Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2025 09:03 Sólveig Jónsdóttir færir sig milli hæða í húsnæði Íþróttasambands Íslands og tekur við sem framkvæmdastjóri Handknattleiksambands Íslands. Vísir/Sigurjón HSÍ opinberaði í gær nýjan framkvæmdastjóra sambandsins sem tekur við störfum um áramótin. Fjárhagsstaða sambandsins er aðkallandi verkefni. Valur Páll Eiríksson leit við á skrifstofunni hjá Fimleikasambandinu til að tala um handbolta. „Það eru breytingar hér í Laugardalnum. Handknattleikssambandið hefur leitað að nýjum framkvæmdastjóra um hríð og hann er nú fundinn. Hún flytur sig um eina hæð hér í húsinu. Sólveig Jónsdóttir hefur verið hjá Fimleikasambandinu í um tólf ár en hlakkar nú til að takast á við nýja áskorun,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Handboltinn er náttúrulega svolítið þjóðaríþróttin okkar og það elska allir janúar. Þannig að ég hugsaði bara að ég hefði margt fram að færa sem ég hef lært núna undanfarin ár í mínu starfi. Og það er mikil ástríða á skrifstofu HSÍ, þannig að saman held ég að þetta verði bara einhver svona gleðikokteill,“ sagði Sólveig Jónsdóttir en hverjar eru einmitt helstu áskoranirnar í þessu nýja starfi? „Ég held að það séu bara alls staðar, heilt yfir allar íþróttir, hvert sem við horfum, hjá sambandinu, sérsamböndunum, eða félögunum eða hvar sem við erum. Þetta náttúrulega kostar allt peninga og það vantar peninga inn í hreyfinguna. Við erum að tryggja það að börn á Íslandi geti stundað íþróttir, óháð efnahag. Það er bara stórt mál fyrir okkur sem samfélag. Við hljótum að vilja búa til gott samfélag fyrir börnin okkar,“ sagði Sólveig. Fjárhagur HSÍ hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Taprekstur upp á 120 milljónir undanfarin tvö ár gerir til að mynda að verkum að skera þarf niður í starfsumhverfi landsliðanna. Sólveig segist aftur á móti fremur vera spennt heldur en stressuð að takast á við þá áskorun. „Það er gaman að takast á við verkefni og það er gaman að finna góðar lausnir. Ég einhvern veginn trúi því að ef fólk vinnur saman, þá sé hægt að finna farsælar lausnir sem að væri líka bara svolítið gaman að vera partur af. Þetta er bara verkefni niður til að leysa og það er bara skemmtilegt,“ sagði Sólveig. Fleira kemur fram í viðtalinu við Sólveigu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Færir sig úr fimleikunum í handboltann HSÍ Fimleikar Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Sjá meira
Valur Páll Eiríksson leit við á skrifstofunni hjá Fimleikasambandinu til að tala um handbolta. „Það eru breytingar hér í Laugardalnum. Handknattleikssambandið hefur leitað að nýjum framkvæmdastjóra um hríð og hann er nú fundinn. Hún flytur sig um eina hæð hér í húsinu. Sólveig Jónsdóttir hefur verið hjá Fimleikasambandinu í um tólf ár en hlakkar nú til að takast á við nýja áskorun,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Handboltinn er náttúrulega svolítið þjóðaríþróttin okkar og það elska allir janúar. Þannig að ég hugsaði bara að ég hefði margt fram að færa sem ég hef lært núna undanfarin ár í mínu starfi. Og það er mikil ástríða á skrifstofu HSÍ, þannig að saman held ég að þetta verði bara einhver svona gleðikokteill,“ sagði Sólveig Jónsdóttir en hverjar eru einmitt helstu áskoranirnar í þessu nýja starfi? „Ég held að það séu bara alls staðar, heilt yfir allar íþróttir, hvert sem við horfum, hjá sambandinu, sérsamböndunum, eða félögunum eða hvar sem við erum. Þetta náttúrulega kostar allt peninga og það vantar peninga inn í hreyfinguna. Við erum að tryggja það að börn á Íslandi geti stundað íþróttir, óháð efnahag. Það er bara stórt mál fyrir okkur sem samfélag. Við hljótum að vilja búa til gott samfélag fyrir börnin okkar,“ sagði Sólveig. Fjárhagur HSÍ hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Taprekstur upp á 120 milljónir undanfarin tvö ár gerir til að mynda að verkum að skera þarf niður í starfsumhverfi landsliðanna. Sólveig segist aftur á móti fremur vera spennt heldur en stressuð að takast á við þá áskorun. „Það er gaman að takast á við verkefni og það er gaman að finna góðar lausnir. Ég einhvern veginn trúi því að ef fólk vinnur saman, þá sé hægt að finna farsælar lausnir sem að væri líka bara svolítið gaman að vera partur af. Þetta er bara verkefni niður til að leysa og það er bara skemmtilegt,“ sagði Sólveig. Fleira kemur fram í viðtalinu við Sólveigu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Færir sig úr fimleikunum í handboltann
HSÍ Fimleikar Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Sjá meira