviti frá Kýpur sigraði á 13,77 sekúndum. Bjartmar Örnuson varð fjórði í 800 metra hlaupi á tímanum 01:52,04 mínútur. Fljótastur varð Ísraelinn Dustin Emrani á 01:50,84 mínútum. Guðmundur Hólmar Jónsson varð í fjórða sæti í spjótkasti karla. Guðmundur kastaði spjótinu 67,65 metra. Antoine Wagner frá Lúxemborg kastaði 71,69 metra sem dugði til sigurs. Sandra Pétursdóttir lenti í fimmta sæti í sleggjukasti kvenna. Sandra kastaði sleggjunni 49,70 metra en hún á best 54,19 metra. Marina Marghiev frá Moldavíu sigraði með kasti upp á 67,41 metra. Blake Jakobsson endaði sjötti í kringlukasti karla. Blake kastaði 48,41 metra en Kýpverjinn Apostolos Parellis kastaði 58,27 metra. Guðrún María Pétursdóttir varð í sjötta sæti í hástökki kvenna. Guðrún María stökk hæst 1,60 metra en Danielle Frenkel frá Ísrael stökk 1,84 metra. Íslenska karlasveitin varð í sjötta sæti í 4x400 metra hlaupi karla á 03:18,06 mínútum. Kristinn Torfason varð sjöundi í þrístökki karla. Kristinn stökk 14,44 metra. Sigurvegari varð Vladimir Letnicov frá Moldóvu sem stökk 16,07 metra. Sveinn Elías Elíasson varð í sjöunda sæti í 200 metra hlaupi karla. Hann hljóp á 22,19 sekúndum en Ruslan Abbasov frá Aserbaídjsan var hraðastur á 20,99 sekúndum. Sigurbjörn Árni Arngrímsson varð í áttunda sæti í 3000 metra hindrunarhlaupi karla. Hann hljóp á tímanum 09:29,06 en Ion Luchianov frá Moldóvu sigraði á 08:54,70. Þá keppti Sigurbjörn Árni Arngrímsson einnig í 110 metra grindahlaupi karla þar sem han varð í 13. sæti. Upphaflega átti Einar Daði Lárusson tugþrautarkappi að hlaupa en hann treysti sér ekki í hlaupið. Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð áttunda í 5000 metra hlaupi kvenna. Hún hljóp á 18:26,09 og var rúmum tveimur mínútum á eftir Gezashign Safarovu frá Aserbaídsjan. Agnes Erlingsdóttir varð í tólfta og síðasta sæti í 1500 metra hlaupi kvenna. Agnes hljóp á 05:14,60 mínútum og var tæpri mínútu á eftir Luiza Gega frá Albaníu sem sigraði. Innlendar Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira
Ísland hafnaði í fjórða sæti í 3. deild Evrópubikarsins í frjálsum íþróttum sem lauk á Laugardalsvelli í dag. Ísrael og Kýpur tryggðu sér sæti í 2. deild að ári. Íslenska liðið var í fimmta sæti að loknum fyrri keppnisdegi og hækkaði sig því um eitt sæti á síðari deginum. Ísland hlaut 411,5 stig samtals.Efstu þjóðir 1. Ísrael 490 stig 2. Kýpur 469 stig 3. Moldóva 439 stig 4. Ísland 411,5 stig 5. Bosnía og Hersegóvína 385 stig Bestum árangri íslenska liðsins í dag náðu þær Hafdís Sigurðardóttir í langstökki og Helga Margrét Þorsteinsdóttir í kúluvarpi. Þær lentu báðar í öðru sæti. Þá náði boðsveit kvenna í 4x400 metra hlaupi sömuleiðis öðru sæti. Stangastökkvarinn Bjarki Gíslason, 3000 metra hlauparinn Kári Steinn Karlsson og 200 metra hlauparinn Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir náðu þriðja sæti í sínum greinum. Árangur íslensku keppendanna á síðari deginumHafdís Sigurðardóttir varð önnur í langstökki kvenna. Hafdís stökk 5,99 metra en Rotem Battat frá Ísrael stökk lengst 6,11 metra. Helga Margrét Þorsteinsdóttir lenti í öðru sæti í kúluvarpi kvenna. Helga kastaði 13,90 metra í síðustu tilraun sinni. Anstasia Metskeyev kastaði 14,86 metra. Íslenska kvennaliðið lenti í öðru sæti í 4x400 metra hlaupi kvenna. Stelpurnar hljópu á 03:48,81 mínútum og voru innan við sekúndu á eftir moldóvsku stelpunum. Björg Gunnarsdóttir, Fjóla Signý Hannesdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Stefanía Valdimarsdóttir skipuðu sveit Íslands. Bjarki Gíslason varð í þriðja sæti í stangarstökki. Bjarki stökk 4,80 metra en sigurstökk Ísraelans Yevgeniy Olkhovskiy var 5,05 metrar. Kári Steinn Karlsson varð þriðji í 3000 metra hlaupi karla. Kári Steinn hljóp á tímanum 08:21,17 mínútur og kom í mark rúmri sekúndu á eftir Amine Khadiri frá Kýpur sem sigraði. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir lenti í 3.- 4. sæti í 200 metra hlaupi kvenna. Hrafnhild hljóp á 24,74 sekúndum og var tæpri hálfri skúndu á eftir Olgu Lenskiy frá Ísrael. Fjóla Signý Hannesdóttir varð í fjórða sæti í 100 metra grindahlaupi kvenna. Fjóla Signý hljóp á 14,93 sekúndum. Dimitra Arachoviti frá Kýpur sigraði á 13,77 sekúndum. Bjartmar Örnuson varð fjórði í 800 metra hlaupi á tímanum 01:52,04 mínútur. Fljótastur varð Ísraelinn Dustin Emrani á 01:50,84 mínútum. Guðmundur Hólmar Jónsson varð í fjórða sæti í spjótkasti karla. Guðmundur kastaði spjótinu 67,65 metra. Antoine Wagner frá Lúxemborg kastaði 71,69 metra sem dugði til sigurs. Sandra Pétursdóttir lenti í fimmta sæti í sleggjukasti kvenna. Sandra kastaði sleggjunni 49,70 metra en hún á best 54,19 metra. Marina Marghiev frá Moldavíu sigraði með kasti upp á 67,41 metra. Blake Jakobsson endaði sjötti í kringlukasti karla. Blake kastaði 48,41 metra en Kýpverjinn Apostolos Parellis kastaði 58,27 metra. Guðrún María Pétursdóttir varð í sjötta sæti í hástökki kvenna. Guðrún María stökk hæst 1,60 metra en Danielle Frenkel frá Ísrael stökk 1,84 metra. Íslenska karlasveitin varð í sjötta sæti í 4x400 metra hlaupi karla á 03:18,06 mínútum. Kristinn Torfason varð sjöundi í þrístökki karla. Kristinn stökk 14,44 metra. Sigurvegari varð Vladimir Letnicov frá Moldóvu sem stökk 16,07 metra. Sveinn Elías Elíasson varð í sjöunda sæti í 200 metra hlaupi karla. Hann hljóp á 22,19 sekúndum en Ruslan Abbasov frá Aserbaídjsan var hraðastur á 20,99 sekúndum. Sigurbjörn Árni Arngrímsson varð í áttunda sæti í 3000 metra hindrunarhlaupi karla. Hann hljóp á tímanum 09:29,06 en Ion Luchianov frá Moldóvu sigraði á 08:54,70. Þá keppti Sigurbjörn Árni Arngrímsson einnig í 110 metra grindahlaupi karla þar sem han varð í 13. sæti. Upphaflega átti Einar Daði Lárusson tugþrautarkappi að hlaupa en hann treysti sér ekki í hlaupið. Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð áttunda í 5000 metra hlaupi kvenna. Hún hljóp á 18:26,09 og var rúmum tveimur mínútum á eftir Gezashign Safarovu frá Aserbaídsjan. Agnes Erlingsdóttir varð í tólfta og síðasta sæti í 1500 metra hlaupi kvenna. Agnes hljóp á 05:14,60 mínútum og var tæpri mínútu á eftir Luiza Gega frá Albaníu sem sigraði.
Innlendar Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira