Yfirlýsing frá KR: KR er sannfært um sakleysi Margrétar Köru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2011 11:30 Margrét Kara Sturludóttir. Mynd/Daníel KR-ingar hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um leikbann Margrétar Köru Sturludóttur og það að hún hafi verið kærð til lögreglu fyrir líkamsárás. Málið má rekja til þess að Margrét Kara sló til Haukakonunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í deildarleik Hauka og KR fyrir tæpum tveimur vikum. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann. Hún tekur seinni leikinn út í kvöld þegar KR tekur á móti Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deildar kvenna. Haukar ætluðu að áfrýja dómnum vegna þess að þeir vildu fá lengra bann en hættu svo við það. Þeir ætla aftur á málið að taka málið fyrir á ársþingi sambandsins í vor. Keflavík vann fyrsta leikinn 63-60 og getur því komist 2-0 yfir í einvíginu með sigri í kvöld. Margrét Kara snýr síðan aftur í þriðja leikinn sem fer fram í Keflavík á föstudagskvöldið. Yfirlýsing Körfuknattleiksdeildar KRFyrir helgina birtu fjölmiðlar fréttir af því að leikmaður í körfuknattsliði KR, Margrét Kara Sturludóttir, hefði verið kærð fyrir líkamsárás til lögreglu, fyrir að slá til leikmanns Hauka, í leik liðanna í síðastliðinni viku. Aganefnd KKÍ úrskurðaði Margréti Köru í tveggja leikja bann vegna atviksins. Körfuknattleiksdeild KR unir þeim úrskurði, þó forsendur séu umdeilanlegar. Um var að ræða pústra í hita leiks. Ekki var með nokkru móti séð að Margrét Kara hafi haft ásetning til að meiða leikmann Hauka. Margrét Kara bað leikmanninn afsökunar að leik loknum. KR telur fráleitt að um hafi verið að ræða líkamsárás af ásetningi, í lagalegum skilningi. Mál af þessu tagi hafa hingað til verið leyst á grundvelli reglna leiksins og agareglna íþróttahreyfingarinnar. Því harmar KR að kærandi hafi séð tilefni til að leggja fram lögreglukæru. KR er sannfært um sakleysi Margrétar Köru og heitir henni fullum stuðningi. Reykjavík, 21. mars 2011 f.h. körfuknattleiksdeildar KR Böðvar E. Guðjónsson formaður Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
KR-ingar hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um leikbann Margrétar Köru Sturludóttur og það að hún hafi verið kærð til lögreglu fyrir líkamsárás. Málið má rekja til þess að Margrét Kara sló til Haukakonunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í deildarleik Hauka og KR fyrir tæpum tveimur vikum. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann. Hún tekur seinni leikinn út í kvöld þegar KR tekur á móti Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deildar kvenna. Haukar ætluðu að áfrýja dómnum vegna þess að þeir vildu fá lengra bann en hættu svo við það. Þeir ætla aftur á málið að taka málið fyrir á ársþingi sambandsins í vor. Keflavík vann fyrsta leikinn 63-60 og getur því komist 2-0 yfir í einvíginu með sigri í kvöld. Margrét Kara snýr síðan aftur í þriðja leikinn sem fer fram í Keflavík á föstudagskvöldið. Yfirlýsing Körfuknattleiksdeildar KRFyrir helgina birtu fjölmiðlar fréttir af því að leikmaður í körfuknattsliði KR, Margrét Kara Sturludóttir, hefði verið kærð fyrir líkamsárás til lögreglu, fyrir að slá til leikmanns Hauka, í leik liðanna í síðastliðinni viku. Aganefnd KKÍ úrskurðaði Margréti Köru í tveggja leikja bann vegna atviksins. Körfuknattleiksdeild KR unir þeim úrskurði, þó forsendur séu umdeilanlegar. Um var að ræða pústra í hita leiks. Ekki var með nokkru móti séð að Margrét Kara hafi haft ásetning til að meiða leikmann Hauka. Margrét Kara bað leikmanninn afsökunar að leik loknum. KR telur fráleitt að um hafi verið að ræða líkamsárás af ásetningi, í lagalegum skilningi. Mál af þessu tagi hafa hingað til verið leyst á grundvelli reglna leiksins og agareglna íþróttahreyfingarinnar. Því harmar KR að kærandi hafi séð tilefni til að leggja fram lögreglukæru. KR er sannfært um sakleysi Margrétar Köru og heitir henni fullum stuðningi. Reykjavík, 21. mars 2011 f.h. körfuknattleiksdeildar KR Böðvar E. Guðjónsson formaður
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira