Sverrir: Sama hvaðan leikmenn koma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2011 09:30 Sverrir Þór Sverrisson gefur lítið fyrir hvers kyns tal um að Njarðvíkingar séu að reyna að kaupa Íslandsmeistaratitilinn í ár. Njarðvík er með þrjá sterka útlendinga í sínum röðum. Tveir leikmenn hafa verið allt tímabilið en sá þriðji, miðherjinn Julia Demirer frá Póllandi, kom í janúar. Óhætt er að segja að innkoma hennar hafi haft góð áhrif á liðið því það vann níu leiki í röð eftir það. Njarðvík hafði að sama skapi unnið fjóra af síðustu þrettán leikjum sínum áður en hún kom. Njarðvík lagði deildarmeistara Hamars, 3-2, í undanúrslitunum. „Titillinn var ekki hafður í huga þegar hún kom,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Við vorum í basli með meiðsli og annað framan af móti sem olli því að við vorum að tapa leikjum sem við hefðum átt að vinna.“ „Við vorum ekki með miðherja í liðinu og reyndum að styrkja okkur með Íslendingi í sumar. Það gekk ekki. [Demirer] var laus og vildi koma. Þar með var rétta jafnvægið komið í liðið og við með leikmenn í öllum stöðum. Þannig þarf það að vera til að geta gert eitthvað í móti sem þessu.“ „Ég er með frekar ungan hóp. Við reyndum að styrkja liðið með Íslendingum en það gekk þar sem flestir vildu fara í sterkustu liðin. Njarðvík var ekki komið á kortið fyrir tímabilið. Mér er slétt sama hvaðan leikmennirnir koma - við þurfum bara að manna liðið þannig að það sé samkeppnishæft.“ „Þegar allt byrjaði að smella saman fór þetta að ganga vel aftur,“ sagði Sverrir en Njarðvík vann fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Ég skil að þetta sé óvænt út á við en mér kom þetta ekkert rosalega á óvart. Ég gældi við þann möguleika að komast í úrslitakeppnina þó svo að við mættum mjög sterkum andstæðingi [í undanúrslitunum].“ Sverrir á von á skemmtilegri rimmu en fyrsti leikurinn fer fram á heimavelli Keflavíkur klukkan 16.00 í dag. „Baráttan verður út um allan völl. Bæði lið eru með góða leikmenn í öllum stöðu. Ég á von á fjör og hörkubaráttu í þessum leikjum og er vonlaust að spá fyrir um útkomuna.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson gefur lítið fyrir hvers kyns tal um að Njarðvíkingar séu að reyna að kaupa Íslandsmeistaratitilinn í ár. Njarðvík er með þrjá sterka útlendinga í sínum röðum. Tveir leikmenn hafa verið allt tímabilið en sá þriðji, miðherjinn Julia Demirer frá Póllandi, kom í janúar. Óhætt er að segja að innkoma hennar hafi haft góð áhrif á liðið því það vann níu leiki í röð eftir það. Njarðvík hafði að sama skapi unnið fjóra af síðustu þrettán leikjum sínum áður en hún kom. Njarðvík lagði deildarmeistara Hamars, 3-2, í undanúrslitunum. „Titillinn var ekki hafður í huga þegar hún kom,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Við vorum í basli með meiðsli og annað framan af móti sem olli því að við vorum að tapa leikjum sem við hefðum átt að vinna.“ „Við vorum ekki með miðherja í liðinu og reyndum að styrkja okkur með Íslendingi í sumar. Það gekk ekki. [Demirer] var laus og vildi koma. Þar með var rétta jafnvægið komið í liðið og við með leikmenn í öllum stöðum. Þannig þarf það að vera til að geta gert eitthvað í móti sem þessu.“ „Ég er með frekar ungan hóp. Við reyndum að styrkja liðið með Íslendingum en það gekk þar sem flestir vildu fara í sterkustu liðin. Njarðvík var ekki komið á kortið fyrir tímabilið. Mér er slétt sama hvaðan leikmennirnir koma - við þurfum bara að manna liðið þannig að það sé samkeppnishæft.“ „Þegar allt byrjaði að smella saman fór þetta að ganga vel aftur,“ sagði Sverrir en Njarðvík vann fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Ég skil að þetta sé óvænt út á við en mér kom þetta ekkert rosalega á óvart. Ég gældi við þann möguleika að komast í úrslitakeppnina þó svo að við mættum mjög sterkum andstæðingi [í undanúrslitunum].“ Sverrir á von á skemmtilegri rimmu en fyrsti leikurinn fer fram á heimavelli Keflavíkur klukkan 16.00 í dag. „Baráttan verður út um allan völl. Bæði lið eru með góða leikmenn í öllum stöðu. Ég á von á fjör og hörkubaráttu í þessum leikjum og er vonlaust að spá fyrir um útkomuna.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira