Umfjöllun: Vængbrotið KR-lið jafnaði metin Jón Júlíus Karlsson skrifar 22. mars 2011 20:58 Melissa Jelterna í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Staðan í rimmu KR og Keflavíkur í undanúrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna er jöfn, 1-1, eftir að KR hafði í kvöld sigur, 75-64, í öðrum leik liðanna. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 37-38 fyrir Keflavík. Heimastúlkur í KR mættu vængbrotnar til leiks og léku án bæði Margrétar Köru Sturludóttir, sem tók úr leikbann, og Chanzy Morris, sem reif liðþófa á dögunum. KR-ingar tefldu hins vegar fram nýjum bandarískum leikmanni, Melissa Ann Jeltema, sem greinilega mætti tilbúin í úrslitakeppnina því hún var besti leikmaður vallarins í kvöld. Það var mikil taugaspenna á fyrstu mínútunum hjá báðum liðum og skoraði Keflavík ekki sín fyrstu stig fyrr en eftir þriggja mínútna leik. Þá skiptu gestirnir úr Keflavík um gír og breyttu stöðunni úr 4-0 yfir í 4-13. KR svaraði hins vegar með frábærum kafla og jafnaði metinn 13-13 áður er fyrsti leikhluti var allur. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta. KR-ingar höfðu nauma forystuna framan af en Pálína Gunnlaugsdóttir svaraði fyrir Keflvíkinga með tveimur þristum. Liðin skiptust á að hafa forystuna og staðan í hálfleik, 37-38 fyrir gestina úr Keflavík. Mikill kraftur var í Melissu Jeltema í fyrri hálfleik því hún skoraði alls 19 stig og tók 7 fráköst. Það var stál í stál í þriðja leikhluta því liðin skiptust á að hafa forystuna sem aldrei fór yfir fjögur stig. Nokkuð dró af Jeltema í liði KR sem skoraði aðeins tvö stig í þriðja leikhluta en liðsfélagar hennar stigu upp. Staðan eftir þriðja leikhluta, 52-51 fyrir heimastúlkur og allt í járnum. KR náði yfirhöndinni í lokaleikhlutanum og munaði þar mesta um góða vörn sem setti sóknarleika Keflvíkinga úr skorðum. KR-ingar sigu fram úr og náðu mest 11 stiga forystu þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum. Keflvíkingar pressuðu KR-ingar hátt upp völlinn á lokamínútunum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 75-64 og mætast liðin í þriðja sinn á föstudag. Jeltema var atkvæðamest í liði KR með 25 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hildur Sigurðardóttir kom næst með 12 stig. Bryndís Guðmundsdóttir dró vagninn hjá Keflavík með 21 stig og Pálína Guðmundsdóttir skoraði 15 stig. KR-Keflavík 75-64 (37-38)KR: Melissa Ann Jeltema 25/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 12/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 10, Signý Hermannsdóttir 8/8 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 5, Hafrún Hálfdánardóttir 4/4 fráköst.Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 21/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 16/7 fráköst, Jacquline Adamshick 12/12 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marina Caran 7. Dominos-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Staðan í rimmu KR og Keflavíkur í undanúrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna er jöfn, 1-1, eftir að KR hafði í kvöld sigur, 75-64, í öðrum leik liðanna. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 37-38 fyrir Keflavík. Heimastúlkur í KR mættu vængbrotnar til leiks og léku án bæði Margrétar Köru Sturludóttir, sem tók úr leikbann, og Chanzy Morris, sem reif liðþófa á dögunum. KR-ingar tefldu hins vegar fram nýjum bandarískum leikmanni, Melissa Ann Jeltema, sem greinilega mætti tilbúin í úrslitakeppnina því hún var besti leikmaður vallarins í kvöld. Það var mikil taugaspenna á fyrstu mínútunum hjá báðum liðum og skoraði Keflavík ekki sín fyrstu stig fyrr en eftir þriggja mínútna leik. Þá skiptu gestirnir úr Keflavík um gír og breyttu stöðunni úr 4-0 yfir í 4-13. KR svaraði hins vegar með frábærum kafla og jafnaði metinn 13-13 áður er fyrsti leikhluti var allur. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta. KR-ingar höfðu nauma forystuna framan af en Pálína Gunnlaugsdóttir svaraði fyrir Keflvíkinga með tveimur þristum. Liðin skiptust á að hafa forystuna og staðan í hálfleik, 37-38 fyrir gestina úr Keflavík. Mikill kraftur var í Melissu Jeltema í fyrri hálfleik því hún skoraði alls 19 stig og tók 7 fráköst. Það var stál í stál í þriðja leikhluta því liðin skiptust á að hafa forystuna sem aldrei fór yfir fjögur stig. Nokkuð dró af Jeltema í liði KR sem skoraði aðeins tvö stig í þriðja leikhluta en liðsfélagar hennar stigu upp. Staðan eftir þriðja leikhluta, 52-51 fyrir heimastúlkur og allt í járnum. KR náði yfirhöndinni í lokaleikhlutanum og munaði þar mesta um góða vörn sem setti sóknarleika Keflvíkinga úr skorðum. KR-ingar sigu fram úr og náðu mest 11 stiga forystu þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum. Keflvíkingar pressuðu KR-ingar hátt upp völlinn á lokamínútunum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 75-64 og mætast liðin í þriðja sinn á föstudag. Jeltema var atkvæðamest í liði KR með 25 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hildur Sigurðardóttir kom næst með 12 stig. Bryndís Guðmundsdóttir dró vagninn hjá Keflavík með 21 stig og Pálína Guðmundsdóttir skoraði 15 stig. KR-Keflavík 75-64 (37-38)KR: Melissa Ann Jeltema 25/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 12/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 10, Signý Hermannsdóttir 8/8 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 5, Hafrún Hálfdánardóttir 4/4 fráköst.Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 21/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 16/7 fráköst, Jacquline Adamshick 12/12 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marina Caran 7.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira