Óupplýst börn í mestri áhættu Kolbrún Baldursdóttir skrifar 31. mars 2011 06:00 Í tengslum við frétt af manni sem var að reyna að lokka börn upp í bíl hefur spunnist mikil umræða um hvernig foreldrar geti best uppfrætt börn sín um hættur af þessum toga. Þessari umræðu ber að fagna eins og allri umræðu um hvernig við getum frætt og verndað börnin okkar. Þó þarf að gæta þess að skapa ekki óþarfa kvíða og hræðslu í huga barnsins. Sum börn eru viðkvæmari en önnur. Skynji þau hræðslu hjá foreldrum fyllast þau ótta sem auðveldlega getur undið upp á sig og leitt til alvarlegrar vanlíðunar. Kynferðisafbrotamenn leynast víða. Þeir aka ekki einungis um á bílum og reyna að lokka til sín börn með því að lofa þeim sælgæti eða leikföngum heldur sækja einnig á aðra staði þar sem mörg börn koma saman. Þau börn sem ekki hafa fengið viðeigandi fræðslu eru í mestri áhættu með að verða fórnarlömb kynferðisbrotamanna. Börn þurfa leiðbeiningu um þessa hegðun eins og aðra. Fræðsla um líkamann, einkastaðina getur byrjað um 5 ára aldur og á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu foreldra sem endurtekin er með reglulegu millibili. Yfirveguð umræða, matreidd samkvæmt aldri og persónuleika barnsins ætti einmitt að fara fram þegar engin sérstök ógn steðjar að. Skerpa á síðan á henni við sérstakar aðstæður eins og þær sem nýlega hefur verið greint frá. Þá er tilvalið að segja: svo manstu elskan mín það sem við höfum áður rætt um, aldrei upp í bíl hjá ókunnugum! Innihald þeirrar umræðunnar (fræðslu) sem á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu er sem dæmi: Kynna ákveðin hugtök fyrir barninu sem hægt er að nota sem grunn í umræðunni, t.d. hvað er átt við með hugtakinu einkastaðir. Allir einkastaðaleikir eru bannaðir. Enginn á að snerta einkastaði barnsins: Hvaða snerting er í lagi, viðeigandi og hvernig snerting er ekki í lagi, óviðeigandi, skaðleg og ólögleg? Ítreka við barnið, ef einhver vill gera eitthvað við þig sem þú vilt ekki og veist að ekki má þá bara flýta sér strax burt og segja frá. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að lesa og meta umhverfið, átta sig á hvaða aðstæður gætu verið ógnandi og hættulegar og hvenær á að forða sér í burtu. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að greina muninn á réttu og viðeigandi atferli og röngu og ósiðlegu atferli. Það skynjar og greinir hvers lags hegðun telst vera innan eðlilegra marka, þekkir birtingarmyndir óviðeigandi atferlis og veit hvað það á að gera lendi það í ógnandi aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í tengslum við frétt af manni sem var að reyna að lokka börn upp í bíl hefur spunnist mikil umræða um hvernig foreldrar geti best uppfrætt börn sín um hættur af þessum toga. Þessari umræðu ber að fagna eins og allri umræðu um hvernig við getum frætt og verndað börnin okkar. Þó þarf að gæta þess að skapa ekki óþarfa kvíða og hræðslu í huga barnsins. Sum börn eru viðkvæmari en önnur. Skynji þau hræðslu hjá foreldrum fyllast þau ótta sem auðveldlega getur undið upp á sig og leitt til alvarlegrar vanlíðunar. Kynferðisafbrotamenn leynast víða. Þeir aka ekki einungis um á bílum og reyna að lokka til sín börn með því að lofa þeim sælgæti eða leikföngum heldur sækja einnig á aðra staði þar sem mörg börn koma saman. Þau börn sem ekki hafa fengið viðeigandi fræðslu eru í mestri áhættu með að verða fórnarlömb kynferðisbrotamanna. Börn þurfa leiðbeiningu um þessa hegðun eins og aðra. Fræðsla um líkamann, einkastaðina getur byrjað um 5 ára aldur og á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu foreldra sem endurtekin er með reglulegu millibili. Yfirveguð umræða, matreidd samkvæmt aldri og persónuleika barnsins ætti einmitt að fara fram þegar engin sérstök ógn steðjar að. Skerpa á síðan á henni við sérstakar aðstæður eins og þær sem nýlega hefur verið greint frá. Þá er tilvalið að segja: svo manstu elskan mín það sem við höfum áður rætt um, aldrei upp í bíl hjá ókunnugum! Innihald þeirrar umræðunnar (fræðslu) sem á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu er sem dæmi: Kynna ákveðin hugtök fyrir barninu sem hægt er að nota sem grunn í umræðunni, t.d. hvað er átt við með hugtakinu einkastaðir. Allir einkastaðaleikir eru bannaðir. Enginn á að snerta einkastaði barnsins: Hvaða snerting er í lagi, viðeigandi og hvernig snerting er ekki í lagi, óviðeigandi, skaðleg og ólögleg? Ítreka við barnið, ef einhver vill gera eitthvað við þig sem þú vilt ekki og veist að ekki má þá bara flýta sér strax burt og segja frá. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að lesa og meta umhverfið, átta sig á hvaða aðstæður gætu verið ógnandi og hættulegar og hvenær á að forða sér í burtu. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að greina muninn á réttu og viðeigandi atferli og röngu og ósiðlegu atferli. Það skynjar og greinir hvers lags hegðun telst vera innan eðlilegra marka, þekkir birtingarmyndir óviðeigandi atferlis og veit hvað það á að gera lendi það í ógnandi aðstæðum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun