Óupplýst börn í mestri áhættu Kolbrún Baldursdóttir skrifar 31. mars 2011 06:00 Í tengslum við frétt af manni sem var að reyna að lokka börn upp í bíl hefur spunnist mikil umræða um hvernig foreldrar geti best uppfrætt börn sín um hættur af þessum toga. Þessari umræðu ber að fagna eins og allri umræðu um hvernig við getum frætt og verndað börnin okkar. Þó þarf að gæta þess að skapa ekki óþarfa kvíða og hræðslu í huga barnsins. Sum börn eru viðkvæmari en önnur. Skynji þau hræðslu hjá foreldrum fyllast þau ótta sem auðveldlega getur undið upp á sig og leitt til alvarlegrar vanlíðunar. Kynferðisafbrotamenn leynast víða. Þeir aka ekki einungis um á bílum og reyna að lokka til sín börn með því að lofa þeim sælgæti eða leikföngum heldur sækja einnig á aðra staði þar sem mörg börn koma saman. Þau börn sem ekki hafa fengið viðeigandi fræðslu eru í mestri áhættu með að verða fórnarlömb kynferðisbrotamanna. Börn þurfa leiðbeiningu um þessa hegðun eins og aðra. Fræðsla um líkamann, einkastaðina getur byrjað um 5 ára aldur og á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu foreldra sem endurtekin er með reglulegu millibili. Yfirveguð umræða, matreidd samkvæmt aldri og persónuleika barnsins ætti einmitt að fara fram þegar engin sérstök ógn steðjar að. Skerpa á síðan á henni við sérstakar aðstæður eins og þær sem nýlega hefur verið greint frá. Þá er tilvalið að segja: svo manstu elskan mín það sem við höfum áður rætt um, aldrei upp í bíl hjá ókunnugum! Innihald þeirrar umræðunnar (fræðslu) sem á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu er sem dæmi: Kynna ákveðin hugtök fyrir barninu sem hægt er að nota sem grunn í umræðunni, t.d. hvað er átt við með hugtakinu einkastaðir. Allir einkastaðaleikir eru bannaðir. Enginn á að snerta einkastaði barnsins: Hvaða snerting er í lagi, viðeigandi og hvernig snerting er ekki í lagi, óviðeigandi, skaðleg og ólögleg? Ítreka við barnið, ef einhver vill gera eitthvað við þig sem þú vilt ekki og veist að ekki má þá bara flýta sér strax burt og segja frá. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að lesa og meta umhverfið, átta sig á hvaða aðstæður gætu verið ógnandi og hættulegar og hvenær á að forða sér í burtu. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að greina muninn á réttu og viðeigandi atferli og röngu og ósiðlegu atferli. Það skynjar og greinir hvers lags hegðun telst vera innan eðlilegra marka, þekkir birtingarmyndir óviðeigandi atferlis og veit hvað það á að gera lendi það í ógnandi aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í tengslum við frétt af manni sem var að reyna að lokka börn upp í bíl hefur spunnist mikil umræða um hvernig foreldrar geti best uppfrætt börn sín um hættur af þessum toga. Þessari umræðu ber að fagna eins og allri umræðu um hvernig við getum frætt og verndað börnin okkar. Þó þarf að gæta þess að skapa ekki óþarfa kvíða og hræðslu í huga barnsins. Sum börn eru viðkvæmari en önnur. Skynji þau hræðslu hjá foreldrum fyllast þau ótta sem auðveldlega getur undið upp á sig og leitt til alvarlegrar vanlíðunar. Kynferðisafbrotamenn leynast víða. Þeir aka ekki einungis um á bílum og reyna að lokka til sín börn með því að lofa þeim sælgæti eða leikföngum heldur sækja einnig á aðra staði þar sem mörg börn koma saman. Þau börn sem ekki hafa fengið viðeigandi fræðslu eru í mestri áhættu með að verða fórnarlömb kynferðisbrotamanna. Börn þurfa leiðbeiningu um þessa hegðun eins og aðra. Fræðsla um líkamann, einkastaðina getur byrjað um 5 ára aldur og á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu foreldra sem endurtekin er með reglulegu millibili. Yfirveguð umræða, matreidd samkvæmt aldri og persónuleika barnsins ætti einmitt að fara fram þegar engin sérstök ógn steðjar að. Skerpa á síðan á henni við sérstakar aðstæður eins og þær sem nýlega hefur verið greint frá. Þá er tilvalið að segja: svo manstu elskan mín það sem við höfum áður rætt um, aldrei upp í bíl hjá ókunnugum! Innihald þeirrar umræðunnar (fræðslu) sem á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu er sem dæmi: Kynna ákveðin hugtök fyrir barninu sem hægt er að nota sem grunn í umræðunni, t.d. hvað er átt við með hugtakinu einkastaðir. Allir einkastaðaleikir eru bannaðir. Enginn á að snerta einkastaði barnsins: Hvaða snerting er í lagi, viðeigandi og hvernig snerting er ekki í lagi, óviðeigandi, skaðleg og ólögleg? Ítreka við barnið, ef einhver vill gera eitthvað við þig sem þú vilt ekki og veist að ekki má þá bara flýta sér strax burt og segja frá. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að lesa og meta umhverfið, átta sig á hvaða aðstæður gætu verið ógnandi og hættulegar og hvenær á að forða sér í burtu. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að greina muninn á réttu og viðeigandi atferli og röngu og ósiðlegu atferli. Það skynjar og greinir hvers lags hegðun telst vera innan eðlilegra marka, þekkir birtingarmyndir óviðeigandi atferlis og veit hvað það á að gera lendi það í ógnandi aðstæðum.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar