Lýsir tilgangslausum frægðarhórum á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. mars 2011 10:24 Pistlahöfundur gefur ekki mikið fyrir þau Völu Grand, Ásdísi Rán, Gillzenegger, Jón stóra og Tobbu Marínós. „Flest frægt fólk á Íslandi er tilgangslausar frægðarhórur sem þrífst á sviðsljósinu eins og það sé því nauðsynlegt fyrir ljóstillífun," segir pistlahöfundur The Reykjavík Grapevine. Í pistli sem birtist eftir Ragnar Egilsson á vef blaðsins fer hann hörðum orðum um umtalaðasta fólkið á Íslandi í dag, þau Jón Hilmar Hallgrímsson, Völu Grand, Gillzenegger, Tobbu Marínós og Ásdísi Rán. Segja má að hann geri stólpagrín að þeim öllum. Pistlahöfundur segir að Jón stóri sé heilbrigður, edrú og alls ekki ofbeldisfullur maður sem taki stundum að sér að aðstoða fólk við að eiga við þrjóska skuldara. Hann hafi lent í sviðsljósinu eftir nokkrar handtökur sem hafi vakið athygli. Í einni þeirra hafi sérsveit lögreglunnar komið við sögu eftir að Jón hafi sést fyrir misskilning veifa skotvopni á lóð sinni. Um Völu Grand er sagt í pistlinum að hún sé transmanneskja af asískum uppruna. Hún sé ef til vill ekki fyrsta manneskjan sem hafi skipt um kyn á Íslandi, en sé í það minnsta önnur í röðinni til að vekja þjóðarathygli fyrir kynskiptin, á eftir Önnu Kristjánsdóttur. Anna sé vel þjálfaður vélvirkji og bloggari. Vala hafi hins vegar í farteskinu myndavél og athyglisþörf sem þurfi að þjóna. Vala sé því yfirburðarmanneskja. Þá segir pistlahöfundur að Egill Einarsson, eða Gillzenegger, hafi upprunalega verið bloggari. Það sé ótrúlegt að fylgjast með því hvernig hann hafi skotist upp á stjörnuhimininn. Hann hafi nýtt sér sterklega líkamsbyggingu sína og skrúðmælgi um konur til þess að byggja upp veldi sem feli í sér sjónvarsþætti, metsölubækur, fjölda auglýsinga og fjölda viðtala. Þá segir pistlahöfundur að Tobba Marínós sé kvenkynsútgáfan af Gillz. Hún sé stefnumótaráðgjafi og slúðurdrottning sem hafi unnið sér frægð einhvern tímann á síðasta ári. Loks segir pistlahöfundur að Ásdís Rán hafi blómstrað sem eiginkona knattspyrnumanns og síðar náð að byggja upp feril sem fyrirsæta. Hún hafi sett á laggirnar eigin snyrtivörulínu og tiplað á tánum á undirfötunum. Pistlahöfundur segir að Ásdís Rán sé ef til vill ekki sannfærandi femínisti en hún hafi sínar björtu hliðar, sem pistlahöfundur telur upp. Mál Jóns stóra Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Flest frægt fólk á Íslandi er tilgangslausar frægðarhórur sem þrífst á sviðsljósinu eins og það sé því nauðsynlegt fyrir ljóstillífun," segir pistlahöfundur The Reykjavík Grapevine. Í pistli sem birtist eftir Ragnar Egilsson á vef blaðsins fer hann hörðum orðum um umtalaðasta fólkið á Íslandi í dag, þau Jón Hilmar Hallgrímsson, Völu Grand, Gillzenegger, Tobbu Marínós og Ásdísi Rán. Segja má að hann geri stólpagrín að þeim öllum. Pistlahöfundur segir að Jón stóri sé heilbrigður, edrú og alls ekki ofbeldisfullur maður sem taki stundum að sér að aðstoða fólk við að eiga við þrjóska skuldara. Hann hafi lent í sviðsljósinu eftir nokkrar handtökur sem hafi vakið athygli. Í einni þeirra hafi sérsveit lögreglunnar komið við sögu eftir að Jón hafi sést fyrir misskilning veifa skotvopni á lóð sinni. Um Völu Grand er sagt í pistlinum að hún sé transmanneskja af asískum uppruna. Hún sé ef til vill ekki fyrsta manneskjan sem hafi skipt um kyn á Íslandi, en sé í það minnsta önnur í röðinni til að vekja þjóðarathygli fyrir kynskiptin, á eftir Önnu Kristjánsdóttur. Anna sé vel þjálfaður vélvirkji og bloggari. Vala hafi hins vegar í farteskinu myndavél og athyglisþörf sem þurfi að þjóna. Vala sé því yfirburðarmanneskja. Þá segir pistlahöfundur að Egill Einarsson, eða Gillzenegger, hafi upprunalega verið bloggari. Það sé ótrúlegt að fylgjast með því hvernig hann hafi skotist upp á stjörnuhimininn. Hann hafi nýtt sér sterklega líkamsbyggingu sína og skrúðmælgi um konur til þess að byggja upp veldi sem feli í sér sjónvarsþætti, metsölubækur, fjölda auglýsinga og fjölda viðtala. Þá segir pistlahöfundur að Tobba Marínós sé kvenkynsútgáfan af Gillz. Hún sé stefnumótaráðgjafi og slúðurdrottning sem hafi unnið sér frægð einhvern tímann á síðasta ári. Loks segir pistlahöfundur að Ásdís Rán hafi blómstrað sem eiginkona knattspyrnumanns og síðar náð að byggja upp feril sem fyrirsæta. Hún hafi sett á laggirnar eigin snyrtivörulínu og tiplað á tánum á undirfötunum. Pistlahöfundur segir að Ásdís Rán sé ef til vill ekki sannfærandi femínisti en hún hafi sínar björtu hliðar, sem pistlahöfundur telur upp.
Mál Jóns stóra Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira