Keflavíkurkonur Íslandsmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson í Sláturhúsinu skrifar 8. apríl 2011 20:50 Keflavíkurkonur eru Íslandsmeistarar í kvennakörfunni í fjórtánda sinn eftir tíu stiga sigur á Njarðvík, 61-51, í Toyota-höllinni í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík vann einvígið 3-0 og alls 6 af 7 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Keflavíkurkonur eru þar með fyrsta liðið í fjögur ár sem vinnur tvöfalt í kvennaboltanum, það er tekur báða stóru titlana, Íslandsmótið og bikarinn, en Haukar höfðu afrekað það síðast árið 2007. Þetta er annars í tíunda sinn sem Keflavíkurliðið vinnur tvöfalt á tímabili en Keflavíkurkonur eru að ná þeim árangri í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004. Í myndbandi með þessarri frétt má hjá Keflavíkurdömur taka á móti Íslandbikarnum í kvöld en það var fyrirliðinn Birna Valgarðsdóttir sem lyfti bikarnum. Keflavík komst í 17-2 í fyrsta leikhluta og var alltaf skrefinu á undan þrátt fyrir að Njarðvíkurliðið hafi nokkrum sinnum náð að minnka muninn niður í tvö stig. Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir Keflavíkurliðinu í kvöld og var með 17 stig og 7 fráköst. Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 14 stig og Lisa Karcic var með 14 stig og 16 fráköst. Julia Demirer (14 stig og 14 fráköst), Dita Liepkalne (10 stig og 13 fráköst) og Shayla Fields (12 stig) fóru fyrir Njarðvíkurliðinu að venju en það vantaði tilfinnanlega meira framlag frá öðrum leikmönnum. Keflavíkuliðið byrjaði leikinn á mikilli skotsýningu og var komið í 11-2 eftir rúmar þrjár mínútur eftir að hafa sett niður þrjá þrista í röð. Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði tvo þeirra. Keflavík skoraði á endanum 17 af fyrstu 19 stigum leiksins og Njarðvík skoraði ekki sína aðra körfu í leiknum fyrr en eftir rúmar sjö mínútur. Þá var orðinn á brattann að sækja fyrir Njarðvíkurkonur sem náðu þó að minnka muninn í ellefu stig fyrir lok leikhlutans, en staðan var þá 19-8 fyrir Keflavík. Njarðvík skoraði sex fyrstu stig annars leikshluta og kom muninum niður í fimm stig, 19-14. Pálína Gunnlaugsdóttir fór þá fyrir öðrum góðum kafla Keflavíkur og skoraði 8 af 11 stigum liðsins á þremur mínútum á meðan Keflavík komst í 30-18 forystu. Njarðvíkurliðið kom sér hinsvegar aftur inn í leikinn með því að skora ellefu stig gegn tveimur á næstu tveimur og hálfri mínútu og minnkaði muninn niður í þrjú sitg, 32-29. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði síðustu tvö stig fyrri hálfleiks af vítalínunni og Keflavík var því 34-29 yfir í leikhléi. Pálína Gunnlaugsdóttir (10 stig) og Ingibjörg Jakbsdóttir (9 stig) voru saman með 19 stig í fyrri hálfleiknum en Shayla Fields skoraði mest fyrir Njarðvík eða 9 stig. Njarðvíkurliðið náði muninum niður í tvö stig í upphafi þriðja leikhluta, 34-32, en Keflavík svaraði strax með góðum spretti og komst í 40-32 og 45-37. Njarðvík náði aftur að minnka muninn í tvö stig, 45-43, þegar 72 sekúndur voru eftir af þriðja leikhlutanum en Keflavík skoraði fimm síðustu sig leikjlutans og var 50-43 yfir fyrir lokaleikhlutann. Keflavíkurliðið var skrefinu á undan í fjórða leikhlutanum og þriggja stiga karfa Lisu Karcic kom þeim níu stigum yfir, 56-47, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Pálína Gunnlaugsdóttir fór síðan langt með því að klára leikinn þegar hún skoraði körfu og setti niður víti að auki og kom Keflavík í 59-51 þegar 2 mínútur og 26 sekúndur voru eftir. Keflavík-Njarðvík 61-51 (19-8, 15-21, 16-14, 11-8)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 17/7 fráköst, Lisa Karcic 14/16 fráköst/4 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Bryndís Guðmundsdóttir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marina Caran 7/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/9 fráköst.Njarðvík : Julia Demirer 14/14 fráköst, Shayla Fields 12/7 fráköst, Dita Liepkalne 10/13 fráköst/5 stoðsendingar, Ólöf Helga Pálsdóttir 8, Auður R. Jónsdóttir 4/4 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira
Keflavíkurkonur eru Íslandsmeistarar í kvennakörfunni í fjórtánda sinn eftir tíu stiga sigur á Njarðvík, 61-51, í Toyota-höllinni í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík vann einvígið 3-0 og alls 6 af 7 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Keflavíkurkonur eru þar með fyrsta liðið í fjögur ár sem vinnur tvöfalt í kvennaboltanum, það er tekur báða stóru titlana, Íslandsmótið og bikarinn, en Haukar höfðu afrekað það síðast árið 2007. Þetta er annars í tíunda sinn sem Keflavíkurliðið vinnur tvöfalt á tímabili en Keflavíkurkonur eru að ná þeim árangri í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004. Í myndbandi með þessarri frétt má hjá Keflavíkurdömur taka á móti Íslandbikarnum í kvöld en það var fyrirliðinn Birna Valgarðsdóttir sem lyfti bikarnum. Keflavík komst í 17-2 í fyrsta leikhluta og var alltaf skrefinu á undan þrátt fyrir að Njarðvíkurliðið hafi nokkrum sinnum náð að minnka muninn niður í tvö stig. Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir Keflavíkurliðinu í kvöld og var með 17 stig og 7 fráköst. Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 14 stig og Lisa Karcic var með 14 stig og 16 fráköst. Julia Demirer (14 stig og 14 fráköst), Dita Liepkalne (10 stig og 13 fráköst) og Shayla Fields (12 stig) fóru fyrir Njarðvíkurliðinu að venju en það vantaði tilfinnanlega meira framlag frá öðrum leikmönnum. Keflavíkuliðið byrjaði leikinn á mikilli skotsýningu og var komið í 11-2 eftir rúmar þrjár mínútur eftir að hafa sett niður þrjá þrista í röð. Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði tvo þeirra. Keflavík skoraði á endanum 17 af fyrstu 19 stigum leiksins og Njarðvík skoraði ekki sína aðra körfu í leiknum fyrr en eftir rúmar sjö mínútur. Þá var orðinn á brattann að sækja fyrir Njarðvíkurkonur sem náðu þó að minnka muninn í ellefu stig fyrir lok leikhlutans, en staðan var þá 19-8 fyrir Keflavík. Njarðvík skoraði sex fyrstu stig annars leikshluta og kom muninum niður í fimm stig, 19-14. Pálína Gunnlaugsdóttir fór þá fyrir öðrum góðum kafla Keflavíkur og skoraði 8 af 11 stigum liðsins á þremur mínútum á meðan Keflavík komst í 30-18 forystu. Njarðvíkurliðið kom sér hinsvegar aftur inn í leikinn með því að skora ellefu stig gegn tveimur á næstu tveimur og hálfri mínútu og minnkaði muninn niður í þrjú sitg, 32-29. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði síðustu tvö stig fyrri hálfleiks af vítalínunni og Keflavík var því 34-29 yfir í leikhléi. Pálína Gunnlaugsdóttir (10 stig) og Ingibjörg Jakbsdóttir (9 stig) voru saman með 19 stig í fyrri hálfleiknum en Shayla Fields skoraði mest fyrir Njarðvík eða 9 stig. Njarðvíkurliðið náði muninum niður í tvö stig í upphafi þriðja leikhluta, 34-32, en Keflavík svaraði strax með góðum spretti og komst í 40-32 og 45-37. Njarðvík náði aftur að minnka muninn í tvö stig, 45-43, þegar 72 sekúndur voru eftir af þriðja leikhlutanum en Keflavík skoraði fimm síðustu sig leikjlutans og var 50-43 yfir fyrir lokaleikhlutann. Keflavíkurliðið var skrefinu á undan í fjórða leikhlutanum og þriggja stiga karfa Lisu Karcic kom þeim níu stigum yfir, 56-47, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Pálína Gunnlaugsdóttir fór síðan langt með því að klára leikinn þegar hún skoraði körfu og setti niður víti að auki og kom Keflavík í 59-51 þegar 2 mínútur og 26 sekúndur voru eftir. Keflavík-Njarðvík 61-51 (19-8, 15-21, 16-14, 11-8)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 17/7 fráköst, Lisa Karcic 14/16 fráköst/4 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Bryndís Guðmundsdóttir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marina Caran 7/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/9 fráköst.Njarðvík : Julia Demirer 14/14 fráköst, Shayla Fields 12/7 fráköst, Dita Liepkalne 10/13 fráköst/5 stoðsendingar, Ólöf Helga Pálsdóttir 8, Auður R. Jónsdóttir 4/4 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira