Mögnuð ræða borgarstjórans: Varaliturinn gerði þau mennsk á ný 3. apríl 2011 13:36 Jón Gnarr flutti magnaða ræðu fyrir tískuvita. Mynd Arnþór Ræða Jón Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur vakti talsverða athygli á opnunarhátíð Reykjavík fashion festival (RFF). Vísir greindi meðal annars frá því í morgun að setningaræðan hans hefði beinlínis skelft gesti tískuhátíðarinnar en það var Bleikt.is sem greindi fyrst frá málinu. Ræðuna má finna á vefsvæði Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, yfirleitt kallaður Dr. Gunni. Í ræðunni rekur Jón hreint út sagt magnað sögu sem breski hermaðurinn Mervin Willett Gonin skrifaði í dagbók sína árið 1945 eftir að hversveit hans kom í útrýmingarbúðirnar Bergen-Belsen í Norðvestur Þýskalandi. Lýsingin er hryllileg en sveitin var sú fyrsta sem kom í útrýmingarbúðirnar. Þannig lýsir mervin því sem fyrir augum bar og það er óhætt að segja að lýsingarnar eru beinlínis sláandi. Mervin segir svo í dagbókarfærslunni að fyrir furðulegan misskilning hafi borist farmur af varalit í stað eðlilegra hjálpargagna frá Rauða krossinum. Mervin segir að hermennirnir hafi verið undrandi, enda alls ekki það sem þeir báðu um. En svo varð sú einstaka þróun að sögn Mervins, að fangarnir báru á sig varalitinn, og í raun fyrst þá upplifað sig sem einstaklinga eftir martraðakennda vist í útrýmingabúðum. Mervin segir að varaliturinn hafi gert þau mennsk á ný. Loksins gátu þau hugað að útliti sínu eins og manneskjur. Ræða Jóns, sem er óhætt að segja að sé hreint út sagt mögnuð, má lesa í heild sinni á vefsíðu Dr. Gunna. Þess má geta að Jón var sjálfur með varalit þegar hann flutti ræðuna, sem var misvel tekið af gestum og vakti jafnvel hneykslan. Fyrir þá sem vilja kynna sér hryllilega sögu útrýmingabúðanna geta nálgast upplýsingar hér. RFF Tengdar fréttir Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Ræða Jón Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur vakti talsverða athygli á opnunarhátíð Reykjavík fashion festival (RFF). Vísir greindi meðal annars frá því í morgun að setningaræðan hans hefði beinlínis skelft gesti tískuhátíðarinnar en það var Bleikt.is sem greindi fyrst frá málinu. Ræðuna má finna á vefsvæði Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, yfirleitt kallaður Dr. Gunni. Í ræðunni rekur Jón hreint út sagt magnað sögu sem breski hermaðurinn Mervin Willett Gonin skrifaði í dagbók sína árið 1945 eftir að hversveit hans kom í útrýmingarbúðirnar Bergen-Belsen í Norðvestur Þýskalandi. Lýsingin er hryllileg en sveitin var sú fyrsta sem kom í útrýmingarbúðirnar. Þannig lýsir mervin því sem fyrir augum bar og það er óhætt að segja að lýsingarnar eru beinlínis sláandi. Mervin segir svo í dagbókarfærslunni að fyrir furðulegan misskilning hafi borist farmur af varalit í stað eðlilegra hjálpargagna frá Rauða krossinum. Mervin segir að hermennirnir hafi verið undrandi, enda alls ekki það sem þeir báðu um. En svo varð sú einstaka þróun að sögn Mervins, að fangarnir báru á sig varalitinn, og í raun fyrst þá upplifað sig sem einstaklinga eftir martraðakennda vist í útrýmingabúðum. Mervin segir að varaliturinn hafi gert þau mennsk á ný. Loksins gátu þau hugað að útliti sínu eins og manneskjur. Ræða Jóns, sem er óhætt að segja að sé hreint út sagt mögnuð, má lesa í heild sinni á vefsíðu Dr. Gunna. Þess má geta að Jón var sjálfur með varalit þegar hann flutti ræðuna, sem var misvel tekið af gestum og vakti jafnvel hneykslan. Fyrir þá sem vilja kynna sér hryllilega sögu útrýmingabúðanna geta nálgast upplýsingar hér.
RFF Tengdar fréttir Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53